Hvernig á að halda gott HM-partí

Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis.
Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst á fimmtudaginn og Ísland spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við.


Góðar veitingar

Góðar veitingar gera gæfumuninn þegar horft er á íþróttir. Bandaríkjamenn eru sérstakir snillingar í því en þeir geta þó ekki státað af því að spila á HM í ár. Pítsa, kjúklingavængir, snakk, ídýfa og nammi eru tilvaldar veitingar í HM-partíið. Markaðsdeildir flestra matvælaframleiðenda hér á landi hafa klætt vörur sínar í fánalitina og því ætti að vera nóg úrval af HM-nasli í búðum.

Svo geturðu gengið skrefinu lengra og sett rauðan og bláan matarlit út í matinn til að búa til meiri stemningu og svo bætirðu rjóma við til að fá hvíta litinn alveg tæran. Bláar pönnukökur með jarðarberjasultu og rjóma er nokkuð sem hægt er að vinna með. 

Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að ...
Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að skreyta í fánalitunum. mbl.is/Pexels

Góður félagsskapur

Það er mikilvægt að bjóða rétta fólkinu í heimsókn til að horfa á leikinn. Skiljanlega eru sumir svekktir að komast ekki til Rússlands en það má þó ekki gleyma sér í svekkelsinu og láta það smita út frá sér. Ekki bjóða einhverjum sem dregur niður stemninguna með því að minna þig stöðugt á að þú sért ekki í Rússlandi.


Skreytingar

Það eru ekki aðeins matvælaframleiðendur sem hafa sett fánalitina á allar vörur sínar. Í flestum matvöruverslunum má finna skreytingar með íslenska fánanum eða myndum af strákunum okkar. Verum þjóðleg og skreytum heimilið í fánalitunum fyrir HM-partíið. Mundu að meira er betra og alls ekki spara skrautið. 

Farðu niður í bæ

Leikir Íslands verða sýndir víðsvegar um bæinn, á Ingólfstorgi, í Hljóm­skálag­arðinum, á túni við Vest­ur­bæj­ar­laug, á mat­ar­markaðnum Box í Skeif­unni, á Garðatúni, Rút­stúni, Hjarta­garðinum og Thorsplani. Ef þú sérð ekki fram á að geta haldið gott partí heima mælum við með því að þú mætir á einhvern þessara staða til að horfa á leikinn og upplifir stemninguna þar.

Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu.
Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu. mbl.is/AFP
mbl.is

Burberry brennur

10:51 Fataframleiðendur hafa margir verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár fyrir siðlausa framleiðsluhætti og núna síðast fyrir að hreinlega brenna þær vörur sem ekki seljast á útsölumörkuðum. Meira »

Slæm hjónabönd óholl eins og reykingar

09:00 Á meðan eitt og eitt rifrildi getur verið hollt í hjónaböndum geta mikil átök í mörg ár haft neikvæð áhrif á heilsuna rétt eins og það að reykja eða drekka. Meira »

Guðdómlegt sumarfrí

06:00 Marín Manda og kærasti hennar, Hannes Frímann, eru að ferðast á grísku eyjunum og birta dásamlegar myndir sem sýna fegurðina við þennan stað. Meira »

Nokkur skref í átt að skipulögðu lífi

Í gær, 23:59 Langar þig að losa þig við draslið og skipuleggja heimilið? Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga áður en þú byrjar. Meira »

Bestu æfingarnar á blæðingum

Í gær, 21:00 Það er ekkert sem margar konur vilja frekar þegar þær eru á blæðingum en að liggja undir sæng uppi í sófa með kveikt á sjónvarpinu. Oft er hreyfing sögð hjálpa en það skiptir máli hvaða æfingar eru gerðar. Meira »

Þetta ætti að vera í forgangi á nýju heimili

Í gær, 18:00 Það eru þó nokkur atriði sem ættu alltaf að vera í forgangi og engar málamiðlanir ætti að gera þegar flutt er inn í nýtt húsnæði. Meira »

Bækur sem Obama vill að þú lesir í sumar

Í gær, 15:00 Barack Obama mælir með sex bókum til að lesa í sumar. Hann ferðast nú til Afríku í fyrsta skipti síðan hann lét af embætti.   Meira »

Blóm og blúndur í sumar

Í gær, 12:00 Smartland vekur athygli á blómum og blúndum í sumar. Líkt og Stella McCartney boðaði í vor þá er kominn tími fyrir gamla brúðarkjólinn. Bikiní með blómum og ljósa kjóla með ljósum sokkabuxum. Meira »

Ekkert að því að vera með bólur

í gær Samfélagsmiðlastjarnan Em Ford er með fullt af bólum og er ekkert að fela það. Ford skilur ekki af hverju fólk þurfi að birta hatursfullar athugasemdir við myndir af fólk með bólur. Meira »

Gift en langar í yfirmanninn

í gær „Ég er hrifin af nýja yfirmanni mínum. Við erum svipað gömul, við erum bæði gift og eigum börn. Á góðum degi er hjónaband mitt la la. Fyrir nokkrum árum hélt eiginmaður minn fram hjá með samstarfsfélaga og það hefur verið erfitt.“ Meira »

Undir frönskum og japönskum áhrifum

í fyrradag Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

í fyrradag Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

í fyrradag Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

í fyrradag Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

í fyrradag Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

21.7. Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

21.7. Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

20.7. Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

20.7. Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

20.7. Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

20.7. Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »