Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum.

Í samstarfinu við Tulipop má einnig finna regnkápur, léttar peysur og boli á yngstu kynslóðina. Persónur og ævintýraheimur Tulipop leika lykilhlutverk í línunni og eru litrík mynstur og teikningar af persónunum áberandi á flíkunum að sögn Signýjar Kolbeinsdóttur, yfirhönnuðar Tulipop og skapara Tulipop-heimsins.

„Innblástur minn fyrir Tulipop er líklega sá sami og innblástur annarra sem sinna skapandi starfi. Allt frá einstökum atburðum eða hlutum í umhverfi mínu yfir í lífsreynslu mína í sem breiðustum skilningi. Innblásturinn er eins og alltumlykjandi birta sólarinnar sem við fókuserum í brennipunkt með stækkunargleri sálarinnar. Boðskapurinn í Tulipop er sá sem áhorfandinn upplifir hverju sinni. Tulipop er síbreytileg og lifandi ævintýraeyja með engin bein tengsl við raunveruleikann þó að hún sé að miklu leyti innblásin af Íslandi,“ segir Signý.

„Hugmyndir mínar verða oftast til þegar ég sest niður við skrifborðið mitt með autt blað og blýant. Þegar karakterarnir komu hver á fætur öðrum uppgötvaði ég að þeir voru allir meira og minna einhvers konar afbökun og skrumskæling á mínum nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum sem kom mér skemmtilega á óvart,“ segir hún.

Í fyrsta skipti sem Tulipop-fatnaður kemur á markað á Íslandi

Tulipop hefur getið sér gott orð undanfarin ár fyrir ævintýraheiminn sem þau hafa skapað þar sem skrítnar og skemmtilegar furðuverur búa. Vörulína fyrirtækisins er sífellt að vaxa og nú í fyrsta skipti fær Tulipop-heimurinn að líta dagsins ljós á fatnaði í samstarfi við 66°Norður. Flíkurnar verða fáanlegar í takmörkuðu upplagi og fara í sölu í verslunum 66°Norður á HönnunarMars.

„Það var alveg frábært að vinna með teyminu hjá 66°Norður. Við í Tulipop erum öll 66°Norður aðdáendur og höfum lengi dáðst að gæðum og hönnun 66°Norður varanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Tulipop-fatnaður kemur á markað á Íslandi og það var frábært að vinna vörulínuna með fólki sem eru sérfræðingar á því sviði og með mikinn metnað til að búa til skemmtilega og litríka línu sem sameinar það besta úr bæði Tulipop og 66°Norður. Vörulínan inniheldur vörur fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í unglinga. Ég held líka að húfurnar muni líka verða keyptar af fullorðnum, ég mun alla vegana tryggja mér eitt stykki,“ segir hún brosandi og bætir við:

„Það má segja að það hafi komið skemmtilega á óvart hversu mikill áhugi var meðal allra sem við höfum hitt í 66°Norður á verkefninu og gaman að sjá hversu mikil metnaður var til að gera vörulínuna sem flottasta. Við hjá Tulipop erum alsæl með útkomuna og allar vörurnar og hefðum gaman af því að gera enn fleiri vörur með 66°Norður í framtíðinni.“

Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

Það er mikið í gangi og margt fram undan hjá Tulipop að sögn Signýjar. „Við settum nýlega í loftið okkar fyrstu teiknimyndaseríu á nýrri Tulipop-rás á YouTube. Handrit þáttanna skrifar snillingurinn Tobi Wilson en hann skrifar líka fyrir The Amazing World of Gumball (Undraveröld Gúnda), sem sýnd er á Cartoon Network og er ein af mínum uppáhaldsteiknimyndaseríum. Serían hefur fengið mjög góðar viðtökur en einungis þremur mánuðum eftir að serían fór í loftið voru teiknimyndirnar komnar með yfir 1,3 milljónir áhorfa og vorum við að setja framleiðslu á nýrri seríu af stað sem mun fara í loftið í sumar. Við erum búin að vera að vinna í íslenskri talsetningu þátttanna með algjöru stjörnuteymi leikara og mun serían verða sýnd á RÚV á vormánuðum. Svo eru fjölmargar nýjar vörur á leiðinni og margt skemmtilegt á döfinni í versluninni okkar á Skólavörðustíg,“ segir hún.

mbl.is

Rífandi stemning á Rocky Horror

12:00 Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

09:00 „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

06:00 Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

Í gær, 23:59 Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

Í gær, 21:00 Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

í gær Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

í gær Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

í gær Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

í gær Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

í fyrradag Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

í fyrradag Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

17.3. Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

17.3. Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

17.3. Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

16.3. Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

17.3. Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

17.3. Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

16.3. Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

16.3. Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »
Meira píla