Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

Að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt sem hugurinn girnist án þess að það sé nein fyrirstaða er eftirsótt staða. Þessar konur komust á lista yfir eftirsóttustu einhleypu konur landsins. Smartland leitaði til lesenda í gegnum Instagram Story og voru viðbrögðin ákaflega mikil. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi en gefur þó einhverja mynd af framúrskarandi konum sem eru í lausagangi. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir 

Ágústa Eva er ein eftirsóttasta leikkona landsins og svo syngur hún ákaflega fallega og er í hljómsveitinni Sycamore Tree ásamt Gunna Hilmars. Á dögunum landaði hún risahlutverki hjá HBO sjónvarpsstöðinni og verður hún með annan fótinn í Noregi og Litháen næsta vetur þar sem tökur munu fara fram. Ágústa Eva hefur komið víða við, leikið í íslenskum bíómyndum, sýnt Línu langsokk á sviði oftar en margur annar og verið dómari í Ísland Got Talent. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Kristborg Bóel ruddist inn á íslenskan bókamarkað í vor þegar hún gaf út bókina Tvöhundruð sextíu og einn dagur sem komst á metsölulista Eymundsson og var þar í nokkrar vikur. Bókin fjallar á einlægan hátt um sambandsslit og hvernig veröldin getur hrunið á korteri þegar fólk hættir saman. Kristborg Bóel er blaðamaður fyrir austan þar sem hún býr. 

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey hefur verið áberandi í íslensku samfélagi um margra ára skeið. Í dag er hún ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent en hún var áður aðstoðarmaður ráðherra og var ein af þeim sem kom V-deginum á koppinn. Þórey er mikil útivistarkona og eyðir öllum sínum frítíma úti í náttúrunni. 

Þórey Vilhjálmsdóttir.
Þórey Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólöf Skaftadóttir

Ólöf er ritstjóri Fréttablaðsins og þeir sem þekkja hana segja að hún sé hamhleypa til verka og svo er hún líka mikill húmoristi. Þegar Ólöf er ekki að vinna finnst henni skemmtilegt að labba á fjöll og spila á þverflautu. Hún hefur líka mikinn áhuga á samtímalist, matreiðslu og fornbókmenntum. 

Ólöf Skaftadóttir.
Ólöf Skaftadóttir.

Agnes Hlíf Andrésdóttir

Agnes er viðskiptastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Agnes er drífandi með leiftrandi húmor. Þar sem Agnes er, þar er stuð. 

Agnes Hlíf Andrésdóttir.
Agnes Hlíf Andrésdóttir.

Sigga Heimis

Sigga er einn frægasti hönnuður Íslands. Hún var hönnunarstjóri hjá Fritz Hanzen og svo hefur hún starfað mikið fyrir sænska móðurskipið IKEA ásamt því að hanna fyrir sitt eigið vörumerki. Sigga á fjölmörg áhugamál og í kringum hana er alltaf líf og fjör. 

Sigga Heimis.
Sigga Heimis.

Edda Björgvinsdóttir

Edda leikkona er þjóðargersemi. Hún hefur fengið landa sína til að hlæja frá sér allt vit með hennar einstaka gríni. Í seinni tíð hefur Edda verið að sýna á sér breiðari hliðar og sýna hvað hún er raunverulega mögnuð leikkona. Hún hlaut til dæmis mikla athygli erlendis fyrir hlutverk sitt í myndinni Undir trénu og eru þeir sem sáu þá mynd sammála að um sannkallaðan stjörnuleik hafi verið að ræða. 

Edda Björgvinsdóttir.
Edda Björgvinsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Harpa Káradóttir

Harpa er einn flinkasti förðunarmeistari landsins en hún starfar sem bjútíeditor hjá Glamour. Harpa þykir eftirsótt enda ferlega skemmtileg og lifandi mannvera. Harpa hefur gefið úr bók um förðun, bókina Andlit, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út. 

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna er lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún þykir með eindæmum góður kvenkostur. Hún er bæði klár og skemmtileg og ekki síst drífandi. Þar sem Áslaug Arna stígur niður fæti þar er stemning. Þegar hún er ekki að vinna má finna hana á fjöllum, í World Class eða á kaffihúsum borgarinnar. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þessar voru einnig nefndar: 

Eva Dögg Rúnarsdóttir jógakennari

Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður og athafnakona

Ragnheiður Theódórsdóttir 

Aldís Amah Hamilton flugfreyja

Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe

Helga Árnadóttir eigandi Vero Moda

Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri 

Rósa María Árnadóttir hjá Glamour

Margrét Bjarnadóttir kokkur

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi

mbl.is

„Fíkillinn rændi systur minni“

11:00 Diljá Mist Einarsdóttir segir frá því hvernig er að missa systur sína, Susie Rut Einarsdóttur.   Meira »

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

05:00 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Í gær, 22:30 Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Í gær, 18:00 „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

Í gær, 13:08 Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

í gær „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

í gær „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

í fyrradag Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

í fyrradag Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

í fyrradag „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

23.4. „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »