Anna Lára komst í úrslit í Miss WM

Anna Lára hitaði upp fyrir HM með því að taka ...
Anna Lára hitaði upp fyrir HM með því að taka þátt í Miss WM. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lára Orlowska var fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss WM sem fram fór í Europa Park í Þýskalandi í síðustu viku. Anna Lára er ekki ókunn fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd ungfrú Ísland árið 2016 og tók í kjölfarið þátt í Miss World. 

Miss WM er haldin í tengslum við HM í knattspyrnu og segir Anna Lára að keppnin sé byggð eins upp. „Það eru 32 lönd sem komast áfram og þeim skipt niður í átta hópa og í hverjum hóp eru fjórir. Ég var í hóp D alveg eins og strákarnir. Úr hverjum hóp kemst ein stelpa áfram í topp átta og ég var svo heppin að vera sú sem komst áfram í úrslit. Það var hugsað alveg sérstaklega vel um okkur og það kann ég virkilega að meta. Þau eiga hrós skilið fyrir það,“ segir Anna Lára. 

„Ég heyrði af keppninni fyrst frá vinkonu minni og fannst hún mjög spennandi svo ég ákvað að sækja um og varð svo valin til að keppa fyrir hönd Íslands.“

Keppendurnir komu frá þeim 32 löndum sem taka þátt í ...
Keppendurnir komu frá þeim 32 löndum sem taka þátt í HM í knattspyrnu 2018. Ljósmynd/Aðsend

Í hverju fólst keppnin og hvernig gekk?

„Ég var úti í aðeins fimm daga og á hverjum degi var eitthvað að gerast. Við fórum í myndatökur, sjónvarpsviðtöl og það voru stífar æfingar þar sem við lærðum dans fyrir byrjunaratriðið og svo rútínuna uppá sviðinu. Það voru einnig netkosningarnar í gangi á meðan keppninni stóð og er ég mjög stolt að segja frá því að ég vann „overall“ netkosninguna og er ég alveg óendanlega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fengið frá fólkinu hérna heima.“

Hvað var það skemmtilegasta við keppnina?

„Allir dagar voru alveg ótrúlega skemmtilegir en ef ég verð að velja eitthvað þá er það dagurinn sem við fengum að fara í tívolígarðinn. Það var frábært að fá að sleppa sér aðeins og hlæja mikið með þessum yndislega hóp. Svo er að sjálfsögð alltaf gaman að kynnast stelpunum, þeirra landi og menningu.“ 

Gyllta kjólinn fékk Anna Lára lánaðan hjá Örnu Ýr vinkonu ...
Gyllta kjólinn fékk Anna Lára lánaðan hjá Örnu Ýr vinkonu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Hver er sagan á bak við gyllta kjólinn?

„Fallega gyllta kjólinn á hún Arna Ýr vinkona mín. Ég féll alveg fyrir honum þegar ég sá hana fyrst í honum. Hún var svo yndisleg að lána mér hann fyrir keppnina. Mér leið eins og algjörri drottningu í honum,“ segir Anna Lára og hlær. 

Þú komst í topp átta, heldur þú að landsliðið nái jafngóðum árangri? 

„Ég held það sé mikil pressa á þeim núna eftir EM ævintýrið en ég hef mikla trú á þeim og veit að þeir geta náð langt. Ég er nokkuð viss um að ég geti talað fyrir fleiri en mig núna og sagt að við séum rosalega stolt af þeim að vera komnir á heimsmeistaramótið og það eitt og sér er stór sigur fyrir sig. Áfram Ísland!“ 

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

„Ég var að byrja með mitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja veislur og viðburði svo að mikill tími mun fara í það. Ég er mjög ævintýragjörn og mig langar að ferðast meira um fallega landið okkar og fara á staði sem ég hef ekki séð áður. Svo er ég alltaf opin fyrir nýjum spennandi verkefnum. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum og finn það á mér að þetta verður æðislegt sumar,“ segir Anna Lára. 

Mikið var að gera hjá Önnu Láru á þeim fimm ...
Mikið var að gera hjá Önnu Láru á þeim fimm dögum sem hún var úti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Mireya sýnir í Los Angeles

15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í gær Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í gær Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í fyrradag Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »