Heitustu pör ársins 2017

Róbert Wessman og kærasta hans.
Róbert Wessman og kærasta hans.

Eitt sterkasta afl jarðar, ástin sjálf, lét landsmenn ekki í friði 2017 frekar en fyrri ár. Heitustu pör ársins eru þessi hér: 

Róbert Wessman og Ksenia Vla­dimirovna Shak­hmanova eru án efa eitt heitasta par ársins. Parið byrjaði að búa saman á Vatnsstíg 20-22 í lok sumars en þar búa þau ásamt börnum hennar tveimur. 

Skúli Mogensen forstjóri WOW air og Gríma Björg Thorarensen fundu ástina á árinu. Hún mætti með honum á Kjarvalsstaði þegar hann var valinn markaðssmaður ársins hjá ÍMARK. Gríma er 26 ára og starfaði hjá WOW air sem flugfreyja áður en hún flutti til Lundúna þar sem hún hefur stundað hönnunarnám. 

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, hagfræðingur og fjárfestir, byrjuðu saman á árinu sem er að líða en Smartland sagði frá því í maí að þau væru par. Nokkrum mánuðum síðar byrjuðu þau að búa. 

Hanna Kristín Skaftadóttir frumkvöðull fann ástina á árinu í fangi læknisins Sindra Arons Vikt­ors­sonar. Parið gerði gott betur og trúlofaði sig á aðfangadag. 

Arnar Gunnlaugsson fann ástina á árininu þegar María Bulien Jónsdóttir fangaði hjarta hans. Parið geislaði af gleði í brúðkaupi Arons Einars Gunnarssonar og Kristbjargar Jónasdóttur. 

Fyrirsætan Andrea Röfn og Arnór Ingvi hnutu hvort um annað á árinu. 

Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir eru nýtt par.
Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir eru nýtt par. Ljósmynd/Samsett
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál