Hann fór á skeljarnar rétt fyrir HM

Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.
Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.

Hólmfríður Björnsdóttir, eða Hófý eins og hún er kölluð er þrítugur lögfræðingur og unnusta Jóhanns Bergs landsliðsmanns í fótbolta en hann spilar á HM í Rússlandi en mótið hefst á laugardaginn. Parið býr í tveimur löndum, á Íslandi og í Manchester í Bretlandi. Hófý og Jóhann eiga dótturina Írisi sem er 17 mánaða. Auk þess eiga þau hundinn Nino sem er eins og einkasonur þeirra. 

Hófý æfði samkvæmisdansa og var margfaldur íslands- og norðurlandameistari bæði í latin og ballroom. Aðeins 18 ára gömul ákvað hún að taka einkaflugmanninn samhliða því að klára Verslunarskóla Íslands, en fluttist svo til Danmerkur til að dansa og bjó þar í rúm tvö ár.

„Fljótlega eftir að ég flutti aftur til Íslands hóf ég nám við Lagadeild Háskóla Íslands. Á sumrin starfaði ég sem flugfreyja hjá Icelandair og skemmti um allt land sem Solla Stirða,“ segir Hófý. 

Hvernig leggst HM í þig?

„Heimsmeistaramótið leggst mjög vel í mig og eftirvæntingin er orðin mikil. Ég er þó jafnframt orðin mjög spennt fyrir því að upplifa rússneska menningu og sjá hvað landið hefur upp á að bjóða.“

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Ég hef fulla trú á því að strákunum gangi vel enda hafa þeir sýnt það og sannað að þeir geta allt sem þeir ætla sér.“

Ferðu með til Rússlands?

„Við mæðgur ætlum að fara saman til Rússlands. Við verðum þó ekki einar á báti þar sem bæði foreldrar mínir og foreldrar Jóhanns koma með. Ég er ekki komin svo langt að ákveða hvað ég ætla að taka með mér annað en landsliðstreyju númer 7. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður það líklegast meiri höfuðverkur fyrir mig að ákveða hvað ég kemst upp með að taka ekki með.“

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulítið?

„Ég myndi nú ekki segja að Heimsmeistaramótið sem slíkt hafi einhver sérstök áhrif á fjölskyldulífið nema kannski sú staðreynd að Jóhann er meira að heiman nú en venja er. Það má hins vegar frekar segja að bæði stórmót og fótboltinn almennt hafi alla daga gríðarleg áhrif á plön okkar fjölskyldunnar enda er það oft á tíðum sjaldnast í okkar höndum hvar við búum á hverjum tíma eða hvenær við tökum sumarfrí. Við lítum þó á þetta allt saman sem forréttindi enda höfum við öðlast ómetanlega reynslu og víkkað sjóndeildarhringinn svo um munar.“

Nærðu að halda ró þinni á leikjum?

„Ég er frekar róleg að eðlisfari og held oftast ró minni á leikjum. Ég man þó að á Evrópumeistaramótinu örlaði fyrir örlítið hraðari hjartslætti en gerist og gengur og það kæmi mér því ekki á óvart að slíkt hið sama myndi gera vart við sig á Heimsmeistaramótinu nú í júní.“

Hvernig leggst sumarið í þig

„Árið 2018 hefur farið afar vel af stað hjá okkur Jóhanni. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning hjá Burnley eftir frábært gengi liðsins í deildinni og ég kláraði öll námskeiðin mín í meistaranámi mínu við lagadeild Háskóla Íslands. Jóhann kikkstartaði svo sumrinu með því að skella sér á skeljarnar fyrir rúmum þremur vikum síðan og nú eru rétt rúmar þrjár vikur í fyrsta leik í Rússlandi. Það er því óhætt að segja að þetta sumar verði okkur eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir og ég get því ekki annað en hlakka til tímans sem framundan er.“

Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
Fjölskyldan saman í heitu löndunum.
mbl.is

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »