Oftar en ekki með fiðring í maganum

Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir búa í Svíþjóð.
Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir búa í Svíþjóð.

Andrea Röfn Jónasdóttir er 26 ára viðskiptafræðingur, fyrirsæta og bloggari á Trendnet. Hún býr með kærasta sínum Arnóri Ingva Traustasyni í Malmö í Svíþjóð, en hann mun spila á HM í Rússlandi í sumar.

Hvernig leggst HM í þig?

„HM leggst mjög vel í mig. Maður finnur fyrir mikilli tilhlökkun meðal Íslendinga sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Andrea Röfn.

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Þeir eru landsliðið sem þekkt er fyrir ótrúlega liðsheild sem mun koma sér vel á þessu stóra sviði. Ég hef fulla trú á því að þeim muni ganga vel, fara upp úr riðlinum og gera þjóðina enn stoltari.“

Ferðu með til Rússlands?

„Já, ég fer með til Rússlands ásamt tengdaforeldrum mínum sem verða úti hluta tímans. Partur af stórfjölskyldunni minni verður einnig á staðnum til að sjá fyrsta leikinn þar sem Rúnar Alex frændi minn er í hópnum. Við Ásdís Björk kærastan hans ætlum að deila herbergi og sjá alla þrjá leikina í riðlinum og vonandi fleiri leiki að lokinni riðlakeppninni.

Það sem fer í ferðatöskuna verður landsliðstreyja númer 21, Fan ID til að komast á leikina og myndavél til að festa þessa gleði á filmu. Allt annað er aukaatriði.“

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulífið?

„Ég væri að ljúga ef ég segði það ekki hafa áhrif. Auðvitað er HM búið að vera í kollinum á okkur báðum á hverjum degi síðan ljóst var að Ísland tæki þátt í mótinu og við höfum vandað okkur við að hafa fótboltann í fyrsta sæti á okkar heimili.“

Nærðu að halda ró þinni á leikjum?

„Það fer algjörlega eftir því hvernig leikirnir spilast. Ég lifi mig rosalega mikið inn í fótbolta og finnst mjög gaman að horfa á hann. Þegar það er stór leikur fram undan örlar oftar en ekki á fiðringi í maganum og örari hjartslætti en venjulega.“

Hvernig leggst sumarið í þig?

„Það leggst ótrúlega vel í mig. Þetta er fyrsta sumarið okkar í Malmö, við erum búin að koma okkur vel fyrir þar og elskum borgina. Veðrið er líka búið að vera dásamlegt og vonandi heldur það þannig áfram út sumarið. Vinir okkar og fjölskyldumeðlimir stefna á heimsóknir eftir HM þannig það verður nóg að gera í gestgjafahlutverkinu, sem er alltaf jafn skemmtilegt.“

Á vellinum.
Á vellinum.
Ást er að klæðast eins úlpum.
Ást er að klæðast eins úlpum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál