Gjafir fyrir fermingarstúlkuna

Það er hægt að finna margt spennandi í verslunum borgarinnar …
Það er hægt að finna margt spennandi í verslunum borgarinnar fyrir fermingarstúlkuna. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. 

BeoPlay P2-hátalari, Bræðurnir Ormsson

Þessi hátalari fæst í Bræðrunum Ormsson og er sérstaklega hannaður til að framkalla frábæran hljóm á sama tíma og fermingarstúlkan getur tekið hann með sér hvert sem er. Kraftmikill og fallegur bluetooth-hátalari. Kostar 21.500 kr.

Frábær hátalari sem hægt er að færa á milli staða …
Frábær hátalari sem hægt er að færa á milli staða án fyrirhafnar. mbl.is

Leðurtaska, AndreA

Þessi litla taska er himnesk með ljósu dressi í sumar fyrir fermingarstúlkuna. Með töskunni fylgir lítið leðurband. Hún kostar 22.500 kr. og er til í gráu og rauðu leðri.

Rauð leðurtakaska frá AndreA.
Rauð leðurtakaska frá AndreA. mbl.is

Glerkúpull, My Concept Store

Fermingarstúlkurnar eru snillingar að búa til skrautlegar uppsetningar með frönsku glerkúplunum sem fást hér á landi. Verð frá

4.900-15.900 kr.

Glerkúpull frá My Concept Store.
Glerkúpull frá My Concept Store. mbl.is

Crosley-grammófónn, My Concept Store

Fermingarbörnin elska að spila plötur upp á gamla mátann. Mikið úrval er til af grammófónum í versluninni. Verð frá 29.900-49.900 kr.

Grammafónspilarar eru vinsælir um þessar mundir. My Concept Store.
Grammafónspilarar eru vinsælir um þessar mundir. My Concept Store. mbl.is

Stine Goya Nat Kimono, Geysir

Fermingarstúlkur hafa gaman af hönnunarvörum og nú er í tísku að klæðast kímónóum. Verð 59. 800 kr.

Kimono úr Geysi.
Kimono úr Geysi. mbl.is

Stine Goya Gemini Shirt, Geysir

Þessi guðdómlega skyrta minnir á stjörnurnar, líkt og fermingarstúlkan að vori í blóma lífsins.

Hún kostar 34.800 kr.

Himnesk skirta úr Geysir.
Himnesk skirta úr Geysir. mbl.is

Gullin ritföng og pennar frá Studio, Geysir Heima

Í dag þykir fallegt að handskrifa bréf og orðsendingar til fólks. Einnig er unga fólkið okkar mikið að halda dagbækur. Til að vel á að vera þarf að hafa gullin ritföng. Kosta frá 9.800-26.800 kr.

Gullin ritföng úr Geysir Heima.
Gullin ritföng úr Geysir Heima. mbl.is

Hárblásari frá, HH Simonsen

Það er nauðsynlegt að eiga almennilegan hárblásara. Hárblásararnir frá HH Simonsen eru ætlaðir fagfólki og því öflugir og svo endast þeir mjög lengi. Þeir fást til dæmis á Beautybar í Kringlunni.

Flottur hárblásari fyrir fermingarstúlkuna.
Flottur hárblásari fyrir fermingarstúlkuna. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál