Hvernig á að halda gott HM-partí

Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis.
Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst á fimmtudaginn og Ísland spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við.


Góðar veitingar

Góðar veitingar gera gæfumuninn þegar horft er á íþróttir. Bandaríkjamenn eru sérstakir snillingar í því en þeir geta þó ekki státað af því að spila á HM í ár. Pítsa, kjúklingavængir, snakk, ídýfa og nammi eru tilvaldar veitingar í HM-partíið. Markaðsdeildir flestra matvælaframleiðenda hér á landi hafa klætt vörur sínar í fánalitina og því ætti að vera nóg úrval af HM-nasli í búðum.

Svo geturðu gengið skrefinu lengra og sett rauðan og bláan matarlit út í matinn til að búa til meiri stemningu og svo bætirðu rjóma við til að fá hvíta litinn alveg tæran. Bláar pönnukökur með jarðarberjasultu og rjóma er nokkuð sem hægt er að vinna með. 

Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að ...
Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að skreyta í fánalitunum. mbl.is/Pexels

Góður félagsskapur

Það er mikilvægt að bjóða rétta fólkinu í heimsókn til að horfa á leikinn. Skiljanlega eru sumir svekktir að komast ekki til Rússlands en það má þó ekki gleyma sér í svekkelsinu og láta það smita út frá sér. Ekki bjóða einhverjum sem dregur niður stemninguna með því að minna þig stöðugt á að þú sért ekki í Rússlandi.


Skreytingar

Það eru ekki aðeins matvælaframleiðendur sem hafa sett fánalitina á allar vörur sínar. Í flestum matvöruverslunum má finna skreytingar með íslenska fánanum eða myndum af strákunum okkar. Verum þjóðleg og skreytum heimilið í fánalitunum fyrir HM-partíið. Mundu að meira er betra og alls ekki spara skrautið. 

Farðu niður í bæ

Leikir Íslands verða sýndir víðsvegar um bæinn, á Ingólfstorgi, í Hljóm­skálag­arðinum, á túni við Vest­ur­bæj­ar­laug, á mat­ar­markaðnum Box í Skeif­unni, á Garðatúni, Rút­stúni, Hjarta­garðinum og Thorsplani. Ef þú sérð ekki fram á að geta haldið gott partí heima mælum við með því að þú mætir á einhvern þessara staða til að horfa á leikinn og upplifir stemninguna þar.

Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu.
Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu. mbl.is/AFP
mbl.is

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

Í gær, 21:00 Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

Í gær, 20:00 Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

Í gær, 17:00 Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

Í gær, 11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í gær „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

í fyrradag Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

í fyrradag „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

í fyrradag Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í fyrradag Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

í fyrradag Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »