Heillandi einbýli á Seltjarnarnesi

Á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýli sem er huggulega innréttað. Grængráar flísar setja svip á eldhús og baðherbergi og skapa hlýleika og mýkt. 

Í húsinu eru eikarinnréttingar og eikarhurðir og í eldhúsinu eru svartar borðplötur. Með þessa litapallettu koma grágrænu flísarnar eins og ferskur andblær inn á heimilið. Það sem er líka heillandi við þessar flísar er að þær eru notaðar á eldhúsvegginn og bæði baðherbergin. Sami litur er notaður á einn vegg á neðri hæðinni. 

Þessi mjúka litapalletta er þó ekki bara í eldhúsi og á baðherbergjum heldur eru húsgögnin í mjúkum litum. Brúnir leðursófar, marokkósk motta í stofunni og hlýleg gluggatjöld skapa heillandi andrúmsloft. 

Af fasteignavef mbl.is: Bollagarðar 71

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál