Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum.

Í samstarfinu við Tulipop má einnig finna regnkápur, léttar peysur og boli á yngstu kynslóðina. Persónur og ævintýraheimur Tulipop leika lykilhlutverk í línunni og eru litrík mynstur og teikningar af persónunum áberandi á flíkunum að sögn Signýjar Kolbeinsdóttur, yfirhönnuðar Tulipop og skapara Tulipop-heimsins.

„Innblástur minn fyrir Tulipop er líklega sá sami og innblástur annarra sem sinna skapandi starfi. Allt frá einstökum atburðum eða hlutum í umhverfi mínu yfir í lífsreynslu mína í sem breiðustum skilningi. Innblásturinn er eins og alltumlykjandi birta sólarinnar sem við fókuserum í brennipunkt með stækkunargleri sálarinnar. Boðskapurinn í Tulipop er sá sem áhorfandinn upplifir hverju sinni. Tulipop er síbreytileg og lifandi ævintýraeyja með engin bein tengsl við raunveruleikann þó að hún sé að miklu leyti innblásin af Íslandi,“ segir Signý.

„Hugmyndir mínar verða oftast til þegar ég sest niður við skrifborðið mitt með autt blað og blýant. Þegar karakterarnir komu hver á fætur öðrum uppgötvaði ég að þeir voru allir meira og minna einhvers konar afbökun og skrumskæling á mínum nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum sem kom mér skemmtilega á óvart,“ segir hún.

Í fyrsta skipti sem Tulipop-fatnaður kemur á markað á Íslandi

Tulipop hefur getið sér gott orð undanfarin ár fyrir ævintýraheiminn sem þau hafa skapað þar sem skrítnar og skemmtilegar furðuverur búa. Vörulína fyrirtækisins er sífellt að vaxa og nú í fyrsta skipti fær Tulipop-heimurinn að líta dagsins ljós á fatnaði í samstarfi við 66°Norður. Flíkurnar verða fáanlegar í takmörkuðu upplagi og fara í sölu í verslunum 66°Norður á HönnunarMars.

„Það var alveg frábært að vinna með teyminu hjá 66°Norður. Við í Tulipop erum öll 66°Norður aðdáendur og höfum lengi dáðst að gæðum og hönnun 66°Norður varanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Tulipop-fatnaður kemur á markað á Íslandi og það var frábært að vinna vörulínuna með fólki sem eru sérfræðingar á því sviði og með mikinn metnað til að búa til skemmtilega og litríka línu sem sameinar það besta úr bæði Tulipop og 66°Norður. Vörulínan inniheldur vörur fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í unglinga. Ég held líka að húfurnar muni líka verða keyptar af fullorðnum, ég mun alla vegana tryggja mér eitt stykki,“ segir hún brosandi og bætir við:

„Það má segja að það hafi komið skemmtilega á óvart hversu mikill áhugi var meðal allra sem við höfum hitt í 66°Norður á verkefninu og gaman að sjá hversu mikil metnaður var til að gera vörulínuna sem flottasta. Við hjá Tulipop erum alsæl með útkomuna og allar vörurnar og hefðum gaman af því að gera enn fleiri vörur með 66°Norður í framtíðinni.“

Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

Það er mikið í gangi og margt fram undan hjá Tulipop að sögn Signýjar. „Við settum nýlega í loftið okkar fyrstu teiknimyndaseríu á nýrri Tulipop-rás á YouTube. Handrit þáttanna skrifar snillingurinn Tobi Wilson en hann skrifar líka fyrir The Amazing World of Gumball (Undraveröld Gúnda), sem sýnd er á Cartoon Network og er ein af mínum uppáhaldsteiknimyndaseríum. Serían hefur fengið mjög góðar viðtökur en einungis þremur mánuðum eftir að serían fór í loftið voru teiknimyndirnar komnar með yfir 1,3 milljónir áhorfa og vorum við að setja framleiðslu á nýrri seríu af stað sem mun fara í loftið í sumar. Við erum búin að vera að vinna í íslenskri talsetningu þátttanna með algjöru stjörnuteymi leikara og mun serían verða sýnd á RÚV á vormánuðum. Svo eru fjölmargar nýjar vörur á leiðinni og margt skemmtilegt á döfinni í versluninni okkar á Skólavörðustíg,“ segir hún.

mbl.is

7 ástæður fyrir hárlosi

06:00 Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

Í gær, 23:59 Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

Í gær, 21:00 Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

Í gær, 18:00 Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

Í gær, 15:00 Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

Í gær, 12:00 Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

Í gær, 09:00 „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

í gær Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

í fyrradag Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

í fyrradag Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

í fyrradag Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

í fyrradag Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »

Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

í fyrradag Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi. Meira »

Aldrei gleyma að þetta er ykkar dagur

í fyrradag Auður Ýr Guðjónsdóttir gekk að eiga Gunnar Stefánsson í ágúst 2016. Auður Ýr er 29 ára gömul þriggja barna móðir sem er uppalin í Kópavogi. Hjónin kynntust á stefnumóta-síðu sem tilheyrir Facebook. Meira »

Er meðvirkni aumingjaskapur?

16.6. „Meðvirkni verður til í uppvextinum, að langmestu leiti fyrir unglingsaldur. Hún þróast út frá þeim skilaboðum sem við fáum þegar við erum að mótast, skilaboðum sem koma í gegnum samskipti við þá aðila sem koma að miklu leiti að uppvexti okkar.“ Meira »

Hvernig á að halda gott HM-partí?

15.6. Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við. Meira »

Selma Björns gefur fólk saman

15.6. Söngkonan Selma Björnsdóttir öðlaðist nýverið réttindi frá Siðmennt til að stýra athöfnum. Hana langaði til að láta gott af sér leiða og finnst fallegt þegar fólk ákveður að ganga í hjónaband. Meira »

Hvaða litur er á stofunni?

15.6. Lesendur Smartlands eru duglegir að hafa samband og fá ráð. Á dögunum birtum við myndir af fallegri íbúð í Kópavogi og nú vilja lesendur vita hvaða litur er á veggjunum. Meira »

Mun Bill Murray giftast Eddu Björgvins?

15.6. Það elska allir stórstjörnuna Eddu Björgvins. Bill Murray þar með talinn. Þau áttu rómantíska stund í Hörpu í gær.  Meira »

Hvað þarftu að taka með til Rússlands?

15.6. Nú leggja margir land undir fót og ferðast til Rússlands til að styðja strákana okkar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Ferðin verður eflaust ógleymanleg í hugum margra og því mikilvægt að pakka rétt í töskuna. Smartland tók saman nokkra hluti sem mega ekki gleymast heima þegar lagt er af stað til Rússlands. Meira »

Innlit hjá Gisele Bundchen (myndskeið)

15.6. Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen á guðdómlegt heimili í Boston. Hér sýnir hún heimili sitt og játar ýmislegt eins og að myndataka á Íslandi hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Meira »
Meira píla