Hann fór á skeljarnar rétt fyrir HM

Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.
Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.

Hólmfríður Björnsdóttir, eða Hófý eins og hún er kölluð er þrítugur lögfræðingur og unnusta Jóhanns Bergs landsliðsmanns í fótbolta en hann spilar á HM í Rússlandi en mótið hefst á laugardaginn. Parið býr í tveimur löndum, á Íslandi og í Manchester í Bretlandi. Hófý og Jóhann eiga dótturina Írisi sem er 17 mánaða. Auk þess eiga þau hundinn Nino sem er eins og einkasonur þeirra. 

Hófý æfði samkvæmisdansa og var margfaldur íslands- og norðurlandameistari bæði í latin og ballroom. Aðeins 18 ára gömul ákvað hún að taka einkaflugmanninn samhliða því að klára Verslunarskóla Íslands, en fluttist svo til Danmerkur til að dansa og bjó þar í rúm tvö ár.

„Fljótlega eftir að ég flutti aftur til Íslands hóf ég nám við Lagadeild Háskóla Íslands. Á sumrin starfaði ég sem flugfreyja hjá Icelandair og skemmti um allt land sem Solla Stirða,“ segir Hófý. 

Hvernig leggst HM í þig?

„Heimsmeistaramótið leggst mjög vel í mig og eftirvæntingin er orðin mikil. Ég er þó jafnframt orðin mjög spennt fyrir því að upplifa rússneska menningu og sjá hvað landið hefur upp á að bjóða.“

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Ég hef fulla trú á því að strákunum gangi vel enda hafa þeir sýnt það og sannað að þeir geta allt sem þeir ætla sér.“

Ferðu með til Rússlands?

„Við mæðgur ætlum að fara saman til Rússlands. Við verðum þó ekki einar á báti þar sem bæði foreldrar mínir og foreldrar Jóhanns koma með. Ég er ekki komin svo langt að ákveða hvað ég ætla að taka með mér annað en landsliðstreyju númer 7. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður það líklegast meiri höfuðverkur fyrir mig að ákveða hvað ég kemst upp með að taka ekki með.“

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulítið?

„Ég myndi nú ekki segja að Heimsmeistaramótið sem slíkt hafi einhver sérstök áhrif á fjölskyldulífið nema kannski sú staðreynd að Jóhann er meira að heiman nú en venja er. Það má hins vegar frekar segja að bæði stórmót og fótboltinn almennt hafi alla daga gríðarleg áhrif á plön okkar fjölskyldunnar enda er það oft á tíðum sjaldnast í okkar höndum hvar við búum á hverjum tíma eða hvenær við tökum sumarfrí. Við lítum þó á þetta allt saman sem forréttindi enda höfum við öðlast ómetanlega reynslu og víkkað sjóndeildarhringinn svo um munar.“

Nærðu að halda ró þinni á leikjum?

„Ég er frekar róleg að eðlisfari og held oftast ró minni á leikjum. Ég man þó að á Evrópumeistaramótinu örlaði fyrir örlítið hraðari hjartslætti en gerist og gengur og það kæmi mér því ekki á óvart að slíkt hið sama myndi gera vart við sig á Heimsmeistaramótinu nú í júní.“

Hvernig leggst sumarið í þig

„Árið 2018 hefur farið afar vel af stað hjá okkur Jóhanni. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning hjá Burnley eftir frábært gengi liðsins í deildinni og ég kláraði öll námskeiðin mín í meistaranámi mínu við lagadeild Háskóla Íslands. Jóhann kikkstartaði svo sumrinu með því að skella sér á skeljarnar fyrir rúmum þremur vikum síðan og nú eru rétt rúmar þrjár vikur í fyrsta leik í Rússlandi. Það er því óhætt að segja að þetta sumar verði okkur eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir og ég get því ekki annað en hlakka til tímans sem framundan er.“

Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
mbl.is

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

09:00 Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

06:00 Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

Í gær, 23:59 Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Í gær, 21:00 „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

Í gær, 18:00 Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

Í gær, 15:00 Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

Í gær, 12:14 Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

í gær Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

í fyrradag Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

í fyrradag Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

í fyrradag Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

í fyrradag Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

í fyrradag Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

17.6. Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

16.6. Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

16.6. Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

16.6. Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

16.6. Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »

Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

16.6. Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi. Meira »