13 ára Svala fermdist með frænda sínum

Svala Björgvinsdóttir á fermingardaginn sinn.
Svala Björgvinsdóttir á fermingardaginn sinn.

Svala Björgvinsdóttir hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hún söng á tvennum tónleikum á Sónar festival í Hörpunni á dögunum en gefur sér tíma til að setjast niður og spjalla um ferminguna. 

„Fyrst söng ég með hljómsveitinni minni Blissful og svo var ég leynigestur með annarri hljómsveit á laugardeginum á Sónar, þar sem við erum að fara að gefa út lag saman og munum frumfluttum það á hátíðinni. Svo er ég að vinna mikið að nýrri tónlist með frábæru tónlistarfólki. Fullt af spennandi verkefnum á þessu ári hjá mér,“ segir Svala, spurð um verkefnin þessa dagana.

Er Svala trúuð?

„Ég myndi segja að ég sé afar andleg. Ég trúi á einhvern æðri mátt og alls kyns orku og bara á fólk almennt og það góða í heiminum. Ég veit að það er svo margt illt til líka og þess vegna er mikilvægt að setja mikla trú á það góða og lifa ávallt í ljósinu. Láta jákvæðni og kærleika leiða mann áfram í lífinu.“

Svala fermdist sjálf í Landakotskirkju. „Móðir mín og öll hennar fjölskylda er kaþólsk og ég var alin upp í kaþólskri trú þangað til ég fékk að ráða sjálf. Ég fermdist með frænda mínum, honum Björgvin Franz Gíslasyni, mamma og Edda Björgvins eru systradætur og ég og Bjöggi erum svolítið eins og systkini og erum jafngömul,“ segir hún. „Fermingarveislan okkar var haldin saman og við fengum bara trúarlegar gjafir eins og Passíusálmana, talnabönd og krossa og þannig. Ég myndi aldrei kalla mig kaþólska þó svo mér finnist margt fallegt í þeirri trú og ég ber virðingu fyrir þeim sem eru þeirrar trúar. Það er bara svo margt sem ég er ósammála í kaþólskri trú. Ég trúi bara á svo margt og mikið og gæti aldrei stimplað mig við eina sérstaka trú.“

Hvaða ráð gefur þú fermingarbörnum fyrir lífið?

„Alltaf að fylgja hjartanu og láta drauma sína rætast. Láta ljósið og kærleikann leiða sig áfram í lífinu. Lífið er svo magnað og stórkostlegt og stundum skrýtið og stundum erfitt. En maður er svo heppinn að fá þetta líf og þess vegna er mikilvægt að nýta það vel og gera góða hluti í lífinu.“

Að mati Svölu er tilgangur lífsins öll þessi dýrmætu augnablik sem maður á með fjölskyldu og vinum. „Minningarnar eru það sem situr eftir.“

Að lokum segir Svala: „Verið góð við hvert annað og elskið hvert annað.“

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál