Eignaðist fjórða barnið 45 ára

Þórunn Högnadóttir prýðir forsíðu MAN.
Þórunn Högnadóttir prýðir forsíðu MAN.

Hinn annálaði fagurkeri Þórunn Högnadóttir prýðir apríl forsíðu MAN en hún fékk á miðjum aldri í hendur óvænt verkefni: Hún varð móðir í fjórða sinn 45 ára gömul. Ári síðar eignaðist hún svo sitt fyrsta barnabarn en á forsíðunni er Þórunn með börnin tvö, örverpið Leuh Mist og fyrsta barnabarnið Vigni Hrafn.

Þórunn segir frá því í viðtalinu hvernig hún hafi fundið til breytinga og vanlíðanar sem hún gat ekki tengt við neitt nema helst að hún hafi tekið of vel á því í ræktinni en á því tímabili mætti hún sex sinnum í viku. Eftir að hafa grennst mikið og fólk hafði minnst á það við hana að hún liti ekki nægilega vel út ákvað hún að prófa að taka óléttupróf. Niðurstaðan var neikvæð, henni létti en þegar líðanin lagaðist ekki bókaði hún tíma hjá lækni en ákvað að prófa hina prufuna sem fylgt hafði pakkanum.

„Ég setti prufuna svo til hliðar og fór að gera eitthvað annað en þegar ég leit á hana aftur fékk ég áfall: Það voru tvö skýr strik sem þýðir að þú sért barnshafandi. Ég hugsaði með mér: „Guð minn góður!“ Og byrjaði nánast að ofanda, ég panikkaði, mér fannst þetta svo óraunverulegt. Ég varð ein taugahrúga.“

Þórunn opnaði svalahurðina og stóð í dyrunum í köldum janúarvindinum þegar hún hringdi í eiginmanninn og tilkynnti: „Heyrðu! Þú ert bara að verða pabbi aftur!“ Það stóð ekki á svari hans: „Í alvöru!? En dásamlegt!“ Og ég man ég spurði á móti: „Í alvöru? Er það?“ segir Þórunn og hlær að upprifjuninni. „Hann tók þessu frábærlega á meðan ég var ekki fullkomlega viss um hvernig ég ætti að taka þessu. Ég var smá tíma að sætta mig við stöðuna þó aldrei hafi neitt annað komið til greina en að eignast barnið. Auðvitað hugsaði ég að ég væri þetta gömul en hughreysti mig með því að fullt af konum hefðu gert þetta og því hlyti ég að geta þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál