Fullar konur segja Palla ekki homma

Páll Óskar prýðir mars forsíðu MAN.
Páll Óskar prýðir mars forsíðu MAN.

Páll Óskar er í opinskáu viðtali í mars tölublaði MAN sem kemur út í dag. Í viðtalinu fer Páll Óskar um víðan völl og ræðir m.a MeToo byltinguna, ógagn feðraveldisins og kynferðislegt áreiti sem hann hefur þolað frá konum í gegnum tiðina.

„Hin stífa verkaskipting gerði karlmönnum svo mikinn grikk. Mamma þvoði og þreif, eldaði og ól upp sjö börn og pabbi var lengi vel eina fyrirvinna heimilisins. Það reyndist meiriháttar áfall þegar mamma lést, árið 1995, og elsta systir mín þurfti að kenna pabba einfalda hluti, eins og að sjóða kartöflur. Það hefur margt breyst en nóg er eftir óunnnið. Með MeToo-byltingunni barði næsta kynslóð í borðið og í framtíðinni verða samskiptin fínstillt enn betur. Þetta tekur nokkrar kynslóðir, Róm var ekki byggð á einum degi. Engin bylting er öfgalaus, en öfgarnar eru mikilvægar til að hrista upp í fólki.“

Sjálfur á Palli óteljandi sögur um kynferðislegt áreiti í gegnum árin.

„Síðan 1991 hef ég ítrekað hitt fullar konur sem fullyrða að ég sé ekki hommi. Þær ætli að „breyta mér“ og ég hafi bara ekki hitt réttu konuna ennþá. Fullar konur hafa gripið það oft í klofið á mér og gengið það langt inn á mitt persónulega svæði að nú mæti ég með lífverði til beggja hliða. Svona hafa konur hagað sér gagnvart mér en aldrei karlmenn. Þeir eru ekkert nema kurteisir og almennilegir,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál