„Komdu út úr myrkrinu“

Orri Einarsson er einn af stjórnendum Áttunnar.
Orri Einarsson er einn af stjórnendum Áttunnar. Einkasafni.

Orri Einarsson einn stjórnenda Áttunnar segist ekki vilja vera leiðinlegi gaurinn en hann þurfi að fara á móti þeirri tískuvæðingu sem m.a. rappiðnaðurinn er að upphefja um þessar mundir þegar kemur að áfengi og fíkniefnum. Í viðtalinu lýsir hann eigin reynslu sem er raunveruleiki langt út fyrir það sem boðað er í rappiðnaðnum í dag. Hann gefur fólki með fíkn ráð sem og aðstandendum þeirra og býður fram hjálparhönd til þeirra sem eru tilbúnir að gefast upp fyrir fíkninni og fá betra líf.

Orri lýsir sjálfum sér sem venjulegum 24 ára stráki úr Grafarvogi sem lifir í dag innihaldsríku lífi hvort heldur sem er í starfi eða leik. Hann rekur Áttuna sem er afþreyingarmiðill ásamt vinum sínum Nökkva Fjalari Orrasyni, Agli Ploder Ottósyni og Arnari Þór Ólafssyni.  

Fíknin vann orustuna við velgengnina

Orri eftir fyrri meðferð sína á þeim tíma sem hann ...
Orri eftir fyrri meðferð sína á þeim tíma sem hann var að falla. Einkasafni.

„Við Nökkvi vorum saman í fótbolta þegar við vorum yngri og vorum mjög góðir vinir. En misstum tengslin og náðum svo aftur saman á seinni árum. Hann hefur alltaf haft mikla trú á mér og mínum hæfileikum svo það lá vel við að við færum að starfa saman,“ segir Orri og útskýrir ástæðuna fyrir því að hafa misst tengslin við þennan vin sinn og fleiri. „Ég var eins og svo margir strákar á mínum aldri að leita að leiðum til að lifa af í samfélaginu þar sem kröfur eru gerðar til okkar allra að við skörum framúr. Ég var hæfileikaríkur ungur strákur sem hafði allt með mér, hvort heldur sem var að vera góður í skóla eða íþróttum. En ég man daginn sem ég prófaði kannabis í fyrsta skiptið eins og hann hefði gerst í gær. Það var eins og himnarnir opnuðust og ég hefði fundið lausnina við öllum heimsins vandamálum. Það er erfitt að setja fingurinn á nákvæmlega hvað það var sem ég þurfti að flýja. En mér fannst kröfurnar sem lífið gerði til mín svo þrúgandi að þarna fann ég lausnina frá lífinu. Einskonar minn tíma til að tengja og hlaða mig. Þarna gat ég gleymt öllum áhyggjum og bara orðið frjáls.“

Orri segir að ekki hafi langur tími liðið þar til að hann var farinn að nota kannabis nánast daglega. „Þetta gerðist ekki strax, en eitt leiddi af öðru og áður en langt um leið var ég farinn að prófa fleiri efni, djamma meira og  áður en ég vissi af var ég hættur að hafa áhuga á nokkru öðru.“

Þess má geta að Orri skrifaðu undir samning við íþróttafélagið Fjölni einungis 16 ára þannig að eiturlyfin tóku yfirhöndina yfir sigrana á þessum tíma. „Þegar ég horfi til baka þá er ég á þeirri skoðun að kannabis neyslan mín hafi skemmt fyrir mér hvað mest. Ímynd kannabis í dag á meðal ungs fólks er þannig að efnið sé frekar skaðlaust. En ástæðan fyrir því að ég vil meina að kannabis hafi verið svona skaðlegt er sú að það skemmdi svo mikið af minni andlegu líðan. Það sem ég var að reyna að flýja með efninu, s.s. kvíði og þunglyndi margfaldaðist eftir því sem leið á neysluna.“

Róandi lyf í tísku

Orri segir að nokkrum árum seinna hafi hann síðan kynnst róandi lyfjum. „Ég varð seinna ástfanginn af þessum lyfjum sem eru svo mikið í tísku núna og fór að nota þau mjög mikið.“

Aðspurður um hvernig þessi efni komast í tísku segir hann að rapptónlistin í dag sé að mörgu leiti að tískuvæða neyslu á róandi lyfjum. „Þetta eru þessi Benzo-lyf, Xanax og fleira.“

Í þessu samhengi segir hann: „Ég vil alls ekki vera leiðinlegi gaurinn sem er að benda á skaðsemi rapptónlistar, því ég vinn með þessum iðnaði og margir af mínum kunningjum eru rapparar. En ég tel skyldu mína að benda á að það sem rappiðnaðurinn er að segja um þessi lyf er ekki raunveruleikinn. Ég hef lært það af eigin reynslu og ekki bara ég, því samfélagið hefur ekki orðið varhluta á fjölda þeirra einstaklinga sem hafa látið lífið í hverru viku vegna þessa á undanförnum mánuðum. Þess vegna langar mig að fara á móti iðnaðinum með þetta eina atriði og benda ungu fólki á sannleikann um það.“

Orri segir að allt frá því hann var 16 ára hafi hann vitað um sjúkdóminn alkahólisma og jafnvel gert sér grein fyrir því að hann var með hann. „Það eru margir í minni fjölskyldu sem eru alkahólistar og eru í bata. Þess vegna var nær umhverfið mitt mjög meðvitað um einkenni sjúkdómsins og úrbætur.“

En þekkingin ein dugði samt ekki til að mati Orra. „Á menntaskóla árum mínum þótti mér voðalega lítið spennandi við það að gefast upp fyrir þessu og verða edrú. Mér fannst lífið án efna ekki hafa upp á neitt að bjóða og ég var ekki tilbúinn að hætta strax.“

Foreldrar úr sitthvorri áttinni

Þegar kemur að foreldrum Orra segir hann að þau hafi komið úr sitthvorri áttinni. „Pabbi vissi nákvæmlega hvað var í gangi hjá mér, enda hafði hann tekist á við þetta sjálfur og vissi leiðina út úr þessu. Að sama skapi var hann alltaf mjög kærleiksríkur við mig og ekki með nein leiðindi við mig þó ég kæmi heim undir áhrifum. Hann vissi að ég þyrfti að vilja sjálfur hætta og sagðist ætla að vera til staðar þegar sá tími kæmi og þá sem sem hluti af lausninni. Mamma var aftur á móti meira meðvirk með mér svo ég bjó hjá henni á þessum tíma. Hún var eins og maður segir hálfblind á stöðuna á meðan pabbi vildi ekki styðja þennan lífstíl hjá mér. En í fyrsta skiptið sem mamma áttaði sig á hversu slæmt ástandið var hjá mér setti hún niður fótinn og sagði að ég þyrfti að finna mér nýtt heimili ef ég ætlaði að halda þessu áfram. Það var á þessum tíma sem ég fór í fyrra skiptið í meðferð á Vog. Svona til að hugsa málið og taka stöðuna. Á þessum tíma var ég búinn á því líkamlega, andlega og fjárhagslega. Eins fannst mér ég of góður til að fara á götuna eða að sofa á sófa hjá vinum mínum. Svo ég þurfti tíma til að hugsa.”

Orri lýsir því hvernig pabbi hans hafi farið með honum í viðtal hjá SÁÁ og hann hafi síðan farið á Vog. Orra tókst ekki að verða edrú eftir fyrri meðferð sína. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að hann fór aftur í meðferð þar sem hann fann batann sinn. Hann lýsir því þannig. „Seinni meðferðin mín á Vogi var frábær. Ég á þessum stað lífi mínu að launa. Það gerðist eitthvað magnað í þessari meðferð sem erfitt er að útskýra. En fúsleiki minn fyrir betra líf og fræðslan á staðnum kom mér á þá braut sem ég er á í dag.“

Vogur er fræðsla en ekki spítali

Orri leggur áherslu á þá staðreynd að Vogur snýst meira um fræðslu heldur en að vera spítali. „Þú vígbýrð þig gagnvart þessum sjúkdómi með upplýsingum.“

Hann segir að starfið sem unnið er af SÁÁ í dag sé einstakt. „Ég er nýkominn frá Bandaríkjunum sjálfur og fór á AA fund úti  og þeir ætluðu ekki að trúa því að þessi meðferð á Íslandi væri í boði fyrir þá sem þurfa endurgjaldslaust. Þetta var eitt af því magnaðasta sem þeir höfðu  heyrt.“

Á þeim stað sem þú varst áður en þú fórst í meðferð. Hefðir þú getað trúað því að lausnin væri í þessum anda? „Nei. Ég lifði algjörlega tilgangslausu lífi þrátt fyrir að vera búinn að átta mig á hvað vandamálið væri. Ég var búinn að sætta mig við að vera dópisti, að ég hefði verið settur á jörðina fyrir það hlutverk í lífinu.“

Hversu einfaldur eða flókinn er batinn að þínu mati? „Þetta er svo einfalt þegar maður er orðinn fús. Um leið og maður játar sig sigraðann, þá er þetta frekar bein og breið braut. En maður þarf að hafa þessa örvæntingu og að halda í hana á hverjum degi. Að muna hvaðan maður er að koma og hvað maður er búinn að fá í batanum.“

Hvaða hlutverk hefur æðri máttur í þessu ferli?

„Hluti af því að byrja batann og halda áfram í honum er að viðurkenna vanmátt sinn og finna æðri mátt. Þannig var það hjá mér og er ennþá í dag. Ég fer á hnén á hverjum degi, sýni auðmýkt og bið um að fá að verða betri maður í dag en ég var í gær. Fyrir suma er æðri máttur Guð, fyrir aðra er hann afl, prógrammið eða fólk. Það skiptir ekki öllu máli og á því ekki að vera hindrun fyrir neinn að öðlast bata. Við þurfum bara að reyna að hætta að stjórna sjálf og taka leiðbeiningu frá öðru fólki sem hefur tekist að snúa lífinu sínu frá örvæntingu upp í velgengni á ótúlegum tíma.“

 Með lífsvilja og tilhlökkun í dag

Orri segir alla geta snúið við blaðinu og fengið bata ...
Orri segir alla geta snúið við blaðinu og fengið bata sem verður meiri og betri en nokkur gæti vonað. Einkasafni.

Hvernig lýsir Orri batanum sínum? „Lífið hefur tekið algjöra u-beyju hjá mér. Hlutir sem voru mér ofviða í neyslu eru orðnir eðlilegir í dag. Sem dæmi get ég nefnt að ég hef sofið yfir mig í 24 ár. En í dag er það að vakna á réttum tíma á morgnana og það er einfalt. Ég er spenntur fyrir deginum og með þennan lífsvilja og tilhlökkun til að takast á við það sem dagurinn býður upp á. Ég lifi alveg rosalega einföldu og þægilegu lífi og það er ekkert að trufla mig sem ég get ekki leyst úr.“

Er Orri að finna fyrir einhverju sem fyllir lífið tilgangi svipað því sem hann var að leitast eftir í eiturlyfjum á sínum tíma?

„Já heldur betur. Sem dæmi þá fann ég fyrir sturlaðri vellíðan fyrsta daginn sem ég steig inn á Vog til að hjálpa öðrum í sömu stöðu og ég var í áður. Þessi víma er eitthvað sem ég hef aldrei fengið út úr fíkniefnum.  Með því að vera til staðar fyrir aðra sem eru búnir að missa lífsneistann og vonina og hjálpa.“

Skilaboð til þeirra sem eru í fíkn

Hvaða skilaboð er Orri með fyrir þá sem eru að misnota áfengi og fíkniefni og vita ekki hvað þeir eiga að gera? „Það sem ég mæli með er að þeir játi sig sigraða fyrir fíkniefnum. Ég veit að það eitt og sér er áskorun. Sérstaklega fyrir unga stráka í samfélaginu í dag. Því það fylgir því ákveðin skömm. En málið er að við þurfum svo mörg okkar að játa okkur sigraða. Hvort heldur sem er  fyrir mat, áfengi, fíkniefnum, eða hverskyns neyslu sem við stöndum ekki undir fjárhagslega og fleira í þeim dúr.

Þið eruð ekki ein og það sem mun koma ykkur á óvart líkt og kom mér á óvart er hvað það er mikið af fólki til sem er tilbúið að aðstoða. Fólk sem lifir raunverulega góðu lífi eftir að það tók þetta hugrakka skref að hætta að reyna sjálft og fá aðstoð frá öðrum. Það síðasta sem mér datt í hug þegar ég gafst upp var að ég gæti svona fljótt fari að lifa hamingjusamur og glaður í þessari veröld. Það eina sem ég þurfti að gera var að ákveða innra með mér að ég væri búinn að fá nóg af hinu og ég væri tilbúinn að setja allt upp á borið og byrja að vera heiðarlegur gagnvart mér sjálfum og öðrum.“

Skilaboð til þeirra sem eru aðstandendur

Hvaða ráð gefur Orri aðstandendum þeirra sem glíma við fíkn? „Til að geta orðið hluti af batanum þá er nauðsynlegt að skilja vandamálið og fá aðstoð við að leysa það. Að foreldrar taki sjálfir ábyrgð á eigin fíkn ef þeir eru með slíkt því batinn ykkar smitar yfir í börnin ykkar. Þið eruð ekki ein og með kærleik og skilning og skýrum mörkum þá verðið þið hluti af batanum. Í mínu tilfelli þá spilaði mamma einnig stórt hlutverk í batanum, því þegar hún var komin með nóg þá brast eitthvað inn í mér. Veit ekki hvort það tengist því að við strákar erum mömmu-strákar, en þegar ég vissi að hún var kominn með nóg þá vissi ég að ég þyrfti að taka má mínum málum.“

Ykkar raunverulega hlutverk í þessu lífi

Vil Orri segja eitthvað að lokum?

„Já í rauninni þá kem ég í þetta viðtal í auðmýkt til að ná til þeirra sem eru þarna úti og hafa misst vonina um gott líf. Þeirra sem eru í sömu stöðu og ég var í sem eru farin að trúa að það sé í þeirra hlutverk í lífinu að vera dópistarnir á þessari jörðu. Það er blekking og það er ekki raunveruleikinn. Ég er gott dæmi um það.

Sama hversu slæm staðan ykkar er í dag, þá er til lausn. Þið getið alltaf snúið við blaðinu og fengið bata sem verður meiri og betri en þið þorið að vona. Það er aðstoð að fá og þið eruð ekki ein. Þið eruð kannski ekki öll eins heppin og ég var að eiga fjölskyldur og heimili sem veita hjálparhönd. En ég er til staðar og fleira gott fólk sem kalla til ykkar um að koma og finna ykkar raunverulega hlutverk í þessu lífi.“

Að lokum lýsir Orri fundi sem hann fór á með pabba sínum í AA-samtökunum á dögunum.  „Þetta var fundur sem pabbi leiddi þar sem hann talaði um stærstu gjöfina sem hann hafði fengið í gegnum batann sin. Sem var að fá mig inn í þetta edrú líf svona fljótt.“

Orri bendir á að  hans heitasta ósk sé að viðtalið við hann verði þáttur í að afnema fordóma gagnvart sjúkdómnum. Enda muni hann ekki eftir að hafa valið sér þetta hlutskipti í lífinu. „Ég er þakklátur fyrir minn bata sem mig langar að skilgreini mig frekar en sú staðreynd að ég er með þennan sjúkdóm. Við sem samfélag getum skipt um skoðun og orðið öll hluti af bata þeirra sem eru ennþá þarna úti að leita sér að lausn.“

Þess má geta að Orri fór fyrst í meðferð í ágúst árið 2016 og síðan aftur í meðferð í mars árið 2017. Hann fagnar því eins árs edrú afmæli um þessar mundir. Viðtalið er staðfesting um þann batann sem hægt er að ná eftir baráttu við sjúkdóminn. Viðtalið er einnig hluti af veruleika raunverulegra karlmanna í þessu samfélagi. #karlmennskan

mbl.is

Farsælt fólk á þetta sameiginlegt

09:00 Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Að vakna snemma, lesa sér til gagns og sofa nóg er meðal þess sem farsælt fólk á sameiginlegt. Meira »

Morgunrútína Oliviu Wilde

06:00 Leikkonan Olivia Wilde var ekki mikil morgunmanneskja áður fyrr. Nú er hún tveggja barna móðir og vaknar ekki við vekjaraklukku. Meira »

Ráð frá sambandsgúrú Gwyneth Paltrow

Í gær, 22:00 Katherine Woodward Thomas er höfundur hugtaksins „conscious uncoupling“ en hugtakið vísar til aðferðar um hvernig eigi að skilja á farsælan hátt. Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru þekkt fyrir að hafa farið eftir ráðum hennar. Meira »

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

Í gær, 19:00 „Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref,“ segir Einar Áskelsson. Meira »

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla

í gær Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw. Meira »

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum

í gær Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum. Meira »

Annað barn á leiðinni

í gær Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

í gær „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Borgar sjálfri sér fyrir að æfa

í gær Máney Dögg Björgvinsdóttir kom sér upp sniðugu hvatakerfi þegar hún var að koma sér af stað í ræktinni eftir barnsburð. Fyrir hverja æfingu fær hún 500 krónur og verðlaunar sig eftir 25 æfingar. Meira »

Heldur sér í formi með ballett

í gær Leikkonan Kate Mara stundar ballett allt að fimm sinnum í viku. Oftar en ekki sést eiginmaður hennar með henni í tímum.   Meira »

Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

í fyrradag „Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama“ Meira »

Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

í fyrradag „Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“ Meira »

Sunneva hitti Jennifer Lopez

23.4. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni. Meira »

Svona færðu kúlurass

23.4. „Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þess að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana,“ segir Anna Eiríks. Meira »

„Við lifum á tímum flótta“

22.4. Stjórnleysi er algengt í samfélaginu í dag og ef við skoðum í kringum okkur mætti fullyrða að öll okkar hafi tilhneigingu til að gera of mikið af einhverju. Sumir vinna of mikið, aðrir borða yfir tilfinningar, sumir missa sig í búðum og aðrir í símanum sínum. Amber Valletta hefur stigið fram og viðurkennt sinn vanmátt. Meira »

Maðurinn minn er að setja okkur á hausinn

22.4. „Ég er í vanda stödd. Ég er í sambandi við mann sem ég elska mjög mikið en hann virðist vera alveg týndur. Það er aldrei neitt nógu gott fyrir hann og hann fær dellur sem mér finnst bara vera rugl. Þessar dellur hans eru líka yfirleitt ekki ókeypis og nú er svo komið að hann er að setja okkur á hausinn með enn einu ruglinu.“ Meira »

Jón Gnarr nánast óþekkjanlegur

23.4. Jón Gnarr er kominn með alveg nýtt útlit. Alskegg og ný gleraugu geta breytt heildarmyndinni svo um munar.   Meira »

Ekki reyna of mikið

23.4. Þegar kemur að hártískunni er sérstaklega ein lína sem vekur mikla aðdáðun okkar á Smartlandinu um þessar mundir. Það er hið fullkomna „effortless“ glansandi franska hár sem sést víða í tímaritum um þessar mundir. Meira »

Er þetta í alvörunni samþykkt?

22.4. Melissa McCarthy er uppáhald okkar allra. Hún er með eindæmum sterk. Segir að tilgangur hennar í lífinu sé að koma fólki til að hlæja, en ekki líta út eins og 18 ára vændiskona eða amma einhvers í brúðkaupi. Hún fagnar fjölbreytileikanum og eyðir ekki tíma í óhamingjusama fýlupúka. Meira »

Viltu klæða þig eins og ballerína?

22.4. Ef þú vilt klæða þig dagsdaglega í anda ballerínu þá eru atriði sem þú þarft að hafa í huga sem skipta máli.  Meira »