„Ég er alveg með léttan hnút í maganum“

Ari Freyr Skúlason og Erna Kristín Ottósdóttir. Myndin var tekin …
Ari Freyr Skúlason og Erna Kristín Ottósdóttir. Myndin var tekin á brúðkaupsdaginn þeirra. Ljósmynd/Helena

Erna Kristín Ottósdóttir einkaþjálfari og sálfræðinemi er orðin spennt fyrir HM í fótbolta í Rússlandi. Eiginmaður hennar er landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason og eiga þau þrjú börn; Henry Leo 6ára,  Gabriel Eli 4ára og Camillu Ósk 2ára. 

„Keppnin leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt fyrir keppninni og öllu í kringum hana,“ segir hún. 

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga? 

„Ég hef fulla trú á þeim! Þeir eru svo margoft búnir að sýna hversu vel þeir geta staðið sig og hversu mikið góð liðsheild hefur að segja!“

Ferðu með til Rússlands? 

„Ég fer út til að sjá fyrsta leikinn á móti Argentínu. Þangað fer ég með konum og kærustum annarra leikmanna. Ég og Sibba hans Óla Skúla ætlum að vera saman í herbergi. Ég ætla að taka með mér Fan ID, vegabréfið, góða skapið og að sjálfsögðu heppni fyrir strákana. Restina af leikjunum ætla ég að horfa á heima í Belgíu með krakkasirkusnum mínum! Svo ef strákarnir komast uppúr riðlakeppninni er aldrei að vita nema manni gæti dottið í hug að skreppa út aftur,“ segir hún. 

Erna Kristín Ottósdóttir með börnunum þeirra Ara Freys.
Erna Kristín Ottósdóttir með börnunum þeirra Ara Freys.

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulífið? 

„HM hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á fjölskyldulífið. Þar sem Ari er í burtu í að minnsta kosti 4 vikur, og við erum búsett í Belgíu með engar ömmur eða afa á kantinum. Þar af leiðandi fellur öll ábyrgð og allt annað á mig meðan hann er í burtu. Hann mun því missa af öllum rifrildum og slagsmálum á milli barnanna og auðvitað góðu stundunum með þeim. Ég reyni að gera þennan tíma sem allra bestan fyrir okkur börnin. Við ætlum að njóta sumarsins hérna heima þangað til pabbi kemur heim frá Rússlandi,“ segir hún. 

Nærðu að halda ró þinni á leikjum? 

„Ég er alveg með léttan hnút í maganum á flestum leikjum, blandinn spennu og stressi á jákvæðan hátt. Langoftast næ ég samt að halda þokkalegri ró, en þegar maður er á staðnum og upplifir leikina „live“ þá sogast maður auðvitað með í gleðibylgjuna sem fylgir stuðningsmönnum þegar vel gengur!“

Hvernig leggst sumarið í þig?

„Sumarið leggst mjög vel í mig og mína. Það er búið að vera dúndur gott veður hjá okkur hérna í Belgíu. Ég vona að það haldi áfram í sumar! Það er svo margt spennandi framundan og viðgetum varla beðið eftir því að sjá hvað þetta sumar hefur uppá að bjóða!“ 

Börnin eru komin í sumarskap.
Börnin eru komin í sumarskap.
Erna Kristín Ottósdóttir og Ari Freyr Skúlason.
Erna Kristín Ottósdóttir og Ari Freyr Skúlason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál