Nýtt ár með Goldie

Hvernig væri að snúa nýju ári upp í kæruleysi og eyða deginum í að horfa á grínmyndir með Goldie Hawn? Það er eitthvað við Goldie sem gerir það að verkum að maður verður glaður. Hvort heldur það er þegar hún leikur hermanninn Private Benjamin, sem þráði ekkert heitar en að vera hamingjusamlega gift eiginkona sem upplifir það að eiginmaðurinn deyr í samförum á brúðkaupsnóttina. Eða þegar hún leikur óþolandi yfirstéttarkonu sem fellur fyrir borð og lendir í ánauð hjá fátækri fjölskyldu í Overboard. Goldie hefur þessi áhrif á mann að maður getur ekki hætt að horfa.

Það er úr fjölda mynda að velja. Við vonum að þið sleppið hlátrinum lausum í dag. Hér er Goldie-listinn okkar á nýju ári.

1. Private Benjamin 1980

Goldie Hawn fer á kostum í myndinni um óbreyttan Benjamin. Myndin hefst á brúðkaupi Benjamin, sem hefur loksins fundið hina einu sönnu ást í lífinu. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir. En á brúðkaupsnóttina deyr eiginmaðurinn í fangi hennar sem seinna leiðir hana í herinn. Sjón er sögu ríkari.

2. Foul Play 1978

Gloria Mundy er ánægð í lífinu. Hún ferðast um borgina í lítilli gulri bjöllu og lifir sínu fallega einfalda lífi án mikillar truflunar. En Eva var ekki lengi ein í paradís. Ósköpin byrja þegar hún tekur mann upp í bílinn og eftir það hefst atburðarás sem inniheldur dverg, albínóa, löggu og jafnvel páfann sem verður fyrir barðinu á ævintýrum Mundy. 

Þessi mynd fær mann til að grenja úr hlátri.

3. Overboard 1987

Það eru ekki allir með yfirstéttarhjartað hennar Joönnu, eða Annie eins og hún er kölluð út myndina. Joanna er rík kona sem á allt sem peningar geta keypt í þessari veröld. Hún siglir um höfin blá í fallegri skútu, en lendir í því óhappi að detta útbyrðis, nánast í fangið á löðrandi sveittum sveitakarli sem ákveður að hún sé konan sem hann hefur leitað að alla ævi. Joanna er minnislaus og fær nafnið Annie. Hún er klædd í stóra gamla kjóla og látin þrífa alla daga. Falleg rómantísk mynd með óvæntum en fyndnum endi!

4. Protocol 1984

Hver tekur á sig skot í rassinn fyrir forsetann? Nú auðvitað sólargeislinn Sunny! Hún verður fræg á fimm mínútum og þjóðin virðist ekki geta fengið nóg af þessari fallegu sál sem vill öllum vel. Skemmtilega öðruvísi söguþráður. Og grátbroslegar senur.

5. Criss Cross 1992

Ef þig langar að koma börnunum upp á lagið með Goldie þá er þetta myndin. Tracy Cross býr með syni sínum Criss Cross í Key West. Eiginmaðurinn hafði farið á brott í munkaklaustur þar sem hann var í tilvistarkreppu og hún þarf að vinna fyrir sér á klúbbum, í óþökk drengsins. Undursamlega falleg mynd af mæðginum sem reyna sitt besta á erfiðum tímum.

6. Out of Towners 1999

Ef þú ert í hjónabandi og þér finnst hlutirnir orðnir venjulegir ættirðu að sjá þessa og ákveða svo hvort þið pantið ekki flug til New York í kjölfarið! Hin miðaldra Clark-hjón leita að vinnu í New York en ekkert gengur eins og það á að ganga. Eða hvað?

7. The First Wife Club 1996

Það er ekki tekið út með sældinni þegar eiginmaðurinn skilar þér fyrir nýja yngri konu. Þú getur þá annaðhvort lagst í volæði eða stofnað klúbb og látið hann finna fyrir því. Það seinna varð fyrir valinu í þessari mynd. Aðferð sem greinilega margborgar sig!

8. The Banger Sisters 2002

Hvað gerir þú þegar besta vinkona þín segir skilið við eigin fortíð, fer og giftist ríkum manni og býr í draumahúsinu með tveimur fullkomnum börnum? Nú auðvitað skellir þér í heimsókn og gerir allt vitlaust! Eða það gerði Goldie!

mbl.is

Klæddist sérsaumuðum kjól frá Andreu

Í gær, 23:20 Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson gengu hjónaband í dag. Hún var í sérsaumuðum kjól frá Andreu. Ása Reginsdóttir lánaði henni slörið. Meira »

Brúðkaup Elísabetar og Gunnars

Í gær, 20:23 Elísabet Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna gengu í hjónaband í dag. Athöfnin sjálf fór fram í Fríkirkjunni. Meira »

Líf Chanel var ekki dans á rósum

Í gær, 18:00 Coco Chanel bjó til línu sem var einstaklega klassísk í upphafi síðustu aldar. Allt frá þeim tíma hefur sá undirtónn sem hún skapaði átt erindi. Við skoðum nýjustu Chanel-línuna í bland við sögu þessarar stórmerkilegu konu. Meira »

Gegnsæir kjólar yfir buxur

Í gær, 15:00 Sumartískan iðar af lífi og fjöri og í ár má gera allskonar sem ekki mátti gera áður. Eins og til dæmis að fara í gegnsæjan kjól yfir köflóttar buxur. Danska fatamerkið Baum und Pferdgarten er með ferlega mikið af flottum kjólum í sumartískunni í ár. Meira »

Undir áhrifum frá Downton Abbey

Í gær, 12:00 Heiðrún Hödd Jónsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur býr í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Braga Michelssyni. Þau keyptu íbúðina í desember og hafa síðan í febrúar málað og innréttað hana á sinn einstaka hátt. Meira »

Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

Í gær, 09:00 „Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Meira »

Hversdagsrútína Melaniu Trump

Í gær, 06:00 Forsetafrú Bandaríkjanna er sögð vakna snemma og fara snemma sofa. Melania Trump hefur í nægu að snúast en setur þó móðurhlutverkið í fyrsta sæti. Meira »

Stelpa breytir leikjasenunni

í fyrradag Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

í fyrradag Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

í fyrradag Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

í fyrradag Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

í fyrradag Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

í fyrradag Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

í fyrradag Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

21.6. Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

21.6. Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

21.6. Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

21.6. Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

21.6. Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

21.6. Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

21.6. María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »