Missirinn blossaði upp

Emilíana er næsti viðmælandi í Trúnó en þátturinn er sýndur á fimmtudaginn kl. 20.20 í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Emilíana er óumdeilanlega ein af frægustu söngkonum Íslands. Hún er þekkt fyrir lagasmíðar sínar og texta sem segja frá persónulegri reynslu hennar. Í Trúnó segir hún okkur frá hvernig tónlistin hefur alltaf verið partur af lífi hennar og hvernig það skiptir hana máli að fylgja ástríðunni fyrir listinni fremur en frægðinni.

Emilíana Torrini, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius og Lay Low eru viðmælendur í Trúnó. Þær eiga það sameiginlegt að hafa farið í gegnum erfiða lífsreynslu sem þær deila með okkur og hvernig það hefur mótað listsköpun þeirra. Nánir samstarfsmenn og vinir koma fram í þáttunum og varpa ljósi á hliðar í þeirra fari sem ekki hafa verið dregnar fram áður.


Hugmynd og handrit af þáttunum á Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Leikstjóri og tökukona er Margrét Seema Takyar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál