Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

Camilla og Rafn eru tónelsk hjón.
Camilla og Rafn eru tónelsk hjón.

Tónlistin leikur stórt hlutverk á jólunum hjá Snapchat-stjörnunni Camillu Rut eða Camy klikk. Á þriðjudaginn klukkan 20:30 ætla Camilla og eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist að bjóða fólki á jólatónleika á Hard Rock

Af hverju jólatónleikar?

„Ég er bara svo mikið jólabarn og það er einfaldlega til allt of mikið af jólalögum sem er gaman að syngja. Auk þess er ég búin að bera þessa hugmynd mjög lengi, að hafa svona lágstemmda og kósý jólatónleika með smá kaffihúsastemmningu. Það er bara eitthvað við það að taka smá miðbæjarrölt með einhverjum sem manni þykir vænt um, koma sér inn í hlýjuna og fá sér kaffibolla eða öl á meðan maður hlustar á ljúfa tóna.

Aðgangur er ókeypis en einnig ætlar Hard Rock Café Reykjavík að gefa 20% af allri veitingasölu í kjallaranum þetta kvöldið til Barnaspítalasjóðs Hringsins sem skiptir mig gríðarlega miklu máli.“ 

Hefur þú verið í tónlist lengi?

„Meira og minna síðan ég fæddist. Ég er alin upp í gospelinu sem hefur gefið mér svo margt. Það sem mér finnst skipta mestu máli í tónlist er ekki að hafa allt fullkomið heldur er það tilfinningin og innlifunin.“ 

Leikur tónlistin stórt hlutverk í hjónabandinu? 

„Við kynntumst í gegnum tónlist svo jú það mætti segja það. Við höfum alltaf spilað og sungið saman og er það eiginlega tónlistin sem tengir okkur saman.“

Eru þið með sama tónlistarsmekkinn?

„Já, maðurinn minn er alæta á tónlist og ég eiginlega líka. Stundum er ég með Tinu Turner á repeat of lengi, þá á karlinn til að segja stopp.“ 

Hvað er uppáhaldsjólalagið þitt?

„Þau eru svo ótrúlega mörg, en ég held að það sé Mary did you know eða Ó helga nótt.“

Er allt tilbúið fyrir jólin?

„Guð minn góður, svo alls ekki. Ég er búin að vera á kafi í verkefnum, en það fer svo sem að róast hvað úr hverju þá get ég einbeitt mér að jólunum. Fyrir mér skiptir það aðallega mestu máli að allir eigi nógu þægileg náttföt um jólin og að allir séu saman og jú, konfektið, þarf að græja það.“ 

Hvernig er aðfangadagur hjá þér?

„Hann er voða venjulegur. Við erum í svo miklu kósý allan daginn að það hálfa væri hellingur, horfum á jólamyndir og kíkjum svo til mömmu og pabba í osta og rauðvín í hádeginu. Restin af deginum fer bara í að leyfa matnum að malla og horfa á fleiri jólamyndir. Svo borðum við jólamatinn, opnum pakkana saman, fáum okkur eftirrétt og endum svo kvöldið á að horfa á jólatónleika Fíladelfíu í sjónvarpinu, það er heilög stund hjá mér.“

Hvað langar þig í jólagjöf?

„Ég viðurkenni að ég er ekki búin að ná að hugsa almennilega út í það. Mér finnst skemmtilegast að fá upplifanir í jólagjöf sem skilja eftir sig minningar eins og til dæmis miða á sýningar, tónleika eða Óskaskrín.“

Hvort er betra að gefa eða þiggja? 

„Mér finnst betra að gefa. Það er eitthvað við það að sjá svipinn á fólkinu sem maður elskar þegar maður hittir í mark með gjafirnar.“

Camilla Rut ætlar að syngja jólalög á þriðjudaginn.
Camilla Rut ætlar að syngja jólalög á þriðjudaginn.
mbl.is

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

18:00 Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

15:00 Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

12:00 Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

09:00 Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

06:00 Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

Í gær, 23:59 „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

Í gær, 21:00 Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

í gær Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

í gær Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

í gær María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

í gær Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

í gær Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »

Hræðileg kynlífsóhöpp sem enduðu illa

í fyrradag Það endar ekki allt kynlíf með værum svefni en sumir enda hreinlega uppi á spítala eftir óheppileg atvik í kynlífinu.  Meira »

Þorvaldur Davíð til Oxford

í fyrradag Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA-nám við Oxford-háskóla í vetur. Hann dregur því til baka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »

Segir hollt mataræði fela átröskun

18.7. Nigella Lawson segir það fara eftir því hvað er í tísku hvað teljist hollt. Að hennar mati er hollt mataræði ekki alltaf af því góða. Meira »

Er Gabbana að missa vitið?

18.7. Enn og aftur kemur Stefano Gabbana fram í sviðsljósið með taktlausa hegðun sem ekki hefur sést áður á sviði tísku og hönnunar. Hann gerir grín að eigin herferð. Meira »

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

18.7. Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig 6. október. Tónleikar tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

18.7. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

18.7. Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

17.7. „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

17.7. Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »