Allt leyfilegt í fermingum

Hildur ásamt fermingardrengnum Nóa.
Hildur ásamt fermingardrengnum Nóa. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson.

Hildur Sigurðardóttir er grafískur hönnuður að mennt og lærði iðn sína í Danmörku. Hún fór strax eftir útskrift að starfa hjá auglýsingastofu árið 2003 en stofnaði síðar Reykjavík Letterpress árið 2010 ásamt Ólöfu Birnu Garðarsdóttur, sem er einnig grafískur hönnuður að mennt. Nói sonur Hildar fermist á þessu ári. 

Hildur segir að undirbúningurinn gangi ágætlega þó að hann fari frekar hægt af stað. „Ég reyni að stressa mig ekki. Þetta verður bara svakalega gaman og við hlökkum til, öll fjölskyldan. Við eigum nú fermingarbarn í fyrsta skiptið en ég held að ég hafi grætt aðeins á því að hlusta á undirbúning annarra fyrir fermingarveisluna síðustu árin í gegnum starfið mitt. Þá hef ég svona aðeins betri hugmynd um hvernig þetta gengur fyrir sig og hverju þarf að huga að.“

Prentverkið tilbúið

„Við erum að sjálfsögðu búin að senda út boðskort, hönnuð og prentuð hjá okkur. Svo verðum við með merktar servíettur og litla fána til að skreyta matinn. Jú, og auðvitað gestabók.“

Hvernig verður fermingin?

„Fermingin verður frekar hefðbundin, held ég. Við verðum í sal sem er gamalt einbýlishús, svo þetta verður svona hálfstandandi og hálfsitjandi, s.s. ekki raðað niður í sæti. Þá held ég að pinnamatur og litlir bitar henti svoleiðis veislum best.“

Margt að gerast hjá fermingardrengnum

Hún segir son sinn Nóa vera spenntan fyrir fermingunni, en hann mun eiga afmæli tæpri viku fyrir fermingardaginn sinn, svo það er margt skemmtilegt í gangi hjá honum á næstunni.

Hildur er sérfræðingur í letterpress-prentun, en hún er sjálf með mikla ástríðu fyrir fallegum prentgripum og þessu gamla handverki eins og hún nefnir það sjálf.

Ferming í strætó

Að sögn Hildar eru fermingar og umgjörðin í kringum þær að breytast svolítið í takt við tímann. „Það er mjög gaman að sjá hvað krakkarnir eru oft sjálfir með sterkar skoðanir á hvernig þau vilja hafa hlutina. Þau taka mjög virkan þátt í undirbúningi og þetta snýst oft um hvað þeim finnst. Svo er einmitt svo skemmtilegt að það er ekkert eitt rétt í þessu heldur gerir fólk þetta algjörlega eftir sínu höfði. Við heyrum alls konar plön um veislurnar og þær eru eins ólíkar og fólk er margt, varðandi umfang, fjölda gesta, veitingar og slíkt. Sumir halda í hefðina og bjóða upp á kransaköku heima á meðan aðrir halda veisluna í spilasal eða tveggja hæða strætó á ferð! Greinilega allt leyfilegt.“

Var gefin kransakaka

Hildur fermdist sjálf í Háteigskirkju árið 1991. „Veislan var haldin heima og frændi minn, sem þá var nýlærður bakari gaf mér kransaköku sem hann bakaði handa mér.“

Hvaða valmöguleika höfum við þegar kemur að boðskortum, servíettum og fleira tengt fermingu?

„Við erum með 10 fyrirfram hannaðar útlitsleiðir og svipað marga liti sem hægt er að velja úr. En í raun er hægt að gera næstum hvað sem er, við sérhönnum fyrir fólk líka.“

Boðskortið hans Nóa er tilbúið.
Boðskortið hans Nóa er tilbúið. mbl.is
Hjá Reykjavik Letterpress er hægt að láta gera ýmislegt fyrir …
Hjá Reykjavik Letterpress er hægt að láta gera ýmislegt fyrir gestina. Ljósmynd/Reykjavik Letterpress.
Að prenta matseðilinn fyrir veisluna er skemmtilegt. Nafnspjöld, matseðill og …
Að prenta matseðilinn fyrir veisluna er skemmtilegt. Nafnspjöld, matseðill og blóm kemur einstaklega vel út hér. Prentað hjá Reykjavik Letterpress. Ljósmynd/Reykjavik Letterpress.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál