Selma Björns gefur fólk saman

Selma Björnsdóttir hefur bætt við sig réttindum athafnarstjóra.
Selma Björnsdóttir hefur bætt við sig réttindum athafnarstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Björnsdóttir söngkona fékk nýverið réttindi athafnastjóra frá Siðmennt. Hún segist ekki hafa fengið sér réttindin til að gefa saman eitthvert ákveðið par.

„Mig langaði bara að taka þetta að mér. Maður er oft að syngja í brúðkaupum og skírnarveislum og með allskonar uppákomur. Mér fannst þetta bara lógískt skref að fá bara að vera athafnastjóri,“ segir Selma.

Hún er oft veislustjóri á hinum ýmsu viðburðum. „Mér finnst þetta vera merkilegir atburðir í lífi fólks og því langaði mig að láta gott af mér leiða.“

Athafnir á vegum Siðmenntar eru veraldlegar athafnir en ekki trúarlegs eðlis.

„Það sem mér finnst fallegt hjá Siðmennt og það sem við leggjum áherslu á í athöfnum eru manngildi og siðferðisleg gildi,“ segir Selma.

Siðmennt er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990. Þau bjóða upp á giftingar, nafngiftir, borgaralegar fermingar og útfarir. Spurð um skoðanir sínar á hjónaböndum segir Selma að sér finnist ákvörðunin um að ganga í hjónaband falleg. „Mér finnst bara ótrúlega fallegt þegar fólk ákveður að ganga í gegnum lífið hönd í hönd og takast á við lífið saman,“ segir Selma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál