Fermingargjafir sem drífa lengra

Sigurður Helgason, eigandi og stofnandi DJI Reykjavik, segir margt áhugavert til fyrir fermingarbarnið sem hefur áhuga á ljósmyndum og nýjustu tækni tengdri því. Hann valdi nokkra hluti sem eru hvað vinsælastir um þessar mundir í versluninni hans. 

Verslunin DJI selur allt milli himins og jarðar þegar drónar og tækniljósmyndun eru annars vegar.

Osmo Mobile 19.990 kr.

Osmo Mobile hittir í mark hjá flestum sem hafa áhuga á að taka myndbönd á símann sinn. Þetta tæki jafnar út allan hristing þannig að hægt er að labba eða jafnvel hlaupa meðan á upptöku stendur án þess að hristingur sjáist í upptökunni. Því verður öll áferð mun fagmannlegri. Þetta tæki getur líka tekið „time lapse video“ þannig að á meðan á upptöku stendur er hægt að láta „osmo-pana“ frá vinstri til hægri á löngum tíma.

mbl.is

Spark-dróni, 64.990 kr.

Spark-dróninn er einn ódýrasti dróninn á markaðnum, en þrátt fyrir að vera ódýr er hann mjög vel tæknilega búinn. Hann skynjar handabendingar notenda til að færa sig til og breyta um sjónarhorn, koma nær eða fara fjær.

Hann getur elt viðfangsefni og alfarið séð um myndatökuna. Hann tekur upp í 1080 upplausn og dregur allt að 500 metra. Tekur 12 mp ljósmyndir. Hann er lítill og nettur og kemst auðveldlega meö öðru dóti í tösku eða bakpoka. Árekstrarskynjarar eru að framan.

mbl.is

Mavic Air-dróni, 109.990 kr.

Mavic Air er frábær dróni fyrir byrjendur sem og lengra komna. Líklega einn tæknivæddasti dróninn sem hægt er að kaupa í dag.

Hann er öruggur því hann hefur árekstrarskynjara bæði að framan, að aftan og undir. Hann getur lesið handabendingar frá stjórnanda úr meiri fjarlægð en Spark-dróninn og skilur fleiri bendingar eins og að lenda og taka á loft. Hann getur tekið háupplausnar-panoramamyndir og límt og klárað að vinna myndirnar sjálfur, en kúlulaga panoramamyndir eru samsettar úr 24 myndum. Hann hefur mjög marga sjálfvirka eiginleika fyrir upptökur og eltir til að mynda með meiri nákvæmni en aðrir drónar. Upptakan er í 4K upplausn og ljósmyndatakan í 12 mp (Raw og JPG). Hann tekur 120 ramma á sek. í 1080-upplausn sem er frábært ef þörf er á hægupptöku (e. slow motion) Drægnin er allt að 2 km.

mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál