Fagurkerinn sem elskar rauðan lit

Eva H Baldursdóttir er mikill fagurkeri og elskar rauðan lit …
Eva H Baldursdóttir er mikill fagurkeri og elskar rauðan lit og dekur. Ljósmynd/Aðsend

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Það er svo margt. Mér finnst nauðsynlegt að dekra fullt við mig. Til að slaka á fer ég í heitt bað með öllu tilheyrandi, söltum og olíu. Mér finnst sundlaugarnar okkar algjör lífsgæði og ég fer mikið út í náttúruna, bara til að vera eða hreyfa mig. Eins mikið og ég get. Þá hugleiði ég heima og kveiki á kertum og reykelsi, það er mín stund. Líður sjaldan jafn vel og þegar ég hef tengt mig. Góður matur er mikið dekur. Áhugavert lesefni og góður morgunmatur með öllu tilheyrandi á sunnudagsmorgni. Góð músík. Dansa. Gott kynlíf. Þetta er allt dekur. Lífið er eitt allsherjardekur ef maður stillir viðhorfið þannig.“

Til að slaka á fer Eva í heitt bað með …
Til að slaka á fer Eva í heitt bað með öllu tilheyrandi. Söltum og olíu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Hvert er uppáhalds tískumerkið þitt?

„Það er yfirleitt flíkin, ekki merkið.“

Hvaða hönnuð heldur þú upp á?

„Af þeim íslensku er Hildur Yeoman að gera mikið fyrir mig.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Að vera maður sjálfur, mér finnst það flottast. Skapa sinn stíl. Ef mann langar að vera skvísa í gala um kvöldið og jógahippi um daginn, leyfa sér að klæða sig eftir „filing“ og óháð staðalímyndum.“

Hver er uppáhalds liturinn þinn?

„Það fer eftir árstíð og stemmningu. En yfir það heila: Rauður.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Ég fór á netverslunarfyllerí og keypti þrjá kjóla í sama burgundy litnum um jólin á ASOS. Það var of mikið, svona þegar ég er orðin meðvitaðri í innkaupum. Ég á alltof mikið af kjólum og er nú að reyna koma þeim út, ef einhverjar eru áhugasamar mega þær gjarna hafa samband.“

Fallegur rauður kjóll frá Asos.
Fallegur rauður kjóll frá Asos. Ljósmynd/Asos

Hver er uppáhalds íþróttafatnaðurinn þinn?

„Það fer eftir íþróttinni hverju sinni. En stuttbuxur og hlýrabolur – helst úti við í góðu veðri. Jógafötin eru líka æðisleg.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Enginn hlutur er ómissandi. Nema hjartað, það verður alltaf að fá að vera með.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Clarins gloss og púður. Reyndar er ég mjög skotin í MAC highliternum mínum núna, svona þegar sumarið er að brjótast fram.“

Hver er uppáhalds verslunin þín?

„Zara.“

Hver er uppáhalds borgin til að versla í?

„Brussel.“

Áttu þér uppáhalds flík?

„Ég er nettur rokkari innst inni og hann verður að fá að koma út reglubundið. Ég myndi segja leðurjakkinn og bítlabolurinn. Svo á ég fallega rauða kápu fyrir hvert tilefni, sem ég er mjög skotin í.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Snaps. Það er einhver réttur tónn í „atmóinu“. Góður matur og góður „fílingur“, allajafna vel setið af skemmtilegu, áhugaverðu fólki.“

Snaps er með réttu stemninguna að mati Evu.
Snaps er með réttu stemninguna að mati Evu. Ljósmynd/skjáskot Facebook

Uppáhalds morgunmaturinn?

„Amerískar pönnukökur, fullt af ferskum ávöxtum, egg og tvöfaldur macchiato. Mmm. Best í heimi.“

Amerískar pönnukökur og fullt af ferskum ávöxtum er uppáhalds morgunmaturinn …
Amerískar pönnukökur og fullt af ferskum ávöxtum er uppáhalds morgunmaturinn hennar Evu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Uppáhalds smáforrit?

„Instagram.“

Instagram er uppáhalds snjallforritið hennar Evu. Þetta er mynd sem …
Instagram er uppáhalds snjallforritið hennar Evu. Þetta er mynd sem hún birti þar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hvað er á óskalistanum?

„Friður á jörð og meiri ást, er það ekki eitthvað?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál