Einn mesti fagurkeri í heimi?

Matthew Williamson er mikill fagurkeri og frábær í því að …
Matthew Williamson er mikill fagurkeri og frábær í því að setja saman ólíka liti og stíla. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Matthew Williamson gerir guðdómlega kjóla. En það er ekki það eina. Hann hefur verið listrænn stjórnandi eigin tískuveldis í tuttugu ár. Hann er einn mesti fagurkeri sem uppi hefur verið að margra mati. Smartland gerir hér tilraun til að rökstyðja að augu hans séu ögn næmari fyrir fegurð en önnur augu.

Að fylgja meistara Williamson eftir er skapandi. Hann er duglegur að nota samfélagsmiðla eins og sín eigin hugmyndaborð. Maður þarf ekki að eiga marga aura í buddunni til að finna leiðir til að lifa í anda Williamsons.

Sem dæmi um þetta er hugmynd sem hann gefur til fylgjenda sinna um að mála t.d. eldhúsið í bleikum lit og nota postulínið í eldhúsinu til skrauts eins og hann gerði á námsárum sínum.

Garðveislur í anda Matthews Williamsons eru engar venjulegar garðveislur. En hvað gerist ef við förum með langt borð út í garðinn. Röðum stólunum okkar við langt borðið. Skreytum með fallegum bleikum lit og leyfum gestum að njóta fegurðar náttúrunnar í bland við gómsætan mat í anda Williamsons?

Williamson leggur áherslu á að búa til hughrif hjá fólki við útidyrahurðina. Hann talar um þetta verkefni sem langtímaverkefni. Hann leyfir sér að anda inn í það, tekur eitt skref í einu. Blá hurð í bland við rauð blóm býr svo sannarlega til tilfinningu um hlýleika og fegurð. Þetta eru frábærar hugmyndir sem fylgjendur hans geta tileinkað sér hvar sem þeir búa.

Hversu mikið af veggskrauti er nóg veggskraut? Að mati Williamson má gera ansi mikið og blanda fallegum ljósum litum saman við rétta birtu. Williamson á hús á Spáni sem þykir einstaklega fallegt. Hann er snillingur í að setja saman húsgögn og listmuni. 

Williamson er duglegur að ferðast um heiminn. Á Indlandi finnur hann hina fallegu samsetningu ólíkra lita. Blár í bland við brúnan speglast svo fallega í græn-bláum lit sundlaugarinnar. Þetta sér fagurkerinn Williamson og deilir til fylgjenda sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál