Hvernig á að halda gott HM-partí

Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis.
Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst á fimmtudaginn og Ísland spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við.


Góðar veitingar

Góðar veitingar gera gæfumuninn þegar horft er á íþróttir. Bandaríkjamenn eru sérstakir snillingar í því en þeir geta þó ekki státað af því að spila á HM í ár. Pítsa, kjúklingavængir, snakk, ídýfa og nammi eru tilvaldar veitingar í HM-partíið. Markaðsdeildir flestra matvælaframleiðenda hér á landi hafa klætt vörur sínar í fánalitina og því ætti að vera nóg úrval af HM-nasli í búðum.

Svo geturðu gengið skrefinu lengra og sett rauðan og bláan matarlit út í matinn til að búa til meiri stemningu og svo bætirðu rjóma við til að fá hvíta litinn alveg tæran. Bláar pönnukökur með jarðarberjasultu og rjóma er nokkuð sem hægt er að vinna með. 

Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að ...
Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að skreyta í fánalitunum. mbl.is/Pexels

Góður félagsskapur

Það er mikilvægt að bjóða rétta fólkinu í heimsókn til að horfa á leikinn. Skiljanlega eru sumir svekktir að komast ekki til Rússlands en það má þó ekki gleyma sér í svekkelsinu og láta það smita út frá sér. Ekki bjóða einhverjum sem dregur niður stemninguna með því að minna þig stöðugt á að þú sért ekki í Rússlandi.


Skreytingar

Það eru ekki aðeins matvælaframleiðendur sem hafa sett fánalitina á allar vörur sínar. Í flestum matvöruverslunum má finna skreytingar með íslenska fánanum eða myndum af strákunum okkar. Verum þjóðleg og skreytum heimilið í fánalitunum fyrir HM-partíið. Mundu að meira er betra og alls ekki spara skrautið. 

Farðu niður í bæ

Leikir Íslands verða sýndir víðsvegar um bæinn, á Ingólfstorgi, í Hljóm­skálag­arðinum, á túni við Vest­ur­bæj­ar­laug, á mat­ar­markaðnum Box í Skeif­unni, á Garðatúni, Rút­stúni, Hjarta­garðinum og Thorsplani. Ef þú sérð ekki fram á að geta haldið gott partí heima mælum við með því að þú mætir á einhvern þessara staða til að horfa á leikinn og upplifir stemninguna þar.

Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu.
Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu. mbl.is/AFP
mbl.is

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »