Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

Camilla og Rafn eru tónelsk hjón.
Camilla og Rafn eru tónelsk hjón.

Tónlistin leikur stórt hlutverk á jólunum hjá Snapchat-stjörnunni Camillu Rut eða Camy klikk. Á þriðjudaginn klukkan 20:30 ætla Camilla og eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist að bjóða fólki á jólatónleika á Hard Rock

Af hverju jólatónleikar?

„Ég er bara svo mikið jólabarn og það er einfaldlega til allt of mikið af jólalögum sem er gaman að syngja. Auk þess er ég búin að bera þessa hugmynd mjög lengi, að hafa svona lágstemmda og kósý jólatónleika með smá kaffihúsastemmningu. Það er bara eitthvað við það að taka smá miðbæjarrölt með einhverjum sem manni þykir vænt um, koma sér inn í hlýjuna og fá sér kaffibolla eða öl á meðan maður hlustar á ljúfa tóna.

Aðgangur er ókeypis en einnig ætlar Hard Rock Café Reykjavík að gefa 20% af allri veitingasölu í kjallaranum þetta kvöldið til Barnaspítalasjóðs Hringsins sem skiptir mig gríðarlega miklu máli.“ 

Hefur þú verið í tónlist lengi?

„Meira og minna síðan ég fæddist. Ég er alin upp í gospelinu sem hefur gefið mér svo margt. Það sem mér finnst skipta mestu máli í tónlist er ekki að hafa allt fullkomið heldur er það tilfinningin og innlifunin.“ 

Leikur tónlistin stórt hlutverk í hjónabandinu? 

„Við kynntumst í gegnum tónlist svo jú það mætti segja það. Við höfum alltaf spilað og sungið saman og er það eiginlega tónlistin sem tengir okkur saman.“

Eru þið með sama tónlistarsmekkinn?

„Já, maðurinn minn er alæta á tónlist og ég eiginlega líka. Stundum er ég með Tinu Turner á repeat of lengi, þá á karlinn til að segja stopp.“ 

Hvað er uppáhaldsjólalagið þitt?

„Þau eru svo ótrúlega mörg, en ég held að það sé Mary did you know eða Ó helga nótt.“

Er allt tilbúið fyrir jólin?

„Guð minn góður, svo alls ekki. Ég er búin að vera á kafi í verkefnum, en það fer svo sem að róast hvað úr hverju þá get ég einbeitt mér að jólunum. Fyrir mér skiptir það aðallega mestu máli að allir eigi nógu þægileg náttföt um jólin og að allir séu saman og jú, konfektið, þarf að græja það.“ 

Hvernig er aðfangadagur hjá þér?

„Hann er voða venjulegur. Við erum í svo miklu kósý allan daginn að það hálfa væri hellingur, horfum á jólamyndir og kíkjum svo til mömmu og pabba í osta og rauðvín í hádeginu. Restin af deginum fer bara í að leyfa matnum að malla og horfa á fleiri jólamyndir. Svo borðum við jólamatinn, opnum pakkana saman, fáum okkur eftirrétt og endum svo kvöldið á að horfa á jólatónleika Fíladelfíu í sjónvarpinu, það er heilög stund hjá mér.“

Hvað langar þig í jólagjöf?

„Ég viðurkenni að ég er ekki búin að ná að hugsa almennilega út í það. Mér finnst skemmtilegast að fá upplifanir í jólagjöf sem skilja eftir sig minningar eins og til dæmis miða á sýningar, tónleika eða Óskaskrín.“

Hvort er betra að gefa eða þiggja? 

„Mér finnst betra að gefa. Það er eitthvað við það að sjá svipinn á fólkinu sem maður elskar þegar maður hittir í mark með gjafirnar.“

Camilla Rut ætlar að syngja jólalög á þriðjudaginn.
Camilla Rut ætlar að syngja jólalög á þriðjudaginn.
mbl.is

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

Í gær, 23:59 „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Heimilistrendin 2018

Í gær, 21:00 Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Frekjukast í flugtaki

Í gær, 18:00 Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

Í gær, 15:00 Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

Í gær, 12:00 Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

Í gær, 09:00 Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

í fyrradag Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

Í gær, 06:00 Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

í fyrradag Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Frábær frumsýning

í fyrradag Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

í fyrradag Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

í fyrradag Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

14.1. Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »

Langar þig að gista í húsi látins hönnuðar?

14.1. Stofnandi Versace lést á heimili sínu árið 1997. Húsið hefur að mörgu leyti lítið breyst þar sem veggir, gólf, loft og gluggar hafa fengið að halda sér frá tíð Giannis Versace. Meira »

Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

14.1. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

í fyrradag Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Er að koma kreppa?

14.1. Það er vel þekkt innan hagfræðinnar að tískan fer í hringi og er ágætis mælikvarði á efnahagslega stöðu hverju sinni í heiminum. Hagfræðingurinn George Taylor var einn sá fyrsti til að koma fram með þetta árið 1926 þar sem hann talaði um vísitölu pilslengdar. Við veltum fyrir okkur hvort kreppa sé á næsta leiti. Meira »

Nördar ná árangri á sínu sviði

14.1. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga. Meira »

Að vinna sig frá meðvirkni

14.1. „Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir. Meira »
Meira píla