Yngingarleyndarmál Kirsten Bell

Kristen Bell hefur varla elst um dag síðustu tíu ár.
Kristen Bell hefur varla elst um dag síðustu tíu ár. AFP

Leikkonan Kristen Bell lítur ótrúlega vel út, og það sem meira er, hún virðist varla hafa elst um einn dag á síðustu 10 árum. Bell segir ýmislegt vera á bak við það hvernig hún heldur sér ungri og frísklegri.

Bell var vegan í 5 ár en breytti yfir í grænmetisfæði síðla árs 2017. Hún segir að það hafi gert henni gott að vera vegan en hún sá sjálfa sig ekki endast í því til langs tíma litið. Hún er því byrjuð að borða egg og mjólkurvörur aftur.

Kristen Bell varð 38 ára á árinu.
Kristen Bell varð 38 ára á árinu. skjáskot/instagram

Hún hugsar aukinheldur einstaklega vel um húðina sína og segist aldrei fara að sofa með farða á sér. „Ég hreinsa húðina mína tvisvar á kvöldin og strýk yfr hana með klút áður en ég þríf hana,“ sagði Bell í viðtali. Hún lýsti húðrútínunni sinni sem eins konar sjálfsást í viðtali við ELLE. „Þegar börnin mín eru farin að sofa þvæ ég mér í framan og undirbý mig fyrir háttinn. Ég ber rakakrem á mig og mér líður eins og ég sé að sýna sjálfri mér aðeins meiri ást. Þetta er eitthvað sem ég geri bara fyrir sjálfa mig og lætur mér líða vel,“ sagði Bell.

Hún notar alltaf sólarvörn. „Ég elska sólina, en hún er ekki vinkona mín, þannig ég set alltaf sólarvörn á mig á hverjum morgni og það er örugglega sá hluti af húðrútínunni minni sem gerir hvað mest gagn,“ sagði Bell. 

Bell er einnig dugleg að halda sér á hreyfingu, hvort sem það er í ræktinni eða þegar hún leikur við börnin sín. Hún er hrifin af stuttum æfingum með mikilli ákefð og reynir alltaf að finna tíma til að taka stuttar æfingar. Það getur verið erfitt fyrir fólk að finna tíma til að hreyfa sig utan vinnutíma. „Ég á stundum í samningaviðræðum við mig og ég finn að ef ég held mig við lítil markmið næ ég árangri. Ég segi til dæmis við sjálfa mig „Það eina sem ég þarf að gera í dag er að hlaupa í 7 mínútur,“ eða 10 mínútur. Ég hleyp sjaldan lengur en í 15 til 20 mínútur,“ segir Bell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál