Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

Að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt sem hugurinn girnist án þess að það sé nein fyrirstaða er eftirsótt staða. Þessar konur komust á lista yfir eftirsóttustu einhleypu konur landsins. Smartland leitaði til lesenda í gegnum Instagram Story og voru viðbrögðin ákaflega mikil. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi en gefur þó einhverja mynd af framúrskarandi konum sem eru í lausagangi. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir 

Ágústa Eva er ein eftirsóttasta leikkona landsins og svo syngur hún ákaflega fallega og er í hljómsveitinni Sycamore Tree ásamt Gunna Hilmars. Á dögunum landaði hún risahlutverki hjá HBO sjónvarpsstöðinni og verður hún með annan fótinn í Noregi og Litháen næsta vetur þar sem tökur munu fara fram. Ágústa Eva hefur komið víða við, leikið í íslenskum bíómyndum, sýnt Línu langsokk á sviði oftar en margur annar og verið dómari í Ísland Got Talent. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Kristborg Bóel ruddist inn á íslenskan bókamarkað í vor þegar hún gaf út bókina Tvöhundruð sextíu og einn dagur sem komst á metsölulista Eymundsson og var þar í nokkrar vikur. Bókin fjallar á einlægan hátt um sambandsslit og hvernig veröldin getur hrunið á korteri þegar fólk hættir saman. Kristborg Bóel er blaðamaður fyrir austan þar sem hún býr. 

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey hefur verið áberandi í íslensku samfélagi um margra ára skeið. Í dag er hún ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent en hún var áður aðstoðarmaður ráðherra og var ein af þeim sem kom V-deginum á koppinn. Þórey er mikil útivistarkona og eyðir öllum sínum frítíma úti í náttúrunni. 

Þórey Vilhjálmsdóttir.
Þórey Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólöf Skaftadóttir

Ólöf er ritstjóri Fréttablaðsins og þeir sem þekkja hana segja að hún sé hamhleypa til verka og svo er hún líka mikill húmoristi. Þegar Ólöf er ekki að vinna finnst henni skemmtilegt að labba á fjöll og spila á þverflautu. Hún hefur líka mikinn áhuga á samtímalist, matreiðslu og fornbókmenntum. 

Ólöf Skaftadóttir.
Ólöf Skaftadóttir.

Agnes Hlíf Andrésdóttir

Agnes er viðskiptastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Agnes er drífandi með leiftrandi húmor. Þar sem Agnes er, þar er stuð. 

Agnes Hlíf Andrésdóttir.
Agnes Hlíf Andrésdóttir.

Sigga Heimis

Sigga er einn frægasti hönnuður Íslands. Hún var hönnunarstjóri hjá Fritz Hanzen og svo hefur hún starfað mikið fyrir sænska móðurskipið IKEA ásamt því að hanna fyrir sitt eigið vörumerki. Sigga á fjölmörg áhugamál og í kringum hana er alltaf líf og fjör. 

Sigga Heimis.
Sigga Heimis.

Edda Björgvinsdóttir

Edda leikkona er þjóðargersemi. Hún hefur fengið landa sína til að hlæja frá sér allt vit með hennar einstaka gríni. Í seinni tíð hefur Edda verið að sýna á sér breiðari hliðar og sýna hvað hún er raunverulega mögnuð leikkona. Hún hlaut til dæmis mikla athygli erlendis fyrir hlutverk sitt í myndinni Undir trénu og eru þeir sem sáu þá mynd sammála að um sannkallaðan stjörnuleik hafi verið að ræða. 

Edda Björgvinsdóttir.
Edda Björgvinsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Harpa Káradóttir

Harpa er einn flinkasti förðunarmeistari landsins en hún starfar sem bjútíeditor hjá Glamour. Harpa þykir eftirsótt enda ferlega skemmtileg og lifandi mannvera. Harpa hefur gefið úr bók um förðun, bókina Andlit, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út. 

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna er lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún þykir með eindæmum góður kvenkostur. Hún er bæði klár og skemmtileg og ekki síst drífandi. Þar sem Áslaug Arna stígur niður fæti þar er stemning. Þegar hún er ekki að vinna má finna hana á fjöllum, í World Class eða á kaffihúsum borgarinnar. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þessar voru einnig nefndar: 

Eva Dögg Rúnarsdóttir jógakennari

Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður og athafnakona

Ragnheiður Theódórsdóttir 

Aldís Amah Hamilton flugfreyja

Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe

Helga Árnadóttir eigandi Vero Moda

Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri 

Rósa María Árnadóttir hjá Glamour

Margrét Bjarnadóttir kokkur

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi

mbl.is

Einfaldleiki og fegurð í 101

06:00 Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Í gær, 22:00 Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

Í gær, 18:00 Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

Í gær, 16:30 Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

Í gær, 12:30 „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

Í gær, 09:30 Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

í gær „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

í fyrradag „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

í fyrradag „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

í fyrradag Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

í fyrradag Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

í fyrradag „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Sniðugar og góðar lausnir

12.8. Þeir sem aðhyllast einfaldan og góðan lífstíl vilja vanalega búa í smærra húsnæði á góðum stað en nýta rýmið vel. Eftirfarandi lausnir eru frábærar fyrir þannig hugsandi fólk. Meira »

„Hlutirnir bara gerast“

12.8. Daphne Guinness er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. Meira »

Hlébarðamynstur verður enn þá heitt í haust

12.8. Það eru góðar fréttir úr tískuheiminum því hlébarðamynstur mun halda áfram að vera heitt í tískunni í haust.  Meira »

Getur verið að ég hafi fæðst einmana?

12.8. Kona sendir inn spurningu og er að velta fyrir sér hvort það geti verið að hún hafi fæðst einmana. Hún finnur fyrir mikilli fjarlægð á milli sín og annars fólks. Hún er ein í gleði og sorg og stendur utan við allt. Meira »

Franskur barokk-stíll vinsæll

12.8. Hönnun kastalans fræga Vaux le Vicomte hefur verið vinsæl víða um heiminn. Fólk útfærir hönnunina á sinn hátt en það sem einkennir þennan fræga barokk-stíl er meðal annars hvít og svört gólf, marmari, gylltir rammar og ljósir litir. Meira »

Af hverju fæ ég ekki fullnægingu?

11.8. Ef þú heldur að þú sért eina konan sem fær ekki fullnægingu þrátt fyrir ítrekað tilraunir ertu á villigötum. Aðeins 65% gagnkynhneigðra kvenna fá fullnægingu þegar þær stunda kynlíf. Hér eru nokkur ráð frá kynlífsfræðingum um hvernig má auka líkur á fullnægingu. Meira »