„Ellý passar vel inn í líf mitt“

Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson.
Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson.

Hlynur Jakobsson tónlistarmaður og einn af eigendum Hornsins bauð Ellý Ármannsdóttur í köku með miklum rjóma eftir lokun á Horninu og síðan hafa þau verið par. Sambandið hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum. Hlynur segir að mamma hans og systir eigi mikinn hlut í sambandinu. 

„Mamma og systir mín hittu Ellý á röltinu niður í bæ og voru á því að við yrðum að hittast og ég hringdi í hana. Ég hitti hana svo nokkrum dögum siðar og bauð henni í köku með miklum rjóma á Hornið eftir lokun. Við kvöddumst eftir 20 mínútna spjall og ég hélt heim á leið og hún líka. 10 mínútum seinna var hún komin heim til mín og hefur ekki farið síðan,“ segir Hlynur. 

Hann segir að líf sitt hafi tekið U-beygju eftir að Ellý kom inn í líf hans enda er hún drífandi og duglegri en flestir. 

„Lífið er gott núna og það er svo gott að elska hana og finna hvað ein manneskja getur gert mikið fyrir mann. Það er magnað. Hún Ellý passar inn í líf mitt og er allt sem ég var búinn að biðja það æðra um. Ég vissi að ég myndi hitta hana og beið bara rólegur sem var þess virði,“ segir hann. 

Hlynur Jakobsson.
Hlynur Jakobsson.

Í gær gaf Hlynur út nýja plötu á Spotify og þegar ég spyr hann út í tónlistina segir hann að hún sé í stöðugri þróun. 

„Tónlistin sem ég geri er búin að þróast í langan tíma og er ég kominn á þann stað sem ég líður best í. Þetta er taktföst sveimandi tónlist ef svo má að orði komast. Ég nota tölvuna sem upptökutæki og nota eingöngu analog hljóðfæri eins og þetta byrjaði allt saman í Elektroniskri tónlist,“ segir Hlynur.

Hlynur segir að tónlistin hafi alltaf verið stór hluti af lífi hans. 

„Tónlistin hefur alltaf verið hjá mér frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði að spila á trommur, fór svo út til Los Angeles í tónlistarnám, kom svo heim og byrjaði að taka upp og útsetja lög fyrir aðra sem og semja sjálfur mína eigin tónlist,“ segir hann en Hlynur byrjaði að vinna fyrir sér sem plötusnúður þegar hann var 13 ára eða þegar hann vann fyrstu plötusnúðakeppni Íslands. 

„Ég hef verið að DJ-a á vinsælustu skemmtistöðum landsins í um 35 ár og er í dag mikið að spila í brúðkaupum, árshátíðum, afmæli og svo framvegis. Hornið er svo partur af fjölskyldunni og vinn ég þar með fjölskyldunni og verð þar ef þú þarft að ná í mig eftir 20 ár,“ segir hann.

Hvað drífur þig áfram?

„Tónlist það er ekkert skemmtilegra og meira fullnægjandi en að búa til flott lag og texta sem skiptir mig máli,“ segir Hlynur en hann hefur gefið út fimm plötur sem eru á Spotify.

„Þegar ég byrja að skapa þá annað hvort kemur eitthvað eða ekkert en þegar eitthvað gerist þá er ekki aftur snúið ég klára lagið það kvöldið og gæti svo sem alveg gefið það út daginn eftir. Mér finnst ófullkomnun sjarmerandi og vill ekki liggja of lengi yfir hlutunum til að fullkomna þá. Þetta tók mig langan tíma að læra en hefur veitt mér mikið frelsi og auðveldar allt í minni sköpun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál