Hætt að geta lyft jafnþungu

jane Fonda áttræð og pólitísk.
jane Fonda áttræð og pólitísk. mbl.is/AFP

Hin síunga Jane Fonda fagnar áttræðisafmæli sínu í dag, 21. desember. Fonda hefur komið víða við á ferli sínum. Hún kemur ekki bara fólki til þess að hlæja heima í stofu heldur er hún líka frumkvöðull á sviði líkamsræktar og fyrirmynd þeirra sem vilja eldast fallega.  

Fonda hélt upp á áttræðisafmælið í byrjun desember með því að safna 1,3 milljónum til góðgerðarmála en Fonda er pólitísk og hefur látið til sína taka í góðgerðarmálum. Í afmælinu sagði hún að það besta við aldurinn væri það að fólk káfar ekki lengur á henni. Var hún þar að vísa í Metoo-byltinguna og kynferðisafbrot í Hollywood. 

79 ára Jane Fonda í byrjun nóvember.
79 ára Jane Fonda í byrjun nóvember. mbl.is/AFP

Líkamsræktin

„Ég get ekki lyft jafnmörgum lóðum eins og ég gat,“ sagði Fonda þegar hún var spurð út í það versta við aldurinn. Fonda er nefnilega ekki bara leikkona heldur líka líkamsræktarfrömuður. Árið 1982 kom út fyrsta æfingamyndbandið, Jane Fonda's Workout. Myndbandið naut mikilla vinsælda og á næstu þrettán árum kom út 21 myndband til viðbótar. Leikfimin var kennd út um allan heim og er enn þá kennd Jane Fonda-leikfimi í Kramhúsinu. 

Leiklistin

Leikferill Fonda er ekki síður glæsilegur en hún á tvenn Óskarsverðlaun. Fonda var fædd inn í Hollywood en faðir hennar, Henry Fonda, var fyrst tilnefndur til Óskarverðlaunanna þegar Fonda var þriggja ára. Hann hreppti vinninginn fyrir myndina On Golden Pond en í myndinni lék Fonda einnig. 

Jane Fonda lék í myndinni Barbarella sem kom út árið …
Jane Fonda lék í myndinni Barbarella sem kom út árið 1968.

Eftir langan og farsælan feril tilkynnti Fonda í byrjun tíunda áratugarins að hún ætlaði að hætta að leika. Hún átti síðan góða endukomu í myndinni Monsters-in-Law árið 2005 og þá var ekki aftur snúið. Leiklistarferillinn er í fullum blóma og er óhætt að mæla með Fonda í hlutverki Grace Hanson í Netflix-þáttunum Grace and Frankie. 

Útlitið

Jane Fonda lét ekki fela hrukkurnar á forsíðu tímaritsins Town&Country.
Jane Fonda lét ekki fela hrukkurnar á forsíðu tímaritsins Town&Country.

Fonda starfaði sem fyrirsæta áður en hún sló í gegn í leiklistinni og birtist hún meðal annars tvisvar á forsíðu Vogue. Fonda er enn afar glæsileg og þykir bera aldurinn vel. Hún segist þó hafa unnið sér inn nokkur ár með fegrunaraðgerðum en virðist vera byrjuð að taka aldurinn og það sem honum fylgir í sátt eins og sést á forsíðu tíma­rits­ins Town & Coun­try í nóvember þar sem ekki hafði verið átt við húð leik­kon­unn­ar. Hún situr auk þess reglulega fyrir hjá snyrtivörumerkinu L'Oréal. 

Jane Fonda í Barefoot in the Park frá árinu 1967.
Jane Fonda í Barefoot in the Park frá árinu 1967.

Jane Fonda á þrjú börn, er þrígift og þrískilin. Því sem næst verður komist er Fonda einhleyp en hún hætti með kærasta sínum Richard Perry í ár eftir átta ára samband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál