Andrea Róberts til Kaffitárs

Andrea Róbertsdóttir.
Andrea Róbertsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Andrea Róbertsdóttir fyrrverandi mannauðsstjóri RÚV er orðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Andrea hætti á RÚV árið 2016 en VB.is greindi frá þessu. Síðan hún hætti hjá RÚV hefur hún verið starfandi ráðgjafi á svið stjórnunar samhliða námi. 

„„Þessa er brýnt að gera upp!“ hugsaði ég með mér þegar ég leit í speg­il ný­verið og planið er að setj­ast enn á ný á skóla­bekk. Ég þarf að færa þunga­miðjuna ör­lítið til í líf­inu og vera sam­ferða sjálfri mér. Þetta er spurn­ing um fínstill­ingu, eng­in drama­tík svo það sé á krist­al­tæru. Sem stjórn­andi síðustu ár hef ég lagt ríku­lega inn í reynslu­bank­ann og dýpkað skiln­ing á ólík­um sviðum. Ég er með MS-gráðu, BA-gráðu og er búin með rafsuðu og Hús­mæðraskól­ann. Draum­ur­inn er að læra bólstrun, húsa­smíði, fara í master í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum og kafa í já­kvæða sál­fræði. Nei­kvæðni hef­ur aldrei hjálpað að mínu mati og já­kvæðni telst seint of­metið stöff. Ég get sagt í ein­lægni að gleðin er besta vím­an og gleði er fag­mennska!“ sagði Andrea í samtali við Smartland þegar hún hætti á RÚV. 

Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild í mannauðsstjórnun, BA gráðu í félags- og kynjafræði og hefur lokið MA-diplóma í jákvæðri sálfræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál