Anna Svava og Gylfi giftu sig um helgina

Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og ísbúðareigandi.
Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og ísbúðareigandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson gengu í hjónaband í gær. Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur gaf hjónin saman. 

Anna Svava og Gylfi reka ísbúðina Valdísi sem sló í gegn þegar hún opnaði en síðan hefur verið biðröð í góða ísinn sem þau búa til. Það er enginn maður með mönnum nema hafa smakkað þann ís. Anna Svava er líka leikkona og hefur fengið fólkið í landinu til að hlæja mjög mikið enda er hún sniðug. Hún var til dæmis óborganleg í Ligeglad-þáttunum sem sýndir voru á RÚV þar sem hún átti stjörnuleik á móti Helga fokking Björns sem söng einmitt í brúðkaupinu. 

Hjónin eiga tvö börn og því var ekki úr vegi að láta pússa sambandið endanlega saman. Anna Svava og Gylfi eiga mikið af skemmtilegum vinum og var brúðkaupsveislan hin hressasta eins og sést á Instagram. 

Hættið að bjóða mér í brúðkaup! #gylfan

A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on Aug 26, 2018 at 12:04pm PDT

♥️ #gylfan

A post shared by Sunna Petursdottir (@sungun83) on Aug 26, 2018 at 7:40am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál