Hann fór á skeljarnar rétt fyrir HM

Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.
Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.

Hólmfríður Björnsdóttir, eða Hófý eins og hún er kölluð er þrítugur lögfræðingur og unnusta Jóhanns Bergs landsliðsmanns í fótbolta en hann spilar á HM í Rússlandi en mótið hefst á laugardaginn. Parið býr í tveimur löndum, á Íslandi og í Manchester í Bretlandi. Hófý og Jóhann eiga dótturina Írisi sem er 17 mánaða. Auk þess eiga þau hundinn Nino sem er eins og einkasonur þeirra. 

Hófý æfði samkvæmisdansa og var margfaldur íslands- og norðurlandameistari bæði í latin og ballroom. Aðeins 18 ára gömul ákvað hún að taka einkaflugmanninn samhliða því að klára Verslunarskóla Íslands, en fluttist svo til Danmerkur til að dansa og bjó þar í rúm tvö ár.

„Fljótlega eftir að ég flutti aftur til Íslands hóf ég nám við Lagadeild Háskóla Íslands. Á sumrin starfaði ég sem flugfreyja hjá Icelandair og skemmti um allt land sem Solla Stirða,“ segir Hófý. 

Hvernig leggst HM í þig?

„Heimsmeistaramótið leggst mjög vel í mig og eftirvæntingin er orðin mikil. Ég er þó jafnframt orðin mjög spennt fyrir því að upplifa rússneska menningu og sjá hvað landið hefur upp á að bjóða.“

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Ég hef fulla trú á því að strákunum gangi vel enda hafa þeir sýnt það og sannað að þeir geta allt sem þeir ætla sér.“

Ferðu með til Rússlands?

„Við mæðgur ætlum að fara saman til Rússlands. Við verðum þó ekki einar á báti þar sem bæði foreldrar mínir og foreldrar Jóhanns koma með. Ég er ekki komin svo langt að ákveða hvað ég ætla að taka með mér annað en landsliðstreyju númer 7. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður það líklegast meiri höfuðverkur fyrir mig að ákveða hvað ég kemst upp með að taka ekki með.“

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulítið?

„Ég myndi nú ekki segja að Heimsmeistaramótið sem slíkt hafi einhver sérstök áhrif á fjölskyldulífið nema kannski sú staðreynd að Jóhann er meira að heiman nú en venja er. Það má hins vegar frekar segja að bæði stórmót og fótboltinn almennt hafi alla daga gríðarleg áhrif á plön okkar fjölskyldunnar enda er það oft á tíðum sjaldnast í okkar höndum hvar við búum á hverjum tíma eða hvenær við tökum sumarfrí. Við lítum þó á þetta allt saman sem forréttindi enda höfum við öðlast ómetanlega reynslu og víkkað sjóndeildarhringinn svo um munar.“

Nærðu að halda ró þinni á leikjum?

„Ég er frekar róleg að eðlisfari og held oftast ró minni á leikjum. Ég man þó að á Evrópumeistaramótinu örlaði fyrir örlítið hraðari hjartslætti en gerist og gengur og það kæmi mér því ekki á óvart að slíkt hið sama myndi gera vart við sig á Heimsmeistaramótinu nú í júní.“

Hvernig leggst sumarið í þig

„Árið 2018 hefur farið afar vel af stað hjá okkur Jóhanni. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning hjá Burnley eftir frábært gengi liðsins í deildinni og ég kláraði öll námskeiðin mín í meistaranámi mínu við lagadeild Háskóla Íslands. Jóhann kikkstartaði svo sumrinu með því að skella sér á skeljarnar fyrir rúmum þremur vikum síðan og nú eru rétt rúmar þrjár vikur í fyrsta leik í Rússlandi. Það er því óhætt að segja að þetta sumar verði okkur eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir og ég get því ekki annað en hlakka til tímans sem framundan er.“

Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
mbl.is

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

Í gær, 15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

Í gær, 12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

Í gær, 09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í fyrradag Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í fyrradag Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í fyrradag Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í fyrradag Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »