Anna Lára komst í úrslit í Miss WM

Anna Lára hitaði upp fyrir HM með því að taka ...
Anna Lára hitaði upp fyrir HM með því að taka þátt í Miss WM. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lára Orlowska var fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss WM sem fram fór í Europa Park í Þýskalandi í síðustu viku. Anna Lára er ekki ókunn fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd ungfrú Ísland árið 2016 og tók í kjölfarið þátt í Miss World. 

Miss WM er haldin í tengslum við HM í knattspyrnu og segir Anna Lára að keppnin sé byggð eins upp. „Það eru 32 lönd sem komast áfram og þeim skipt niður í átta hópa og í hverjum hóp eru fjórir. Ég var í hóp D alveg eins og strákarnir. Úr hverjum hóp kemst ein stelpa áfram í topp átta og ég var svo heppin að vera sú sem komst áfram í úrslit. Það var hugsað alveg sérstaklega vel um okkur og það kann ég virkilega að meta. Þau eiga hrós skilið fyrir það,“ segir Anna Lára. 

„Ég heyrði af keppninni fyrst frá vinkonu minni og fannst hún mjög spennandi svo ég ákvað að sækja um og varð svo valin til að keppa fyrir hönd Íslands.“

Keppendurnir komu frá þeim 32 löndum sem taka þátt í ...
Keppendurnir komu frá þeim 32 löndum sem taka þátt í HM í knattspyrnu 2018. Ljósmynd/Aðsend

Í hverju fólst keppnin og hvernig gekk?

„Ég var úti í aðeins fimm daga og á hverjum degi var eitthvað að gerast. Við fórum í myndatökur, sjónvarpsviðtöl og það voru stífar æfingar þar sem við lærðum dans fyrir byrjunaratriðið og svo rútínuna uppá sviðinu. Það voru einnig netkosningarnar í gangi á meðan keppninni stóð og er ég mjög stolt að segja frá því að ég vann „overall“ netkosninguna og er ég alveg óendanlega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fengið frá fólkinu hérna heima.“

Hvað var það skemmtilegasta við keppnina?

„Allir dagar voru alveg ótrúlega skemmtilegir en ef ég verð að velja eitthvað þá er það dagurinn sem við fengum að fara í tívolígarðinn. Það var frábært að fá að sleppa sér aðeins og hlæja mikið með þessum yndislega hóp. Svo er að sjálfsögð alltaf gaman að kynnast stelpunum, þeirra landi og menningu.“ 

Gyllta kjólinn fékk Anna Lára lánaðan hjá Örnu Ýr vinkonu ...
Gyllta kjólinn fékk Anna Lára lánaðan hjá Örnu Ýr vinkonu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Hver er sagan á bak við gyllta kjólinn?

„Fallega gyllta kjólinn á hún Arna Ýr vinkona mín. Ég féll alveg fyrir honum þegar ég sá hana fyrst í honum. Hún var svo yndisleg að lána mér hann fyrir keppnina. Mér leið eins og algjörri drottningu í honum,“ segir Anna Lára og hlær. 

Þú komst í topp átta, heldur þú að landsliðið nái jafngóðum árangri? 

„Ég held það sé mikil pressa á þeim núna eftir EM ævintýrið en ég hef mikla trú á þeim og veit að þeir geta náð langt. Ég er nokkuð viss um að ég geti talað fyrir fleiri en mig núna og sagt að við séum rosalega stolt af þeim að vera komnir á heimsmeistaramótið og það eitt og sér er stór sigur fyrir sig. Áfram Ísland!“ 

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

„Ég var að byrja með mitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja veislur og viðburði svo að mikill tími mun fara í það. Ég er mjög ævintýragjörn og mig langar að ferðast meira um fallega landið okkar og fara á staði sem ég hef ekki séð áður. Svo er ég alltaf opin fyrir nýjum spennandi verkefnum. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum og finn það á mér að þetta verður æðislegt sumar,“ segir Anna Lára. 

Mikið var að gera hjá Önnu Láru á þeim fimm ...
Mikið var að gera hjá Önnu Láru á þeim fimm dögum sem hún var úti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

09:00 Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

06:00 Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

Í gær, 23:59 Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Í gær, 21:00 „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

Í gær, 18:00 Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

Í gær, 15:00 Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

Í gær, 12:14 Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

í gær Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

í fyrradag Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

í fyrradag Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

í fyrradag Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

í fyrradag Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

í fyrradag Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

17.6. Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

16.6. Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

16.6. Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

16.6. Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

16.6. Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »

Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

16.6. Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi. Meira »