Hann fór á skeljarnar rétt fyrir HM

Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.
Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.

Hólmfríður Björnsdóttir, eða Hófý eins og hún er kölluð er þrítugur lögfræðingur og unnusta Jóhanns Bergs landsliðsmanns í fótbolta en hann spilar á HM í Rússlandi en mótið hefst á laugardaginn. Parið býr í tveimur löndum, á Íslandi og í Manchester í Bretlandi. Hófý og Jóhann eiga dótturina Írisi sem er 17 mánaða. Auk þess eiga þau hundinn Nino sem er eins og einkasonur þeirra. 

Hófý æfði samkvæmisdansa og var margfaldur íslands- og norðurlandameistari bæði í latin og ballroom. Aðeins 18 ára gömul ákvað hún að taka einkaflugmanninn samhliða því að klára Verslunarskóla Íslands, en fluttist svo til Danmerkur til að dansa og bjó þar í rúm tvö ár.

„Fljótlega eftir að ég flutti aftur til Íslands hóf ég nám við Lagadeild Háskóla Íslands. Á sumrin starfaði ég sem flugfreyja hjá Icelandair og skemmti um allt land sem Solla Stirða,“ segir Hófý. 

Hvernig leggst HM í þig?

„Heimsmeistaramótið leggst mjög vel í mig og eftirvæntingin er orðin mikil. Ég er þó jafnframt orðin mjög spennt fyrir því að upplifa rússneska menningu og sjá hvað landið hefur upp á að bjóða.“

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Ég hef fulla trú á því að strákunum gangi vel enda hafa þeir sýnt það og sannað að þeir geta allt sem þeir ætla sér.“

Ferðu með til Rússlands?

„Við mæðgur ætlum að fara saman til Rússlands. Við verðum þó ekki einar á báti þar sem bæði foreldrar mínir og foreldrar Jóhanns koma með. Ég er ekki komin svo langt að ákveða hvað ég ætla að taka með mér annað en landsliðstreyju númer 7. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður það líklegast meiri höfuðverkur fyrir mig að ákveða hvað ég kemst upp með að taka ekki með.“

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulítið?

„Ég myndi nú ekki segja að Heimsmeistaramótið sem slíkt hafi einhver sérstök áhrif á fjölskyldulífið nema kannski sú staðreynd að Jóhann er meira að heiman nú en venja er. Það má hins vegar frekar segja að bæði stórmót og fótboltinn almennt hafi alla daga gríðarleg áhrif á plön okkar fjölskyldunnar enda er það oft á tíðum sjaldnast í okkar höndum hvar við búum á hverjum tíma eða hvenær við tökum sumarfrí. Við lítum þó á þetta allt saman sem forréttindi enda höfum við öðlast ómetanlega reynslu og víkkað sjóndeildarhringinn svo um munar.“

Nærðu að halda ró þinni á leikjum?

„Ég er frekar róleg að eðlisfari og held oftast ró minni á leikjum. Ég man þó að á Evrópumeistaramótinu örlaði fyrir örlítið hraðari hjartslætti en gerist og gengur og það kæmi mér því ekki á óvart að slíkt hið sama myndi gera vart við sig á Heimsmeistaramótinu nú í júní.“

Hvernig leggst sumarið í þig

„Árið 2018 hefur farið afar vel af stað hjá okkur Jóhanni. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning hjá Burnley eftir frábært gengi liðsins í deildinni og ég kláraði öll námskeiðin mín í meistaranámi mínu við lagadeild Háskóla Íslands. Jóhann kikkstartaði svo sumrinu með því að skella sér á skeljarnar fyrir rúmum þremur vikum síðan og nú eru rétt rúmar þrjár vikur í fyrsta leik í Rússlandi. Það er því óhætt að segja að þetta sumar verði okkur eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir og ég get því ekki annað en hlakka til tímans sem framundan er.“

Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
mbl.is

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Í gær, 22:00 Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

Í gær, 18:00 Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

Í gær, 16:30 Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

Í gær, 12:30 „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

Í gær, 09:30 Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

Í gær, 06:00 „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

í fyrradag „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

í fyrradag „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

í fyrradag Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

í fyrradag Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

í fyrradag „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

í fyrradag Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Sniðugar og góðar lausnir

12.8. Þeir sem aðhyllast einfaldan og góðan lífstíl vilja vanalega búa í smærra húsnæði á góðum stað en nýta rýmið vel. Eftirfarandi lausnir eru frábærar fyrir þannig hugsandi fólk. Meira »

„Hlutirnir bara gerast“

12.8. Daphne Guinness er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. Meira »

Hlébarðamynstur verður enn þá heitt í haust

12.8. Það eru góðar fréttir úr tískuheiminum því hlébarðamynstur mun halda áfram að vera heitt í tískunni í haust.  Meira »

Getur verið að ég hafi fæðst einmana?

12.8. Kona sendir inn spurningu og er að velta fyrir sér hvort það geti verið að hún hafi fæðst einmana. Hún finnur fyrir mikilli fjarlægð á milli sín og annars fólks. Hún er ein í gleði og sorg og stendur utan við allt. Meira »

Franskur barokk-stíll vinsæll

12.8. Hönnun kastalans fræga Vaux le Vicomte hefur verið vinsæl víða um heiminn. Fólk útfærir hönnunina á sinn hátt en það sem einkennir þennan fræga barokk-stíl er meðal annars hvít og svört gólf, marmari, gylltir rammar og ljósir litir. Meira »

Af hverju fæ ég ekki fullnægingu?

11.8. Ef þú heldur að þú sért eina konan sem fær ekki fullnægingu þrátt fyrir ítrekað tilraunir ertu á villigötum. Aðeins 65% gagnkynhneigðra kvenna fá fullnægingu þegar þær stunda kynlíf. Hér eru nokkur ráð frá kynlífsfræðingum um hvernig má auka líkur á fullnægingu. Meira »

Vilja líta út eins og Snapchat filterar

11.8. Færst hefur í aukana að fólk komi með sjálfsmynd af sér með filter til lýtalækna. Lýtalæknar benda á að útbreiðsla og stöðlun filtera á samfélagsmiðlum geti breytt hugmyndum okkar um fegurð. Meira »