Aldrei gleyma að þetta er ykkar dagur

Auður Ýr og Gunnar Stefánsson.
Auður Ýr og Gunnar Stefánsson.

Auður Ýr Guðjónsdóttir gekk að eiga Gunnar Stefánsson í ágúst 2016. Auður Ýr er 29 ára gömul þriggja barna móðir sem er uppalin í Kópavogi. Hjónin kynntust á stefnumóta-síðu sem tilheyrir Facebook. 

„Ég reyndi í nokkur skipti að beila á honum en hann þrjóskaðist við og að lokum gaf ég eftir og hann kom í heimsókn til mín. Ég átti 2 stelpur úr fyrra hjónabandi sem hann hefur tekið eins og sínum eigin frá degi eitt. Fyrir um ári síðan eignuðumst við son saman,“ segir Auður Ýr.

Hún segir að Gunnar þekki hana eins og lófann á sér. Árið 2014 bað hann hennar.  

„Hann bað mín í English PUB niður í bæ og það voru allir vinir okkar með okkur. Hann fékk mig upp á svið og þar var einhver gæi að spila á sexafón og hann lét hann spila og kalla á mig. Þetta var svona týpískt bíómynda atriði, enda elska ég athygli,“ segir hún og hlær. 

Ári eftir bónorð byrjaði parið að skipuleggja brúðkaupið en þau voru bæði með ákveðnar hugmyndir. 

„Gunnar kemur frá Hofsósi, úr sveitinni eins og ég kalla þetta, og við vildum hafa þetta í svolítið sveitó stíl. Við vorum með rustic-þema í brúðkaupinu en veislan var haldin í Fáksheimilinu í Víðidal. Við leigðum einnig partítjald sem var fyrir utan salinn. Í partítjaldinu var fordrykkurinn og snitturnar á meðan gestirnir biðu eftir okkur. Það að hafa þetta partítjald gerði stemninguna mjög góða,“ segir hún. 

Auður Ýr og Gunnar eiga bæði mjög stórar fjölskyldur og þéttan vinahóp. Þau buðu 196 gestum í brúðkaupið en það mættu alls 182. 

„Við ætlum bara að gifta okkur einu sinni og vildum gera þetta almennilega. Sjálf athöfnin var í Háteigskirkju og var það Jóna Hrönn Bolladóttir sem gifti okkur. Athöfnin var mjög skemmtileg,“ segir hún og bætir við: 

„Besta vinkona mín, Sonja Maggý, og Kristján Gíslason mágur Gunna sungu Endless love þegar ég gekk inn kirkjugólfið og svo söng Sonja líka lagið Með þér. Þar á eftir kom Björgvin Halldórsson og sögn lögin Ég er komin heim og Ég lifi í draumi. Athöfnin var 100% að okkar mati.“

Auður Ýr og Gunnar voru með ljósmyndara allan daginn. Ekki bara í veislunni og athöfninni. Hún segist mæla hiklaust með því vegna þess að það sé svo gaman að eiga myndir frá öllum sjónvarhornum. 

Veitingarnar í brúðkaupinu voru ekki af verri endanum. 

„Við vorum með snittur í forrétt sem fólk fékk á meðan við vorum að klára myndatökuna og svo vorum við með steikarhlaðborð frá veislugardur.is. Við vorum með bollakökur með Daim og karamellu frá 17 sortum. Hún sló algerlega í gegn og maturinn líka. Við vorum með léttvín og bjór og gos, en ekkert sterkt,“ segir hún. 

Parið keypti allt skraut á Aliexpress og segir Auður Ýr að það hafi munað mjög miklu í verði. Skraut eitt og sér gleður augað en það býr þó ekki til stemningu. Til þess að hafa ennþá skemmtilegra í veislunni fengu þau tvo trúbadora til að halda uppi stuðinu fram á nótt.

„Það var sveitaballastemning og dansað fram á rauða nótt.“

Aðspurð um kjólinn segist hún hafa keypt hann á netinu, á síðunni JJS House. Á síðunni er ekki bara gott úrval af brúðarkjólum heldur kjólar fyrir mæður brúðarinnar, brúðarmeyjar- og sveina ásamt skarti fyrir stóra daginn. 

„Kjóllinn sem ég pantaði var fullkominn. Hann kostaði um 40 þúsund krónur og þurfti ég ekki að gera neitt nema láta laga ermarnar smávegis á saumastofu. Ég vildi hafa blúndur og ermar á kjólnum og opin í bakið og hann var bara nákvæmlega eins og ég vildi. Kallinn var hinsvegar í jakkafötum frá Herragerðinum sem kostuðu töluvert meira enda meira notagildi í þeim.“

Þegar Auður Ýr er spurð að því hvað stóð upp úr á stóra deginum segir hún að það hafi verið að Gunnar hefði sagt já. 

„En svo var það bara öll veislan. Það fór ekkert úrskeiðis og dagurinn var yndislegur frá A-Ö.“ 

Aðspurð um það hvers vegna það skipti máli að vera í hjónabandi segir hún að það sé vegna öryggi barnanna þeirra. „Svo er það líka staðfesting á ástinni. Þetta er svo falleg og dýrmæt stund og ég spyr mig oft af hverju ekki að gifta sig. Þetta er minning sem ég mun aldrei gleyma og mun lifa með mér alltaf.“

Auður Ýr og Gunnar fengu margt fallegt í brúðargjöf eins og Cartell lampa, Omaggio vasa, rauðvínsglös, matarstell, flugmiða fyrir tvo sem þau nýttu í brúðkaupsferð til Tenerife og peninga. 

„Við vorum með gjafalista í Casa og Líf og list og fengum allt sem var á listanum.“

Aðspurð um skipulagningu á brúðkaupinu segir Auður Ýr að það skipti mjög miklu máli að vera búin/n að panta kirkju, sal, prest, ljósmyndara og söngatriði í kirkjuna með árs fyrirvara. 

„Svo er nauðsynlegt að þiggja alla þá hjálp sem býðst og aldrei gleyma því að þetta er ykkar dagur og þið ráðið hvernig þið viljið hafa hann. Svo þarf bara að njóta stóra dagsins og gleyma aldrei að elska hvort annað.“

Hægt er að lesa nánar um brúðkaup þeirra á bloggsíðu hennar. 

mbl.is

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »