Vissir þú þetta um klámheiminn?

Hvað er það sem flestir virðast gera en enginn vill …
Hvað er það sem flestir virðast gera en enginn vill viðurkenna? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Klám er án efa eitt af þeim orðum sem oftast er hvíslað í heiminum. Áætlað virði greinarinnar árið 2017 var í kringum 97 milljarða dollara. Fyrir þá upphæð væri hægt að fæða meira en helming heimsbyggðarinnar í einn dag. Á hverju ári eru gefnar út í kringum 600 kvikmyndir í kvikmyndaiðnaðinum og hefur hann í kringum 10 milljarða í tekjur árlega. Klámiðnaðurinn gefur út í kringum 13.000 kvikmyndir árlega og er hagnaður hans í kringum 15 milljarðar bandaríkjadala. Til að sjá fyrir sér stærð klámiðnaðarins í dag er gott að plúsa saman veltutölum hafnabolta, NFL og NBA. Þá færðu um það bil umfang iðaðarins í heild sinni.

Þegar Pandórubox klámiðnaðarins er opnað koma upp á yfirborðið kenningar fólks um ástæður vinsælda hans. Sumir segja að hann sé góð dægrastytting, aðrir tala um flótta frá áhyggjum eða fix. Undirliggjandi ástæða að mati margra aðila sem vinna með fíknivandamál er hins vegar sú að vísbendingar eru upp um að klám sé svipað ávanabindandi og kókaín. 

Hvað er það sem flestir virðast gera en enginn vill …
Hvað er það sem flestir virðast gera en enginn vill viðurkenna? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Sama hvaða kenningu þú aðhyllist um klám eða hvort þú neytir þess eða ekki, sýna rannsóknir að klámsíður fá fleiri heimsóknir mánaðarlega en Amazon, Netflix og Twitter samanlagt. Þetta er öðruvísi iðnaður. Í hvaða iðnaði öðrum en klámi væru vinsælustu leitarorðin „stjúpmæður“, „mæður“ og „stjúpsystur“ (Pornhub, 2017)?

Við skulum skoða aðeins betur ofan í boxið.

Covenant Eyes hefur komist að því að:

  • Árið 2015 var leitað að klámi á netinu í 2 milljónir skipta. 
  • 20% af leit í gegnum síma í heiminum eru leit að klámi.
  • 90% af drengjum og 60% af stúlkum sjá klám fyrir 18 ára aldur.
  • Í 56% af skilnuðum er annar aðilinn (nánast alltaf karlinn) með klámfíkn.
  • Framhjáhald er tvisvar sinnum algengara hjá þeim sem horfa á klám reglulega.
Talað er um stjórnleysi þegar manneskja eyðir meiri tíma í …
Talað er um stjórnleysi þegar manneskja eyðir meiri tíma í eitthvað en hún er fús til að viðurkenna fyrir sér sjálfri og öðrum. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

InternetSafey101/Enough is Enough hefur komist að því að:

  • Klámsíður fá fleiri heimsóknir mánaðarlega en Amazon, Netflix og Twitter samanlagt.
  • 30% af efni á netinu eru klám.
  • 88% af klámefni á netinu fela í sér ofbeldi gegn konum.
  • Frá árunum 2005 til 2013 þrefaldaðist leitin að unglingaklámi. Leitir urðu samtals 500.000 á dag.
  • Þeir sem horfa á klám eru sex sinnum líklegri til að fremja kynferðisofbeldi en þeir sem ekki gera það.
Klám getur haft neikvæð áhrif á sambönd.
Klám getur haft neikvæð áhrif á sambönd. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú hefur áhuga á að mæla hlutina í gegnum USB-lykla, þá var það klám sem horft var á í gegnum netið árið 2016 efni sem myndi fylla 194.000.000 USB-lykla. Ef þú raðar þessum lyklum saman næðu þeir í kringum tunglið. 

Árið 2017 fékk vefsíðan Pornhub 28,5 milljarða heimsókna. Það eru 1.000 heimsóknir á sekúndu, eða 78,1 milljón heimsókna á dag. Þetta eru fleiri heimsóknir en fjöldi þeirra sem búa í Bretlandi. 

Árið 2016 var horft á  91.980.225.000 myndbönd á Pornhub. Það eru 12,5 myndbönd á hverja manneskju á jörðinni.

Horft er á meira en 4.599.000.000 klukkustundir á Pornhub á ári. Þessi klukkustundafjöldi samsvarar 5.246 öldum í stundum talið.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2006 í Noregi höfðu 82% af 18-49 ára skoðað klámtímarit, 84% horft á klámmyndir. Síðan þá hefur efnið færst í auknum mæli á netið.

Á þeim tíma sem þessi rannsókn var gerð voru notendur kláms á netinu 68% karlar og 13,6% konur. Síðan þá hefur prósentan breyst þar sem konur eru að færast nær körlum í áhorfi á efninu.

Hér eru nýrri niðurstöður:

  • 79% bandarískra karla horfa á klám á netinu í það minnsta einu sinni í mánuði. Samkæmt Compiled by Covenant Eyes. 76% af konum á aldrinum 18-30 ára horfa á klám í það minnsta einu sinni í mánuði.

Rannsóknir á þessu sviði gefa vísbendingar um að meðalaldur barna þegar þau fyrst komast í kynni við klám er 11 ára. Öryggisfyrirtækið McAfee gerði rannsókn og komst að því að líkurnar eru 1 á móti 14 á því að börnin okkar fái upp klám óvart þegar þau eru að leita á netinu þar sem klámsíðurnar eru duglegar að kaupa heimasíður.

Þegar börn leita á netinu eru miklar líkur á að …
Þegar börn leita á netinu eru miklar líkur á að þau lendi á klámsíðum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að útiloka slíkt. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál