Fræga fólkið safnar peningum

Ilmur, Eiður og Ólafur Darri ætla öll að hlaupa 10 …
Ilmur, Eiður og Ólafur Darri ætla öll að hlaupa 10 kílómetra.

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum en Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið á morgun. Um 15 þúsund manns hafa skráð sig í hlaupið. Þó að einhverjir hlaupi aðeins fyrir sjálfa sig þá eru margir sem safna áheitum fyrir góð málefni. Það eru nokkur þekkt nöfn sem taka þátt í hlaupinu á morgun.

Þar á meðal eru leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, sem hleypur fyrir AHC-samtökin, og leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem hleypur fyrir Píeta samtökin. Ólafur Darri er á meðal þeirra hlaupara sem hafa safnað mestu fyrir hlaupið en hann hefur safnað 685 þúsund krónum þegar þetta er skrifað. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar einnig að hlaupa 21 kílómetra, en hann hljóp sömu vegalengd í Jökulsárhlaupinu síðustu helgi.

Þá ætlar allt starfsfólk Boss búðarinnar að hlaupa heilt maraþon, eða 42 kílómetra, í Boss-jakkafötum og -kjólum. Þau eru átta í hópnum og hafa safnað rúmum 877 þúsund krónum til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. 

Elisabet Margeirsdóttir, Alma Maria Rögnvaldsdóttir, Margrét Elíasdóttir, Elín Gísladóttir og …
Elisabet Margeirsdóttir, Alma Maria Rögnvaldsdóttir, Margrét Elíasdóttir, Elín Gísladóttir og Martha Ernstdóttir ætla að hlaupa í Boss-kjólum. Pétur Ívarsson er liðsstjóri og ætlar hann að hlaupa í Boss-jakkafötum.

Eiður Smári Guðjohnsen hleypur fyrir Ljónshjarta og hefur safnað 2 þúsund krónum.

Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður.
Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ágúst Bent hleypur fyrir Samhjálp og hefur safnað 41 þúsund krónum.

Ágúst Bent rappari.
Ágúst Bent rappari.

Hildur Eir Bolladóttir hleypur fyrir Minningarsjóð Einars Darra og hefur safnað 239 þúsund krónum.

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.
Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.

Ari Eldjárn hleypur fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns og hefur safnað 41 þúsund krónum.

Ari Eldjárn uppistandari.
Ari Eldjárn uppistandari. Ómar Óskarsson

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, hleypur fyrir Ljónshjarta og hefur safnað 577 þúsund krónum.

Rikki í kleinuhringjabúningnum.
Rikki í kleinuhringjabúningnum. skjáskot//Facebook

Jón Gunnar Geirdal hleypur fyrir Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, og hefur safnað 441 þúsund krónum. 

Jón Gunnar Geirdal.
Jón Gunnar Geirdal. Kristinn Ingvarsson

Sturla Atlas, Pétur Kiernan og Aronmola hlaupa fyrir Einstök börn og hafa safnað 746 þúsund krónum.

Pétur Kiernan, Aronmola og Sturla Atlas.
Pétur Kiernan, Aronmola og Sturla Atlas.

Kjartan Atli Kjartansson hleypur fyrir MND-félagið á Íslandi og hefur safnað 173 þúsund krónum.

Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður.
Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður.

Brynja Dan Guðmundsdóttir hleypur fyrir Ljónshjarta og hefur safnað 130 þúsund krónum.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S.

Birgitta Líf Björnsdóttir hleypur fyrir Einstök börn og hefur safnað 116 þúsund krónum.

Birgitta Líf Björnsdóttir bloggari.
Birgitta Líf Björnsdóttir bloggari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiðar Austmann hleypur fyrir Ljónshjarta og hefur safnað 105 þúsund krónum. 

Heiðar Austmann fjölmiðlamaður.
Heiðar Austmann fjölmiðlamaður. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál