Langar í eitt og annað í fermingargjöf

Nína Halldórsdóttir fermist á þessu ári og hlakkar mikið til …
Nína Halldórsdóttir fermist á þessu ári og hlakkar mikið til þess. mbl.is

Fermingarstúlkan Nína Halldórsdóttir hlakkar til fermingarinnar. Hún hefur áhuga á nýsköpun og þróun og leggur mikið upp úr heilbrigði og samveru með fjölskyldu og vinum. 

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Fjölskyldan mín skiptir mig mestu máli og að vera hraust, heilbrigð og auðvitað að eiga góðar vinkonur. Svo finnst mér líka skipta máli að ganga vel í skólanum til að komast í góðan menntaskóla þegar þar að kemur.“

Hvað er á óskalistanum í fermingargjöf?

„Ég er að safna peningum sem væri gaman að nota t.d. í ferð til útlanda eða nýjan síma eða tölvu sem kæmi sér vel fyrir skólann.“

Hvað þurfa öll fermingarbörn að eiga?

„Þau ættu öll að eiga góða vini og einhvern sem þykir vænt um þau. Svo er auðvitað þægilegt að eiga síma til að vera í sambandi við vini sína og gott hjól er líka fínt til að hreyfa sig meira og komast á milli staða.“

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?

„Ég er ekki búin að ákveða það, ég hef áhuga á að skoða margt og hönnun er t.d. eitt af því. Ég hef líka mjög gaman af stærðfræði í skólanum og gæti hugsað mér að nýta hana í framtíðinni. Ég valdi nýsköpun og vöruþróun í vali á næsta ári og kannski fæ ég þar einhverja góða hugmynd að starfi þegar ég verð eldri.“

Eitthvað að lokum?

„Ég hlakka til að fermast og halda upp á daginn með vinum og ættingjum – það verður örugglega frábært!“

Nína setur fjölskyldu, vini og skóla í öndvegi.
Nína setur fjölskyldu, vini og skóla í öndvegi. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál