Nýtt ár með Goldie

Hvernig væri að snúa nýju ári upp í kæruleysi og eyða deginum í að horfa á grínmyndir með Goldie Hawn? Það er eitthvað við Goldie sem gerir það að verkum að maður verður glaður. Hvort heldur það er þegar hún leikur hermanninn Private Benjamin, sem þráði ekkert heitar en að vera hamingjusamlega gift eiginkona sem upplifir það að eiginmaðurinn deyr í samförum á brúðkaupsnóttina. Eða þegar hún leikur óþolandi yfirstéttarkonu sem fellur fyrir borð og lendir í ánauð hjá fátækri fjölskyldu í Overboard. Goldie hefur þessi áhrif á mann að maður getur ekki hætt að horfa.

Það er úr fjölda mynda að velja. Við vonum að þið sleppið hlátrinum lausum í dag. Hér er Goldie-listinn okkar á nýju ári.

1. Private Benjamin 1980

Goldie Hawn fer á kostum í myndinni um óbreyttan Benjamin. Myndin hefst á brúðkaupi Benjamin, sem hefur loksins fundið hina einu sönnu ást í lífinu. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir. En á brúðkaupsnóttina deyr eiginmaðurinn í fangi hennar sem seinna leiðir hana í herinn. Sjón er sögu ríkari.

2. Foul Play 1978

Gloria Mundy er ánægð í lífinu. Hún ferðast um borgina í lítilli gulri bjöllu og lifir sínu fallega einfalda lífi án mikillar truflunar. En Eva var ekki lengi ein í paradís. Ósköpin byrja þegar hún tekur mann upp í bílinn og eftir það hefst atburðarás sem inniheldur dverg, albínóa, löggu og jafnvel páfann sem verður fyrir barðinu á ævintýrum Mundy. 

Þessi mynd fær mann til að grenja úr hlátri.

3. Overboard 1987

Það eru ekki allir með yfirstéttarhjartað hennar Joönnu, eða Annie eins og hún er kölluð út myndina. Joanna er rík kona sem á allt sem peningar geta keypt í þessari veröld. Hún siglir um höfin blá í fallegri skútu, en lendir í því óhappi að detta útbyrðis, nánast í fangið á löðrandi sveittum sveitakarli sem ákveður að hún sé konan sem hann hefur leitað að alla ævi. Joanna er minnislaus og fær nafnið Annie. Hún er klædd í stóra gamla kjóla og látin þrífa alla daga. Falleg rómantísk mynd með óvæntum en fyndnum endi!

4. Protocol 1984

Hver tekur á sig skot í rassinn fyrir forsetann? Nú auðvitað sólargeislinn Sunny! Hún verður fræg á fimm mínútum og þjóðin virðist ekki geta fengið nóg af þessari fallegu sál sem vill öllum vel. Skemmtilega öðruvísi söguþráður. Og grátbroslegar senur.

5. Criss Cross 1992

Ef þig langar að koma börnunum upp á lagið með Goldie þá er þetta myndin. Tracy Cross býr með syni sínum Criss Cross í Key West. Eiginmaðurinn hafði farið á brott í munkaklaustur þar sem hann var í tilvistarkreppu og hún þarf að vinna fyrir sér á klúbbum, í óþökk drengsins. Undursamlega falleg mynd af mæðginum sem reyna sitt besta á erfiðum tímum.

6. Out of Towners 1999

Ef þú ert í hjónabandi og þér finnst hlutirnir orðnir venjulegir ættirðu að sjá þessa og ákveða svo hvort þið pantið ekki flug til New York í kjölfarið! Hin miðaldra Clark-hjón leita að vinnu í New York en ekkert gengur eins og það á að ganga. Eða hvað?

7. The First Wife Club 1996

Það er ekki tekið út með sældinni þegar eiginmaðurinn skilar þér fyrir nýja yngri konu. Þú getur þá annaðhvort lagst í volæði eða stofnað klúbb og látið hann finna fyrir því. Það seinna varð fyrir valinu í þessari mynd. Aðferð sem greinilega margborgar sig!

8. The Banger Sisters 2002

Hvað gerir þú þegar besta vinkona þín segir skilið við eigin fortíð, fer og giftist ríkum manni og býr í draumahúsinu með tveimur fullkomnum börnum? Nú auðvitað skellir þér í heimsókn og gerir allt vitlaust! Eða það gerði Goldie!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Undir kjólnum leyndist typpi

Í gær, 23:59 „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

Í gær, 21:00 Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

Í gær, 18:00 Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »

Að finna bestu leiðina

Í gær, 15:00 Þær Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hafa vakið athygli víða með nýrri leið til stefnumótunar sem kallast Design Thinking. Þær halda námskeið á vegum Opna háskólans um þessa aðferð. Meira »

Er löngun þín í sætindi eða mat stjórnlaus?

Í gær, 12:00 Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Meira »

Með ósamstæða eyrnalokka

Í gær, 09:00 Það glitti í töffarann Meghan Markle þrátt fyrir fágaða kápu frá Stellu McCartney þegar hún heimsótti Cardiff. Meghan hættir ekki að fylgjast með tískunni þrátt fyrir að vera að ganga í bresku konungsfjölskylduna. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

í fyrradag Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

Í gær, 06:00 Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

í fyrradag Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

í fyrradag Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

í fyrradag Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »

Íbúðin líkist helst listaverki

í fyrradag Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. Meira »

Eyþór Arnalds með kosningapartí

í fyrradag Kátínan og gleðin var allsráðandi þegar Eyþór Arnalds opnaði kosningamiðstöð í huggulegum húsakynnum við Laugaveg 3. Eyþór sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í leiðtogaprófkjöri sem haldið verður 27. janúar. Meira »

Wessman framleiðir sitt eigið kampavín

19.1. Róbert Wessman forstjóri Alvogen var með sérstaka kynningu í kvöld á Listasafni Reykjavíkur þar sem hann kynnti kampavínið Wessman n. 1 sem hann framleiðir ásamt kærustu sinni. Meira »

Allir í suðrænni sveiflu við höfnina

19.1. Það var kátt við höfnina þegar veitingastaðurinn RIO Reykjavík opnaði með glæsibrag. Boðið var upp á létt smakk af matseðli staðarins og var smakkinu skolað niður með suðrænum og seiðandi drykkjum. Meira »

Veisla fyrir öll skilningarvit

19.1. Kvikmyndin The Post var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni í gær við góðar viðtökur. Myndin er framúrskarandi á margan hátt og voru frumsýningargestir alsælir. Meira »

Allir með á þorrablóti Stjörnunnar

í fyrradag Íþróttafélagið Stjarnan er ekki bara gott í því að skora mörk heldur kann félagið að halda góð partí. Þorrablót Stjörnunnar var með glæsilegasta móti en það fór fram í gærkvöldi. Meira »

Límband og aðahaldnærbuxur undir kjólinn

19.1. Fyrirsætan Chrissy Teigen var ekki í neinum venjulegum nærfötum þegar hún klæddist fallegum svörtum síðkjól á dögunum. Galdurinn er að líma niður á sér brjóstin. Meira »

Í hverjum glæsikjólnum á fætur öðrum

19.1. Forsetafrú Íslands, Elisa Reid, hefur verið mjög lekker í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún tjaldar hverjum kjólnum á fætur öðrum. Smartland sagði frá því að hún hefði klæðst vínrauðum kjól frá By Malene Birger og verið með hálsmen við frá íslenska skartgripamerkinu Aurum. Við kjólinn var hún í húðlituðum sokkabuxum og í húðlituðum skóm. Þessi samsetning heppnaðist afar vel. Meira »

Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn

19.1. Tónlistarfólkið Jón Ólafsson og Hildur Vala hafa sett sína fallegu íbúð við Hagamel á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Meira »