Íslendingar í góðum gír með Mikkelsen

Margrét Einarsdóttir, Mads Mikkelsen, Lilja Ósk Snorradóttir og Ragna Fossberg.
Margrét Einarsdóttir, Mads Mikkelsen, Lilja Ósk Snorradóttir og Ragna Fossberg.

Kvikmyndin Arctic var frumsýnd í Cannes en íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus var meðframleiðandi myndarinnar. Tökurnar fóru fram á Íslandi fyrir um ári síðan en stór hópur Íslendinga vann að myndinni ef leikstjórinn er frátalinn og einhverjir nokkrir í viðbót. 

Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus sagði í samtali við Smartland að frumsýningin á myndinni hefði gengið vonum framar. 

„Myndinni var boðið til Cannes og var þetta frumsýningin á myndinni og því fór hluti af íslenska crew-inu út,“ segir Lilja.

Þegar hún er spurð út í hópmyndina kemur í ljós að hún var tekin á frumsýningunni í gær. 

„Myndin er tekin í boðinu á undan frumsýningunni en það var haldið boð fyrir aðstandendur myndarinnar og blaðamenn. Ég man ekki hvað við vorum að gera akkúrat þegar myndin var tekin. Örugglega að segja einhvern klikkaðan branda,“ segir hún og hlær.

Á myndinni eru líka Margrét Einarsdóttir en hún sá um búningahönnun í myndinni og Ragna Fossberg sem sá um hönnun á hár og förðun.

Snorri Þórisson, Lilja Ósk Snorradóttir og Einar Sveinn Þórðarson.
Snorri Þórisson, Lilja Ósk Snorradóttir og Einar Sveinn Þórðarson.

Lilja var glæsileg þetta kvöld en hún klæddist kjól frá Íslenska merkinu Another Creation.

„Hann vakti mikla athygli í boðinu og mikið spurt um hann,“ segir Lilja þegar hún er spurð út í kjólinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál