Ágústa Eva nýtur móðurhlutverksins

Aron Pálmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir ásamt sex ára syni …
Aron Pálmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir ásamt sex ára syni hennar.

Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er komin aftur í vinnuna eftir að hafa eignast dóttur í nóvember ásamt unnusta sínum, Aroni Pálmarssyni handboltastjörnu. Á föstudaginn verður hún með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði ásamt Gunna Hilmars en þau eru saman í hljómsveitinni Sycamore Tree.

„Við í Sycamore Tree urðum ástfangin af töfraheimi Bæjarbíós í Hafnarfirði. Við héldum okkar fyrstu tónleika þar um páskana og eftir það langar mig bara að spila þar. Þetta var bara eins og draumur, allt saman, og þessir tónleikar eru ekki síður haldnir fyrir okkur en áhorfendur. Við njótum þess svo innilega að skapa og flytja tónlistina, detta inn í þennan hliðarveruleika, þennan töfraheim listarinnar,“ segir Ágústa Eva.

Hún og Gunni eru á fullu að undirbúa tökur á nýrri plötu og verður eitthvað af því efni flutt á föstudaginn.

„Ég get sagt að okkur klæjar í lófana af spenningi yfir því.“

Ágústa Eva segir að dóttirin sé mjög músíkölsk.
Ágústa Eva segir að dóttirin sé mjög músíkölsk.

Mánuði eftir barnsburð var Ágústa Eva aftur farin að vinna og þá aðallega í tónlistinni. Hún segir að leiklistin detti svo inn þegar dóttirin verður örlítið eldri.

„Ég hef unnið mikið í tónlistinni eftir að dóttir mín fæddist og auðvitað líka þegar hún var í bumbunni. Það leynir sér ekki, hún dansar og hlær af mikilli innlifun. Það er músík í henni. Þannig að hún nýtur þess ekki síður. Við erum eins og blómi í eggi núna,“ segir hún.

Einhvern veginn er ekki hægt annað en að spyrja Ágústu Evu örlítið um móðurhlutverkið, hlutverk sem reynir á konur á allt annan hátt og umturnar tilverunni. Svo er það yfirleitt þannig að eitt barn er sem ekki neitt en tvö sem tíu. Ágústa Eva segir að hennar börn séu ákaflega stillt og prúð.

„Nú á ég sex ára dreng fyrir sem er algjör engill og nú eru þau tvö og einhvern veginn eins og hugur manns sem var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Samt sem áður er þetta mest krefjandi verkefni sem ég hef fengist við, það að vera tveggja barna móðir. Aðstæður eru líka einkennilegar því faðir dóttur minnar starfar erlendis og því er landamæraflakk og það að horfa á lífið í köflum og tímabilum óumflýjanlegt. Börnin okkar eru ótrúleg, samrýnd og með mikla aðlögunarhæfni þannig að þetta er bæði æðislegt og krefjandi á sama tíma eins og lífið er jú oftast. En þessi systkinaást er eitthvað sem kemur mest á óvart. Það að verða vitni að því fær mann til að kikna í hnjánum,“ segir hún.

Systkinaástin er sterk.
Systkinaástin er sterk.
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir verða með tónleika á …
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir verða með tónleika á föstudaginn í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál