Fannst fáránlegt að tala við símann sinn

Egill Fannar Halldórsson í Sundhöll Reykjavíkur.
Egill Fannar Halldórsson í Sundhöll Reykjavíkur.

Egill Fannar Halldórsson er 24 ára bloggari sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík ásamt félaga sínum. Hann elskar að draga andann og segir að kærasta sín, Tanja Ýr, hafi ýtt sér út á samfélagsmiðlana sem hafa gert hann að samfélagsmiðlastjörnu. Þegar ég spyr hann út í líf hans segist hann vera að lifa til fulls. 

„Ég elska að lifa, ferðast og skapa ný tækifæri. Þar að auki finnst mér rosalega mikilvægt að vera alltaf að læra nýja hluti og vera stanslaust að bæta mig. Til dæmis sæki ég mikið af fyrirlestrum, las yfir 10 viðskipta- og sjálfshjálparbækur á síðasta ári og er að læra arabísku! Áður en Wake Up Reykjavík-ævintýrið mitt hófst var ég ritstjóri Menn.is, stofnaði minn eigin fréttamiðil og starfaði á veitingahúsum og börum í mörg, mörg ár,“ segir hann. 

Egill er sönn samfélagsmiðlastjarna. Hann segir að kærasta hans, Tanja Ýr, hafi ýtt honum út á þessa braut, þar að segja að verða virkari á þessum miðlum. 

„Ég viðurkenni alveg að mér hefur alltaf fundist rosalega gaman að taka myndir og deila efni. Ég hef verið á Snapchat og Instagram síðan þeir miðlar fóru að vera vinsælir. Og svo var ég líka með bloggið gullöld blog.central með vinum mínum á sínum tíma. 

En þetta ævintýri sem er í gangi núna hófst eiginlega á því að hún Tanja mín er að gera rosalega spennandi hluti á sínum miðlum og þar eru alveg tugþúsundir sem elska að fylgjast með henni. Út frá því fór mjög mikið af liði að vilja fylgjast með mér – bæði vegna þess að það var spennandi en kannski aðallega til þess að fá að geta skyggnst enn meira inn í lífið hennar. Ég held að það hafi verið kveikjan. Þar að auki myndi ég nú ekki ganga það langt að kalla mig samfélagsmiðlastjörnu! En það er samt rosalega gaman að sjá, að síðan ég fór að sýna aðeins meira frá því sem ég er að gera, þá hefur verið mikill áhugi á því að fylgjast með og ég hef verið að fá rosalega jákvæð viðbrögð frá alls konar fólki. Skemmtilegast er að fá skilaboð frá öðrum strákum og fólki almennt sem fær innblástur frá mér eða hvatningu til þess að standa sig vel á einhverju sviði,“ segir Egill. 

Egill Fannar Halldórsson.
Egill Fannar Halldórsson.

Dagarnir hjá Agli eru drekkhlaðnir verkefnum. 

„Allir dagar hjá mér byrja á „heilsuboozt“ og Wake Up Reykjavík. Ég er með skrifstofu í Austurstræti og þar eyði ég yfirleitt heilum vinnudegi með framúrskarandi frábæru fólki við það að láta drauma ferðamanna í Reykjavík rætast. Þar fyrir utan er ég með nokkur önnur leyniverkefni í eldinum sem ég er að sinna. Næst fer rútínan yfirleitt með mig niður í Crossfit Reykjavík þar sem ég hitti meira af góðu fólki og reyni að halda mér í formi. Dagarnir mínir enda svo yfirleitt með kæró þar sem við förum út að borða eða eldum okkur eitthvað hollt og gott,“ segir hann. 

Egill býr með Tönju Ýr sem er fyrrverandi Ungfrú Ísland, eigandi Tanja Ýr Cosmetics og bloggari. 

„Ég er búinn að vera með kærustunni minni henni Tönju Ýr í næstum því 5 ár og flestir vita það örugglega ekki en við erum búin að vera stinga saman nefjum síðan 2009! Svo okkur líður rosalega vel saman,“ segir hann og hlær. 

Hefur þú nægilegar tekjur af því að vinna á samfélagsmiðlum eða þiggur þú laun hjá einhverju fyrirtæki?

„Ég gæti örugglega sótt duglegar tekjur af því að vinna á samfélagsmiðlum hefði ég áhuga á því. Þetta er algjörlega það sem koma skal í markaðsmálum fyrir mörg fyrirtæki og mér finnst mikilvægt að stilla upp þeim umfjöllunum sem ég tek að mér sem „win-win-win“. Þar sem bæði ég, fyrirtækið og fólkið sem fylgist með mér nýtur góðs af. En eins og staðan er í dag sæki ég allar mínar tekjur frá Wake Up Reykjavík,“ segir hann. 

just a quick swim to balance out all the holiday eating ... 😁💣 - #reykjavik

A post shared by Egill Halldórsson (@egillhalldorsson) on Dec 26, 2017 at 5:53am PST

Hvernig finnst þér þú vera að þróast sem samfélagsmiðlastjarna?

„Þetta er alveg frábær spurning vegna þess að mér finnst sjálfum rosalega spennandi að sjá og pæla í því hvernig ég eða mín tilvera á samfélagsmiðlunum er að þróast. Hingað til hef ég nær eingöngu verið að deila bara mjög náttúrlega frá mínu eigin lífi og því sem ég er að snúast í hverju sinni. En frekar nýlega er ég farinn að gera aðeins meira úr þessu og því fylgir smá vinna. Það er að skipuleggja hvernig efni ég vil deila, hvar ég vil taka myndirnar, í hverju, með hverjum og svo framvegis.

Í dag er ég að fjalla mest um mat og drykk, minn eigin lífsstíl og ferðalög. En ég hef töluverðan áhuga á að fjalla meira um heilsu, viðskipti og hvernig við getum alltaf haldið áfram að bæta okkur sjálf,“ segir hann. 

Hverjar eru áskoranirnar þínar?

„Úff, mér þykir sem betur fer flestar áskoranir mínar tengjast fyrirtækjunum sem ég er að koma að frekar en því sem ég er sjálfur að gera á þessum miðlum. En þar eru helstu áskoranirnar svolítið að stíga út fyrir þægindarammann. Til að mynda þá gat ég aldrei hugsað mér að vera að tala við símann minn og senda það út í kosmósið og allir sæju það á Snapchat. Mér hefur alltaf fundist það svolítið skrítið en auðvitað er það eins og allt annað, lítið mál þegar það er komið í vana!“

Þegar þú ferð yfir árið, hvað stóð upp úr?

„Skemmtilegast á árinu eru ógleymanleg ferðalög um alla Ítalíu og alla Marokkó með Tönju. Að eyða tíma með ótrúlega hæfileikaríku fólki hjá Wake Up Reykjavik og eiga með þeim mjög árangursríkt þriðja ár í rekstri og síðast en ekki síst þá vorum við Tanja að kaupa okkar fyrstu íbúð saman núna í október. Það var mjög skemmtilegt og að sjálfsögðu gífurleg breyting á okkar lífi,“ segir hann. 

Hverjar eru vonir þínar og væntingar fyrir næsta ár?

„2018 á án nokkurs vafa eftir að verða stærsta, besta og skemmtilegast árið mitt til þessa. Og á það ekki að vera markmiðið hjá öllum öðrum líka?“

Egill og Tanja Ýr á Ítalíu.
Egill og Tanja Ýr á Ítalíu.
mbl.is

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í gær Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í gær Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í gær Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í gær „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »