Fegurðarsamkeppnakaflinn búinn

Árið 2017 var viðburðaríkt hjá Örnu Ýr Jónsdóttur.
Árið 2017 var viðburðaríkt hjá Örnu Ýr Jónsdóttur. mynd/aðsent

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir stóð í ströngu á árinu. Eftir að hún vann Miss Universe á Íslandi fór hún í ævintýralegt ferðalag til Bandaríkjanna þar sem hún tók þátt í aðalkeppninni. Arna Ýr fór yfir árið 2017 fyrir Smartland. 

Hápunktur ársins?

„Miss Universe Iceland 2017.... ER! ....Miss Northern Lights!“

Hvernig var að taka þátt í Miss Universe í Las Vegas?

Engin orð geta lýst upplifuninni! Það var magnað, að fá þann heiður að taka þátt í flest öllum aukaverkefnum í ferlinu og fá það tækifæri að kynna landið okkar var mér mjög mikils virði. Minningarnar, upplifunin að standa á The AXIS-sviðinu með Steve Harvey og söngkonunni Fergie var eitthvað annað, draumi líkast!

Hvað lærðir þú af keppninni?

Ég lærði að vera í núinu og njóta. Ég hef tekið þátt í stórum keppnum áður, en alltaf verið að hugsa of mikið um lokakvöldið, að komast áfram og endað á því að verða vonsvikin. Í þetta skiptið lærði ég að njóta, skapa minningar og viti menn, ég fékk æðislegar viðtökur og aldrei staðið mig jafn-vel. En það dýrmætasta var allt sem ég tók með mér heim, vinasambönd, minningar og tækifæri.

Arna Ýr naut þess að taka þátt í Miss Universe.
Arna Ýr naut þess að taka þátt í Miss Universe.

Kom eitthvað á óvart í keppninni?

Já, ég viðurkenni að ég var hissa að komast ekki áfram því allt hafði gengið svakalega vel og ég fékk svo mikla athygli frá degi eitt. En samt sem áður gekk ég stolt út af sviðinu.

Hvaða manneskja hafði mestu áhrifin á þig á árinu?

Manneskja sem ég þekkti ekki einu sinni fyrir ári síðan. Hin eina sanna Manuela Ósk hefur gengið í gegnum þetta allt með mér 100% frá því ég sótti um keppnina heima. Þegar eitthvað var erfitt eða þegar ég fékk minnsta efa um sjálfa mig var mín sko mætt á núll einni í Facetime með yndisleg skilaboð, besta „pepp“ sem finnst. Hún er ástæðan fyrir því að ég skein eins og stjarna og náði að njóta á sama tíma.

Arna Ýr og Manuela Ósk urðu góðar vinkonur á árinu.
Arna Ýr og Manuela Ósk urðu góðar vinkonur á árinu.

Skrítnasta upplifun þín 2017?

Þegar Miss Universe-keppnin var búin, ég var nýkomin heim og ég áttaði mig á því að þessi fegurðarsamkeppnakafli er nú búinn í mínu lífi. Það er svolítið undarleg tilhugsun þar sem ég hef verið í þessum bransa í tvö og hálft ár.

Áramótaheit fyrir 2018?

Einbeita mér meira að atvinnu.

Uppáhaldsdrykkurinn þinn þetta árið?

Úff ég verð að segja Nocco, örugglega margir sammála mér um það!

Mest eldaði rétturinn í eldhúsinu?

Fiskur, einkaþjálfarinn minn hún Ásta Björk náði svakalega flottum árangri með mér fyrir keppnina og hún gaf mér matarplan sem svínvirkaði. 

Uppáhaldslagið þitt á árinu?

Ég á erfitt með að segja þetta núna í desemberkuldanum en yfir allt þá var það Despacito.

Arna Ýr tók þátt í Miss Universe í Las Vegas.
Arna Ýr tók þátt í Miss Universe í Las Vegas. mbl.is/AFP

Uppáhaldsvefsíðan þín?

Verð að segja Youtube þar sem ég eyði mestum tíma þar af öllum vefsíðum.

Fallegasta augnablik ársins?

Sjá alla fjölskylduna mína styðja mig í keppninni heima og finna hve stolt þau voru. 

Mest krefjandi verkefni ársins?

Miss Universe, mest krefjandi verkefni sem ég hef tekið að mér, ekki bara á þessu ári!

Þakklæti ársins?

Fjölskylda og vinir sem hafa stutt mig í einu og öllu er eitthvað sem ég verð alltaf þakklát fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál