Ágústa Eva landaði risahlutverki hjá HBO

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Smartland hefur heimildir fyrir því að leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hafi landað risahlutverki hjá sjónvarpsstöðinni HBO og muni leika eitt af aðalhlutverkunum í nýrri sjónvarpsseríu stöðvarinnar. Serían á að gerast á víkingatímabilinu og á rauða hárið og glettna augnaráðið án efa eftir að fanga sjónvarpsáhorfendur. 

Aðdáendur leikkonunnar hafa líklega tekið eftir því að hún hefur verið með annan fótinn í Noregi síðan í byrjun árs. Nú virðist vera komin skýring á þessum ferðalögum hennar til Noregs því prufur fyrir sjónvarpsseríuna hafa farið þar fram. Smartland hefur einnig heimildir fyrir því að hún hafi verið valin úr nokkur hundruð umsækjendum fyrir hlutverkið. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir.
mbl.is