Yngingarleyndarmál Kirsten Bell

Kristen Bell hefur varla elst um dag síðustu tíu ár.
Kristen Bell hefur varla elst um dag síðustu tíu ár. AFP

Leikkonan Kristen Bell lítur ótrúlega vel út, og það sem meira er, hún virðist varla hafa elst um einn dag á síðustu 10 árum. Bell segir ýmislegt vera á bak við það hvernig hún heldur sér ungri og frísklegri.

Bell var vegan í 5 ár en breytti yfir í grænmetisfæði síðla árs 2017. Hún segir að það hafi gert henni gott að vera vegan en hún sá sjálfa sig ekki endast í því til langs tíma litið. Hún er því byrjuð að borða egg og mjólkurvörur aftur.

Kristen Bell varð 38 ára á árinu.
Kristen Bell varð 38 ára á árinu. skjáskot/instagram

Hún hugsar aukinheldur einstaklega vel um húðina sína og segist aldrei fara að sofa með farða á sér. „Ég hreinsa húðina mína tvisvar á kvöldin og strýk yfr hana með klút áður en ég þríf hana,“ sagði Bell í viðtali. Hún lýsti húðrútínunni sinni sem eins konar sjálfsást í viðtali við ELLE. „Þegar börnin mín eru farin að sofa þvæ ég mér í framan og undirbý mig fyrir háttinn. Ég ber rakakrem á mig og mér líður eins og ég sé að sýna sjálfri mér aðeins meiri ást. Þetta er eitthvað sem ég geri bara fyrir sjálfa mig og lætur mér líða vel,“ sagði Bell.

Doing my best imitation of @the_salty_blonde and feeling VERY self conscious despite the confident pose. Such is the nature of a beach photo. Suit by @montce_swim @beachesresorts #beachesturksandcaicos

A post shared by kristen bell (@kristenanniebell) on Feb 3, 2018 at 2:56pm PST

Hún notar alltaf sólarvörn. „Ég elska sólina, en hún er ekki vinkona mín, þannig ég set alltaf sólarvörn á mig á hverjum morgni og það er örugglega sá hluti af húðrútínunni minni sem gerir hvað mest gagn,“ sagði Bell. 

Bell er einnig dugleg að halda sér á hreyfingu, hvort sem það er í ræktinni eða þegar hún leikur við börnin sín. Hún er hrifin af stuttum æfingum með mikilli ákefð og reynir alltaf að finna tíma til að taka stuttar æfingar. Það getur verið erfitt fyrir fólk að finna tíma til að hreyfa sig utan vinnutíma. „Ég á stundum í samningaviðræðum við mig og ég finn að ef ég held mig við lítil markmið næ ég árangri. Ég segi til dæmis við sjálfa mig „Það eina sem ég þarf að gera í dag er að hlaupa í 7 mínútur,“ eða 10 mínútur. Ég hleyp sjaldan lengur en í 15 til 20 mínútur,“ segir Bell. 

#Comicon here I come! (For clarity, what you're looking at is a girl trying to sleep in the back seat of a car wearing an eyemask atop a face mask. Obvi.)

A post shared by kristen bell (@kristenanniebell) on Jul 21, 2018 at 2:07am PDT

mbl.is

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

Í gær, 19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

Í gær, 14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

Í gær, 12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í gær „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í fyrradag Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í fyrradag Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í fyrradag Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »