Hilary Swank gifti sig í risafuruskógi

Hilary Swank gifti sig um helgina.
Hilary Swank gifti sig um helgina. MARIO ANZUONI

Leikkonan Hilary Swank gekk í það heilaga með athafnamanninum Philip Schneider um helgina. Þau giftu sig í risafuruskóginum í Carmel í Kaliforníu þar sem trén eru yfir 800 ára gömul. 

Swank gifti sig í guðdómlegum sérsaumuðum kjól frá Elie Saab og tók 150 tíma að sauma kjólinn. Hún skipti um kjól fyrir veisluna og var hann hannaður af Maria Grazia Chiuri hjá Dior. Jakkaföt brúðgumans komu einnig úr smiðju Dior. Skór brúðhjónanna voru frá Christian Louboutin. 

Staðurinn sem þau völdu var alveg einstakur, en Swank og Schneider eru bæði hrifin af náttúrunni. Þau völdu einnig staðsetningu sem var ekki of langt í burtu frá föður hennar. Hann fór í aðgerð á lungunum fyrir nokkrum árum sem olli því að hann má ekki fljúga. 

Brúðhjónin kynntust árið 2015 þegar þau fóru á blint stefnumót. Stefnumótið varði í 13 tíma frá klukkan 10 um morguninn þar til um 11 um kvöldið. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau trúlofuðu sig um einu og hálfu ári seinna. Þá voru þau í ferðalagi um fjöll Colorado-ríkis og fór Schneider á skeljarnar á afskektum stað.

Myndir úr brúðkaupinu má skoða í umfjöllun Vogue um brúðkaupið.

Þau giftu sig inni í skógi.
Þau giftu sig inni í skógi. skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál