Þekkið þið manninn?

Hannes Þór Halldórsson fyrir nokkrum árum eða áður en hann …
Hannes Þór Halldórsson fyrir nokkrum árum eða áður en hann ákvað að taka sig á.

Hver var einu sinni aðeins mjúkur að framan og í mun slakara formi en hann er í dag? Getur verið að það sé Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins? Jú, passar. Hann tók sig til og birti þessa gömlu mynd af sér á Instgram um helgina og uppskar ríkulega af lækum enda enginn smámunur á manninum. Sérfræðingar segja að Hannes sé í 200 sinnum betra formi í dag en hann var á sínum yngri árum. 

Það er hægt að ná lángt með ellju og dugnaði. #daretodream #dreambig #dreambigger #dreambiggest

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Nov 25, 2017 at 9:48am PST

Ekki er allt gull sem glóir því í ljós hefur komið að vinir Hannesar mættu heim til hans um helgina, þar sem hann býr í Danmörku, þar sem markmiðið var að steggja hann. Eitt atriði í steggjun Hannesar var að fá að taka yfir Instagram-reikning hans, pósta mynd að vali vinanna og bæta við texta sem var allur morandi í stafsetningavillum.

Myndin sem vinirnir póstuðu á Instagram var tekin árið 2005 eða áður en Hannes ákvað að verða fáránlega góður í fótbolta. Í samtali við Smartland sagði Hannes að þetta væri eins vandræðalegt og það gæti orðið. En fyrst myndin væri komin á netið þyrfti að koma fram að vinir hans beri ábyrgð á myndbirtingunni. 

Hannes á býsna óvenjulegan feril að baki en hann hafði átt við meiðsli að stríða frá unga aldri sem gerði það að verkum að hann var meira á djamminu en að spila. Eða alla vega meðan hann var í Versló. 

„Ég var kom­inn á þann stað að það vissi eng­inn hver ég var. Það vissi eng­inn að ég kynni fót­bolta. Það var bara ég sjálf­ur sem hafði trú á því og það var ekk­ert annað í stöðunni en að taka mál­in í mín­ar hend­ur,“ seg­ir Hann­es í viðtali við Hugrúnu Halldórsdóttur í þættinum Ný sýn sem sýndur var í Sjónvarpi Símans. 

Vacation ☀️😎

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Dec 14, 2016 at 7:50am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál