Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

Að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt sem hugurinn girnist án þess að það sé nein fyrirstaða er eftirsótt staða. Þessar konur komust á lista yfir eftirsóttustu einhleypu konur landsins. Smartland leitaði til lesenda í gegnum Instagram Story og voru viðbrögðin ákaflega mikil. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi en gefur þó einhverja mynd af framúrskarandi konum sem eru í lausagangi. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir 

Ágústa Eva er ein eftirsóttasta leikkona landsins og svo syngur hún ákaflega fallega og er í hljómsveitinni Sycamore Tree ásamt Gunna Hilmars. Á dögunum landaði hún risahlutverki hjá HBO sjónvarpsstöðinni og verður hún með annan fótinn í Noregi og Litháen næsta vetur þar sem tökur munu fara fram. Ágústa Eva hefur komið víða við, leikið í íslenskum bíómyndum, sýnt Línu langsokk á sviði oftar en margur annar og verið dómari í Ísland Got Talent. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Kristborg Bóel ruddist inn á íslenskan bókamarkað í vor þegar hún gaf út bókina Tvöhundruð sextíu og einn dagur sem komst á metsölulista Eymundsson og var þar í nokkrar vikur. Bókin fjallar á einlægan hátt um sambandsslit og hvernig veröldin getur hrunið á korteri þegar fólk hættir saman. Kristborg Bóel er blaðamaður fyrir austan þar sem hún býr. 

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey hefur verið áberandi í íslensku samfélagi um margra ára skeið. Í dag er hún ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent en hún var áður aðstoðarmaður ráðherra og var ein af þeim sem kom V-deginum á koppinn. Þórey er mikil útivistarkona og eyðir öllum sínum frítíma úti í náttúrunni. 

Þórey Vilhjálmsdóttir.
Þórey Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólöf Skaftadóttir

Ólöf er ritstjóri Fréttablaðsins og þeir sem þekkja hana segja að hún sé hamhleypa til verka og svo er hún líka mikill húmoristi. Þegar Ólöf er ekki að vinna finnst henni skemmtilegt að labba á fjöll og spila á þverflautu. Hún hefur líka mikinn áhuga á samtímalist, matreiðslu og fornbókmenntum. 

Ólöf Skaftadóttir.
Ólöf Skaftadóttir.

Agnes Hlíf Andrésdóttir

Agnes er viðskiptastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Agnes er drífandi með leiftrandi húmor. Þar sem Agnes er, þar er stuð. 

Agnes Hlíf Andrésdóttir.
Agnes Hlíf Andrésdóttir.

Sigga Heimis

Sigga er einn frægasti hönnuður Íslands. Hún var hönnunarstjóri hjá Fritz Hanzen og svo hefur hún starfað mikið fyrir sænska móðurskipið IKEA ásamt því að hanna fyrir sitt eigið vörumerki. Sigga á fjölmörg áhugamál og í kringum hana er alltaf líf og fjör. 

Sigga Heimis.
Sigga Heimis.

Edda Björgvinsdóttir

Edda leikkona er þjóðargersemi. Hún hefur fengið landa sína til að hlæja frá sér allt vit með hennar einstaka gríni. Í seinni tíð hefur Edda verið að sýna á sér breiðari hliðar og sýna hvað hún er raunverulega mögnuð leikkona. Hún hlaut til dæmis mikla athygli erlendis fyrir hlutverk sitt í myndinni Undir trénu og eru þeir sem sáu þá mynd sammála að um sannkallaðan stjörnuleik hafi verið að ræða. 

Edda Björgvinsdóttir.
Edda Björgvinsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Harpa Káradóttir

Harpa er einn flinkasti förðunarmeistari landsins en hún starfar sem bjútíeditor hjá Glamour. Harpa þykir eftirsótt enda ferlega skemmtileg og lifandi mannvera. Harpa hefur gefið úr bók um förðun, bókina Andlit, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út. 

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna er lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún þykir með eindæmum góður kvenkostur. Hún er bæði klár og skemmtileg og ekki síst drífandi. Þar sem Áslaug Arna stígur niður fæti þar er stemning. Þegar hún er ekki að vinna má finna hana á fjöllum, í World Class eða á kaffihúsum borgarinnar. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þessar voru einnig nefndar: 

Eva Dögg Rúnarsdóttir jógakennari

Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður og athafnakona

Ragnheiður Theódórsdóttir 

Aldís Amah Hamilton flugfreyja

Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe

Helga Árnadóttir eigandi Vero Moda

Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri 

Rósa María Árnadóttir hjá Glamour

Margrét Bjarnadóttir kokkur

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi

mbl.is

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

Í gær, 16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í gær Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í fyrradag Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »