Fannst fáránlegt að tala við símann sinn

Egill Fannar Halldórsson í Sundhöll Reykjavíkur.
Egill Fannar Halldórsson í Sundhöll Reykjavíkur.

Egill Fannar Halldórsson er 24 ára bloggari sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík ásamt félaga sínum. Hann elskar að draga andann og segir að kærasta sín, Tanja Ýr, hafi ýtt sér út á samfélagsmiðlana sem hafa gert hann að samfélagsmiðlastjörnu. Þegar ég spyr hann út í líf hans segist hann vera að lifa til fulls. 

„Ég elska að lifa, ferðast og skapa ný tækifæri. Þar að auki finnst mér rosalega mikilvægt að vera alltaf að læra nýja hluti og vera stanslaust að bæta mig. Til dæmis sæki ég mikið af fyrirlestrum, las yfir 10 viðskipta- og sjálfshjálparbækur á síðasta ári og er að læra arabísku! Áður en Wake Up Reykjavík-ævintýrið mitt hófst var ég ritstjóri Menn.is, stofnaði minn eigin fréttamiðil og starfaði á veitingahúsum og börum í mörg, mörg ár,“ segir hann. 

Egill er sönn samfélagsmiðlastjarna. Hann segir að kærasta hans, Tanja Ýr, hafi ýtt honum út á þessa braut, þar að segja að verða virkari á þessum miðlum. 

„Ég viðurkenni alveg að mér hefur alltaf fundist rosalega gaman að taka myndir og deila efni. Ég hef verið á Snapchat og Instagram síðan þeir miðlar fóru að vera vinsælir. Og svo var ég líka með bloggið gullöld blog.central með vinum mínum á sínum tíma. 

En þetta ævintýri sem er í gangi núna hófst eiginlega á því að hún Tanja mín er að gera rosalega spennandi hluti á sínum miðlum og þar eru alveg tugþúsundir sem elska að fylgjast með henni. Út frá því fór mjög mikið af liði að vilja fylgjast með mér – bæði vegna þess að það var spennandi en kannski aðallega til þess að fá að geta skyggnst enn meira inn í lífið hennar. Ég held að það hafi verið kveikjan. Þar að auki myndi ég nú ekki ganga það langt að kalla mig samfélagsmiðlastjörnu! En það er samt rosalega gaman að sjá, að síðan ég fór að sýna aðeins meira frá því sem ég er að gera, þá hefur verið mikill áhugi á því að fylgjast með og ég hef verið að fá rosalega jákvæð viðbrögð frá alls konar fólki. Skemmtilegast er að fá skilaboð frá öðrum strákum og fólki almennt sem fær innblástur frá mér eða hvatningu til þess að standa sig vel á einhverju sviði,“ segir Egill. 

Egill Fannar Halldórsson.
Egill Fannar Halldórsson.

Dagarnir hjá Agli eru drekkhlaðnir verkefnum. 

„Allir dagar hjá mér byrja á „heilsuboozt“ og Wake Up Reykjavík. Ég er með skrifstofu í Austurstræti og þar eyði ég yfirleitt heilum vinnudegi með framúrskarandi frábæru fólki við það að láta drauma ferðamanna í Reykjavík rætast. Þar fyrir utan er ég með nokkur önnur leyniverkefni í eldinum sem ég er að sinna. Næst fer rútínan yfirleitt með mig niður í Crossfit Reykjavík þar sem ég hitti meira af góðu fólki og reyni að halda mér í formi. Dagarnir mínir enda svo yfirleitt með kæró þar sem við förum út að borða eða eldum okkur eitthvað hollt og gott,“ segir hann. 

Egill býr með Tönju Ýr sem er fyrrverandi Ungfrú Ísland, eigandi Tanja Ýr Cosmetics og bloggari. 

„Ég er búinn að vera með kærustunni minni henni Tönju Ýr í næstum því 5 ár og flestir vita það örugglega ekki en við erum búin að vera stinga saman nefjum síðan 2009! Svo okkur líður rosalega vel saman,“ segir hann og hlær. 

Hefur þú nægilegar tekjur af því að vinna á samfélagsmiðlum eða þiggur þú laun hjá einhverju fyrirtæki?

„Ég gæti örugglega sótt duglegar tekjur af því að vinna á samfélagsmiðlum hefði ég áhuga á því. Þetta er algjörlega það sem koma skal í markaðsmálum fyrir mörg fyrirtæki og mér finnst mikilvægt að stilla upp þeim umfjöllunum sem ég tek að mér sem „win-win-win“. Þar sem bæði ég, fyrirtækið og fólkið sem fylgist með mér nýtur góðs af. En eins og staðan er í dag sæki ég allar mínar tekjur frá Wake Up Reykjavík,“ segir hann. 

just a quick swim to balance out all the holiday eating ... 😁💣 - #reykjavik

A post shared by Egill Halldórsson (@egillhalldorsson) on Dec 26, 2017 at 5:53am PST

Hvernig finnst þér þú vera að þróast sem samfélagsmiðlastjarna?

„Þetta er alveg frábær spurning vegna þess að mér finnst sjálfum rosalega spennandi að sjá og pæla í því hvernig ég eða mín tilvera á samfélagsmiðlunum er að þróast. Hingað til hef ég nær eingöngu verið að deila bara mjög náttúrlega frá mínu eigin lífi og því sem ég er að snúast í hverju sinni. En frekar nýlega er ég farinn að gera aðeins meira úr þessu og því fylgir smá vinna. Það er að skipuleggja hvernig efni ég vil deila, hvar ég vil taka myndirnar, í hverju, með hverjum og svo framvegis.

Í dag er ég að fjalla mest um mat og drykk, minn eigin lífsstíl og ferðalög. En ég hef töluverðan áhuga á að fjalla meira um heilsu, viðskipti og hvernig við getum alltaf haldið áfram að bæta okkur sjálf,“ segir hann. 

Hverjar eru áskoranirnar þínar?

„Úff, mér þykir sem betur fer flestar áskoranir mínar tengjast fyrirtækjunum sem ég er að koma að frekar en því sem ég er sjálfur að gera á þessum miðlum. En þar eru helstu áskoranirnar svolítið að stíga út fyrir þægindarammann. Til að mynda þá gat ég aldrei hugsað mér að vera að tala við símann minn og senda það út í kosmósið og allir sæju það á Snapchat. Mér hefur alltaf fundist það svolítið skrítið en auðvitað er það eins og allt annað, lítið mál þegar það er komið í vana!“

Þegar þú ferð yfir árið, hvað stóð upp úr?

„Skemmtilegast á árinu eru ógleymanleg ferðalög um alla Ítalíu og alla Marokkó með Tönju. Að eyða tíma með ótrúlega hæfileikaríku fólki hjá Wake Up Reykjavik og eiga með þeim mjög árangursríkt þriðja ár í rekstri og síðast en ekki síst þá vorum við Tanja að kaupa okkar fyrstu íbúð saman núna í október. Það var mjög skemmtilegt og að sjálfsögðu gífurleg breyting á okkar lífi,“ segir hann. 

Hverjar eru vonir þínar og væntingar fyrir næsta ár?

„2018 á án nokkurs vafa eftir að verða stærsta, besta og skemmtilegast árið mitt til þessa. Og á það ekki að vera markmiðið hjá öllum öðrum líka?“

Egill og Tanja Ýr á Ítalíu.
Egill og Tanja Ýr á Ítalíu.
mbl.is

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

05:30 Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

Í gær, 23:59 Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

Í gær, 21:00 David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

Í gær, 18:00 Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

Í gær, 15:00 Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

Í gær, 12:00 Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

Í gær, 10:00 Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

í gær Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

í fyrradag „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

í fyrradag Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

í fyrradag Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

í fyrradag Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

í fyrradag 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

8.12. Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

8.12. „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »

Heldur fram hjá með manni vinkonu sinnar

7.12. „Konan mín er að halda fram hjá með eiginmanni vinkonu sinnar. Mamma hennar segir að ég ætti ekki að taka því persónulega en ég er miður mín.“ Meira »

Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

7.12. „Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.“ Meira »

Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

7.12. Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. Meira »

Framúrskarandi heimili við sjóinn

7.12. Í Kársnesinu í Kópavogi er að rísa splunkunýtt hverfi sem býr yfir miklum sjarma. Byggðin er við sjóinn sem þýðir fallegt útsýni og friðsæld og nálægð við stórbrotna náttúru. Við Hafnarbraut 9 stendur ákaflega falleg íbúð sem búið er að innrétta á smekklegan hátt. Meira »

Getur barn utan hjónabands fengið arf?

7.12. „Maður á þrjú börn með eiginkonu sinn og eitt barn utan hjónabands. Falli maðurinn frá á eiginkonan trúlega rétt til setu í óskiptu búi, sæki hún um það. Spurningin er hvort barnið utan hjónabands geti krafist uppgjörs á föðurarfi þrátt fyrir það og hvort sérstakan gjörning þurfi til þess að koma í veg fyrir það.“ Meira »

165 milljóna einbýli við Túngötu

7.12. Mýkt er áberandi í þessu huggulega húsi við Túngötu í Reykjavík. Klassísk húsgögn prýða heimilið og falleg listaverk.   Meira »