Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum.

Í samstarfinu við Tulipop má einnig finna regnkápur, léttar peysur og boli á yngstu kynslóðina. Persónur og ævintýraheimur Tulipop leika lykilhlutverk í línunni og eru litrík mynstur og teikningar af persónunum áberandi á flíkunum að sögn Signýjar Kolbeinsdóttur, yfirhönnuðar Tulipop og skapara Tulipop-heimsins.

„Innblástur minn fyrir Tulipop er líklega sá sami og innblástur annarra sem sinna skapandi starfi. Allt frá einstökum atburðum eða hlutum í umhverfi mínu yfir í lífsreynslu mína í sem breiðustum skilningi. Innblásturinn er eins og alltumlykjandi birta sólarinnar sem við fókuserum í brennipunkt með stækkunargleri sálarinnar. Boðskapurinn í Tulipop er sá sem áhorfandinn upplifir hverju sinni. Tulipop er síbreytileg og lifandi ævintýraeyja með engin bein tengsl við raunveruleikann þó að hún sé að miklu leyti innblásin af Íslandi,“ segir Signý.

„Hugmyndir mínar verða oftast til þegar ég sest niður við skrifborðið mitt með autt blað og blýant. Þegar karakterarnir komu hver á fætur öðrum uppgötvaði ég að þeir voru allir meira og minna einhvers konar afbökun og skrumskæling á mínum nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum sem kom mér skemmtilega á óvart,“ segir hún.

Í fyrsta skipti sem Tulipop-fatnaður kemur á markað á Íslandi

Tulipop hefur getið sér gott orð undanfarin ár fyrir ævintýraheiminn sem þau hafa skapað þar sem skrítnar og skemmtilegar furðuverur búa. Vörulína fyrirtækisins er sífellt að vaxa og nú í fyrsta skipti fær Tulipop-heimurinn að líta dagsins ljós á fatnaði í samstarfi við 66°Norður. Flíkurnar verða fáanlegar í takmörkuðu upplagi og fara í sölu í verslunum 66°Norður á HönnunarMars.

„Það var alveg frábært að vinna með teyminu hjá 66°Norður. Við í Tulipop erum öll 66°Norður aðdáendur og höfum lengi dáðst að gæðum og hönnun 66°Norður varanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Tulipop-fatnaður kemur á markað á Íslandi og það var frábært að vinna vörulínuna með fólki sem eru sérfræðingar á því sviði og með mikinn metnað til að búa til skemmtilega og litríka línu sem sameinar það besta úr bæði Tulipop og 66°Norður. Vörulínan inniheldur vörur fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í unglinga. Ég held líka að húfurnar muni líka verða keyptar af fullorðnum, ég mun alla vegana tryggja mér eitt stykki,“ segir hún brosandi og bætir við:

„Það má segja að það hafi komið skemmtilega á óvart hversu mikill áhugi var meðal allra sem við höfum hitt í 66°Norður á verkefninu og gaman að sjá hversu mikil metnaður var til að gera vörulínuna sem flottasta. Við hjá Tulipop erum alsæl með útkomuna og allar vörurnar og hefðum gaman af því að gera enn fleiri vörur með 66°Norður í framtíðinni.“

Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

Það er mikið í gangi og margt fram undan hjá Tulipop að sögn Signýjar. „Við settum nýlega í loftið okkar fyrstu teiknimyndaseríu á nýrri Tulipop-rás á YouTube. Handrit þáttanna skrifar snillingurinn Tobi Wilson en hann skrifar líka fyrir The Amazing World of Gumball (Undraveröld Gúnda), sem sýnd er á Cartoon Network og er ein af mínum uppáhaldsteiknimyndaseríum. Serían hefur fengið mjög góðar viðtökur en einungis þremur mánuðum eftir að serían fór í loftið voru teiknimyndirnar komnar með yfir 1,3 milljónir áhorfa og vorum við að setja framleiðslu á nýrri seríu af stað sem mun fara í loftið í sumar. Við erum búin að vera að vinna í íslenskri talsetningu þátttanna með algjöru stjörnuteymi leikara og mun serían verða sýnd á RÚV á vormánuðum. Svo eru fjölmargar nýjar vörur á leiðinni og margt skemmtilegt á döfinni í versluninni okkar á Skólavörðustíg,“ segir hún.

mbl.is

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

Í gær, 16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

Í gær, 13:30 Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í fyrradag Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

í fyrradag Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »