Engin venjuleg morgunrútína Margrétar prinsessu

Margét Bretaprinsessa kunni að gera vel við sig.
Margét Bretaprinsessa kunni að gera vel við sig. skjáskot/Instagram

Morgunrútína Margrétar Bretaprinsessu var konungleg ef eitthvað er að marka ævisöguna Ma'am Darling eftir Craig Brown. Margrét, sem er yngri systir Elísabetar Englandsdrottningar, fór í klukkutíma langt bað á hverjum morgni. 

Flestum finnst það lúxus að hafa tíma til að drekka kaffibolla og borða morgunmat í rólegheitum yfir Morgunblaðinu á morgnana. Það er þó enginn lúxus miðað við morgunrútínu Margrétar. 

Svona var morgunrútína Margrétar að sögn Browns:

09:00: Margrét vaknaði klukkan níu og fékk morgunmat í rúmið. Hún eyddi tveimur tímum keðjureykjandi í rúminu og hlustaði á útvarpið og las dagblöð. 

11:00: Fór í klukkutíma langt bað sem þjónustustúlkan hennar lét renna í. 

12:00: Margrét lét greiða sér og snyrta og að því loknu fór hún í hrein föt. 

12:30: Margrét fór niður og fékk sér vodka-kokteil. 

13:00: Margrét snæddi fjögurra rétta hádegisverð með móður sinn, Elísabetu drottningarmóður. Um óformlegan hádegisverð var að ræða en þrátt fyrir það var silfurborðbúnaður notaður auk þess sem hver manneskja fékk hálfan lítra af víni með. Einnig var boðið upp á osta- og ávaxtaúrval með matnum.  

Elísabet Englandsdrottning ásam Margréti litlu systur sinni.
Elísabet Englandsdrottning ásam Margréti litlu systur sinni. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál