Áfall að missa frumburðinn

Kolbrún Benediktsdóttir.
Kolbrún Benediktsdóttir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari prýðir forsíðu maí tölublaðs MAN. Mikið hefur mætt á Kolbrúnu undanfarin ár í starfi hennar en hún hefur jafnframt fengið sinn skerf af áskorunum í einkalífinu og segir frá hvoru tveggja í viðtalinu. Hún er gift Hauki Agnarssyni en þau hjón misstu sitt fyrsta barn, annað barnið fæddist með hjartagalla sem þurfti að meðhöndla strax og þriðja barnið, sonurinn Vilhjálmur glímir við heilalömun eða CP sem veldur hreyfihömlun.

Vilhjálmur greindist í kringum eins árs afmælið en nokkrum mánuðum áður voru foreldrarnir farnir að hafa áhyggjur af hreyfiþroskanum.

„Hann fór í reglubundna skoðun sex mánaða og var ekki farinn að velta sér og þau lýstu yfir áhyggjum af því. Hann var linur, spyrnti ekki í og var ekki nálægt því að geta setið,“ lýsir Kolbrún og segir frá greiningarferlinu.

„CP er skemmd í heila sem verður á meðgöngu, í fæðingu eða ef barnið verður fyrir höfuðhöggi á fyrstu mánuðum lífs síns og það fer eftir því hvar hún er og hversu stór hvaða áhrif hún hefur. Hjá honum hefur þetta gerst á meðgöngu og líklega er það einhver blóðflæðistruflun, fylgjuvandamál sem var líka hjá Rósu,“ fyrsta barni þeirra hjóna sem lifði aðeins í 12 klukkustundir eftir fæðingu.

„Í kringum greininguna fóru að bætast við spastísk einkenni. Hann gengur í göngugrind og fer lengri leiðir í hjólastól. Það gengur vel hjá honum og hann er flottur strákur sem greindist einnig með Asperger þegar hann var að hefja skólagöngu. Það var gott að fá þá greiningu sem skýrði margt. Það er auðvitað ákveðið sorgarferli að átta sig á að barnið manns sé fatlað. Hann er auðvitað bara eins og hann er og við fókuserum ekki á hann sem fatlaðan einstakling. Við sem foreldrar viljum þó auðvitað að börnunum okkar gangi sem best í lífinu og þurfi helst ekki að rekast á neina erfiðleika. Það er ýmislegt sem hann getur ekki gert en við þurfum líka að komast yfir þær hugsanir. Hann  þekkir aðeins þennan veruleika og það er mitt hlutverk að hann upplifi að geta það sem hann ætlar sér.“

Kolbrún Benediktsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Kolbrún Benediktsdóttir prýðir forsíðu MAN.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál