Hvernig á að halda gott HM-partí

Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis.
Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst á fimmtudaginn og Ísland spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við.


Góðar veitingar

Góðar veitingar gera gæfumuninn þegar horft er á íþróttir. Bandaríkjamenn eru sérstakir snillingar í því en þeir geta þó ekki státað af því að spila á HM í ár. Pítsa, kjúklingavængir, snakk, ídýfa og nammi eru tilvaldar veitingar í HM-partíið. Markaðsdeildir flestra matvælaframleiðenda hér á landi hafa klætt vörur sínar í fánalitina og því ætti að vera nóg úrval af HM-nasli í búðum.

Svo geturðu gengið skrefinu lengra og sett rauðan og bláan matarlit út í matinn til að búa til meiri stemningu og svo bætirðu rjóma við til að fá hvíta litinn alveg tæran. Bláar pönnukökur með jarðarberjasultu og rjóma er nokkuð sem hægt er að vinna með. 

Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að ...
Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að skreyta í fánalitunum. mbl.is/Pexels

Góður félagsskapur

Það er mikilvægt að bjóða rétta fólkinu í heimsókn til að horfa á leikinn. Skiljanlega eru sumir svekktir að komast ekki til Rússlands en það má þó ekki gleyma sér í svekkelsinu og láta það smita út frá sér. Ekki bjóða einhverjum sem dregur niður stemninguna með því að minna þig stöðugt á að þú sért ekki í Rússlandi.


Skreytingar

Það eru ekki aðeins matvælaframleiðendur sem hafa sett fánalitina á allar vörur sínar. Í flestum matvöruverslunum má finna skreytingar með íslenska fánanum eða myndum af strákunum okkar. Verum þjóðleg og skreytum heimilið í fánalitunum fyrir HM-partíið. Mundu að meira er betra og alls ekki spara skrautið. 

Farðu niður í bæ

Leikir Íslands verða sýndir víðsvegar um bæinn, á Ingólfstorgi, í Hljóm­skálag­arðinum, á túni við Vest­ur­bæj­ar­laug, á mat­ar­markaðnum Box í Skeif­unni, á Garðatúni, Rút­stúni, Hjarta­garðinum og Thorsplani. Ef þú sérð ekki fram á að geta haldið gott partí heima mælum við með því að þú mætir á einhvern þessara staða til að horfa á leikinn og upplifir stemninguna þar.

Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu.
Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu. mbl.is/AFP
mbl.is

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

Í gær, 19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

Í gær, 14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

Í gær, 12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

Í gær, 10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

Í gær, 05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í fyrradag Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í fyrradag Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í fyrradag Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í fyrradag Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í fyrradag Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »