Anna Lára komst í úrslit í Miss WM

Anna Lára hitaði upp fyrir HM með því að taka …
Anna Lára hitaði upp fyrir HM með því að taka þátt í Miss WM. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lára Orlowska var fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss WM sem fram fór í Europa Park í Þýskalandi í síðustu viku. Anna Lára er ekki ókunn fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd ungfrú Ísland árið 2016 og tók í kjölfarið þátt í Miss World. 

Miss WM er haldin í tengslum við HM í knattspyrnu og segir Anna Lára að keppnin sé byggð eins upp. „Það eru 32 lönd sem komast áfram og þeim skipt niður í átta hópa og í hverjum hóp eru fjórir. Ég var í hóp D alveg eins og strákarnir. Úr hverjum hóp kemst ein stelpa áfram í topp átta og ég var svo heppin að vera sú sem komst áfram í úrslit. Það var hugsað alveg sérstaklega vel um okkur og það kann ég virkilega að meta. Þau eiga hrós skilið fyrir það,“ segir Anna Lára. 

„Ég heyrði af keppninni fyrst frá vinkonu minni og fannst hún mjög spennandi svo ég ákvað að sækja um og varð svo valin til að keppa fyrir hönd Íslands.“

Keppendurnir komu frá þeim 32 löndum sem taka þátt í …
Keppendurnir komu frá þeim 32 löndum sem taka þátt í HM í knattspyrnu 2018. Ljósmynd/Aðsend

Í hverju fólst keppnin og hvernig gekk?

„Ég var úti í aðeins fimm daga og á hverjum degi var eitthvað að gerast. Við fórum í myndatökur, sjónvarpsviðtöl og það voru stífar æfingar þar sem við lærðum dans fyrir byrjunaratriðið og svo rútínuna uppá sviðinu. Það voru einnig netkosningarnar í gangi á meðan keppninni stóð og er ég mjög stolt að segja frá því að ég vann „overall“ netkosninguna og er ég alveg óendanlega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fengið frá fólkinu hérna heima.“

Hvað var það skemmtilegasta við keppnina?

„Allir dagar voru alveg ótrúlega skemmtilegir en ef ég verð að velja eitthvað þá er það dagurinn sem við fengum að fara í tívolígarðinn. Það var frábært að fá að sleppa sér aðeins og hlæja mikið með þessum yndislega hóp. Svo er að sjálfsögð alltaf gaman að kynnast stelpunum, þeirra landi og menningu.“ 

Gyllta kjólinn fékk Anna Lára lánaðan hjá Örnu Ýr vinkonu …
Gyllta kjólinn fékk Anna Lára lánaðan hjá Örnu Ýr vinkonu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Hver er sagan á bak við gyllta kjólinn?

„Fallega gyllta kjólinn á hún Arna Ýr vinkona mín. Ég féll alveg fyrir honum þegar ég sá hana fyrst í honum. Hún var svo yndisleg að lána mér hann fyrir keppnina. Mér leið eins og algjörri drottningu í honum,“ segir Anna Lára og hlær. 

Þú komst í topp átta, heldur þú að landsliðið nái jafngóðum árangri? 

„Ég held það sé mikil pressa á þeim núna eftir EM ævintýrið en ég hef mikla trú á þeim og veit að þeir geta náð langt. Ég er nokkuð viss um að ég geti talað fyrir fleiri en mig núna og sagt að við séum rosalega stolt af þeim að vera komnir á heimsmeistaramótið og það eitt og sér er stór sigur fyrir sig. Áfram Ísland!“ 

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

„Ég var að byrja með mitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja veislur og viðburði svo að mikill tími mun fara í það. Ég er mjög ævintýragjörn og mig langar að ferðast meira um fallega landið okkar og fara á staði sem ég hef ekki séð áður. Svo er ég alltaf opin fyrir nýjum spennandi verkefnum. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum og finn það á mér að þetta verður æðislegt sumar,“ segir Anna Lára. 

Mikið var að gera hjá Önnu Láru á þeim fimm …
Mikið var að gera hjá Önnu Láru á þeim fimm dögum sem hún var úti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál