Eftirsóknarverðustu einhleypu mennirnir

Kristófer Acox er einn af þeim sem lesendur Smartlands völdu ...
Kristófer Acox er einn af þeim sem lesendur Smartlands völdu sem eftirsóttasta einhleypa mann landsins. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Lesendur Smartlands völdu eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins. Þessir komust á lista en lesendur Smartlands völdu eftirfarandi menn í gegnum Instagram Smartlands Mörtu Maríu: 

Rúrik Gíslason

Rúrik er atvinnumaður í fótbolta og vakti heimsathygli á HM í Rússlandi í sumar. Rúrik þykir vera einn af myndarlegustu mönnum veraldar og svo kann hann líka að spila fótbolta. Hann er með 1,3 milljón fylgjendur á Instagram. Hann er töff týpa sem flýgur einungis á fyrsta farrými að mati lesenda.

Rúrik Gíslason er einn eftirsóknaverðasti maður í heimi.
Rúrik Gíslason er einn eftirsóknaverðasti maður í heimi. mbl.is / Skapti

Ásgeir Trausti

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á lausu. Hann hefur sigrað heiminn með tónlist sinni en síðustu ár hefur hann verið lítið á Íslandi því mestur af hans tíma hefur farið í að túra um heiminn. Hann er með æðislega rödd og heillar konur hvert sem hann kemur.

Ásgeir Trausti er með fallega rödd, góður og hlýr maður ...
Ásgeir Trausti er með fallega rödd, góður og hlýr maður að sögn lesenda. Ljósmyn/skjáskot Instagram

Aron Pálmarsson

Hanboltastjarnan Aron er á lausu. Hann skrifaði nýlega undir samning við Barcelona sem þykir gott í heimi íþróttanna. Hann er flottur strákur sem kann að njóta lífsins. Alltaf vel til fara og ber af hvert sem hann kemur að mati lesenda.

Aron Pálma kann að njóta lífsins. Hann hefur mikinn metnað ...
Aron Pálma kann að njóta lífsins. Hann hefur mikinn metnað er glaður og skemmtilegur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar kom sá og sigraði þegar hann var kynnir í Idol stjörnuleit ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni. Í dag rekur Sigmar Keiluhöllina og Shake&Pizza í Egilshöll. Hann þykir manna skemmtilegastur enda liggur honum alltaf mikið á hjarta. 

Sigmar er skemmtilegur og hress maður með góðan húmor.
Sigmar er skemmtilegur og hress maður með góðan húmor. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Bjarni Frímann Bjarnason

Bjarni er hljómsveitastjóri og tónlistamaður. Hann byrjaði að stunda tónlistanám einungis fjögurra ára að aldri og hefur allar götur síðan ljáð tónlistinni krafta sína.

Þrátt fyrir ungan aldur tók hann við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu ári. Sem slíkur gegnir hann veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar. Lesendur Smartlands segja hann einn með öllu. Fallegan, skemmtilegan og þroskaðan mann sem setur heiðarleika og kærleik inn í flest af því sem hann gerir. „Hún verður heppin sú sem hreppir þennan gullmola,“ skrifaði einn af lesendum Smartlands.

Bjarni Frímann er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér.
Bjarni Frímann er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. mbl.is

Eiður Smári Guðjonjonsen

Eiður Smári hefur lagt sitt af mörkum í knattspyrnu. Hann er með skemmtilega framkomu og hrókur alls fagnaðar hvert sem hann kemur. Lesendur Smartlands segja að hann haldi sér vel miðað við aldur og líkt og með aðra úr atvinnumesku þá noti hann það sem hann lærði í fótbolta á fleiri svið lífsins. 

Eiður Smári Guðjohnsen er í flottu formi þrátt fyrir aldur.
Eiður Smári Guðjohnsen er í flottu formi þrátt fyrir aldur. mbl.is/ Skapti

Björgólfur Takefusa

Björgólfur er hress og flottur strákur. Hann er alltaf brosandi og kemur öðrum í gott skap með sér. Hann er ótrúlega fallegur og vill öðrum vel að mati lesenda. Hann er flottur á myndum, en ómæ þegar þú sérð hann í kjötheimum. „Annar eins maður hefur ekki verið fæddur á þessari jörð,“ skrifaði lesandi.

Björgólfur Takefusa er flottur í lifanda lífi.
Björgólfur Takefusa er flottur í lifanda lífi. mbl/Arnþór Birkisson

Gunnlaugur Jónsson

Gunnlaugur er fagurkeri og fagmaður fram í fingurgóma að mati lesenda. Hann kann að segja nei og er fylginn sér. Smá prófessor en ekki leiðinlegur. Hann vill vita allt um hluti sem er sjarmerandi að mati lesenda. Það er eitthvað við þennan mann sem heillar.

Gunnlaugur Jónsson alltaf flottur á vellinum.
Gunnlaugur Jónsson alltaf flottur á vellinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theodór Ingi Pálmason

Theodor Ingi er enginn venjulegur endurskoðandi að mati lesenda. Hann er uppátækjasamur, en vill hafa öryggi í kringum sig. Klæðir sig einstaklega vel og er öðrum mönnum til fyrirmyndar með það að mati lesenda. „Hann á ekki eftir að vera lengi á lausu,“ skrifaði lesandi.

Theódór Ingi Pálmason endurskoðandi hjá KPMG kann að meta flottan ...
Theódór Ingi Pálmason endurskoðandi hjá KPMG kann að meta flottan fatnað í bland við smá glamúr.

Róbert Fannar Halldórsson

Róbert Fannar er nýja kynslóðin af frumkvöðli. Hann er opinn og skemmtilegur og þorir að koma fram eins og hann er klæddur. Hann er reyndar alltaf vel klæddur, en hann er ekki einn af þeim sem er að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Sætur og skemmtilegur segja lesendur Smartlands.

Róbert Fannar Halldórsson kann að njóta góðu stundanna í lífinu.
Róbert Fannar Halldórsson kann að njóta góðu stundanna í lífinu.

Elvar Orri Hreinsson

Elvar Orri er sérfræðingur í greningardeild hjá Íslandsbanka. Hann lifir á góðri hreyfingu og er mikill söngfugl í sturtunni en á góðri stund er hann rosalegur söngvari. Hann þykir búa yfir mörgun eftirsóknarverðum kostum eins og til dæmis að vera skapgóður og gefast aldrei upp. 

Jón Júlíus Karlsson

Jón Júlíus er einn ástsælasti golflýsandi þjóðarinnar, en hann er fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV og framkvæmdastjóri Aftureldingar. Hann fór mikinn þegar hann lýsti Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum og er mikill snyrtipinni. Þess má geta að Jón Júlíus býr í miðbænum og hefur sérstaklega gaman af íþróttum.

Jón Júlíus Karlsson kann að meta að vera úti í ...
Jón Júlíus Karlsson kann að meta að vera úti í náttúrunni.

Kristófer Acox

Íslenski landsliðsmaður­inn Kristó­fer Acox er eft­ir­sókna­verður um víða ver­öld þegar kem­ur að hæfni sinni í körfu­bolta. Hann hef­ur spilað með KR á síðustu leiktíð en hef­ur ný­verið gert samn­ing um að fara að spila í Frakklandi. Hann þykir metnaðarfull­ur, skemmti­leg­ur og fram­sýnn.  „Hann á frá­bæra mömmu og virðist hafa tekið úr upp­eld­inu fal­lega sýn á sterk­ar kon­ur,“ skrif­ar les­andi. 

Kristófer Acox er einstaklega metnaðarfullur ungur maður.
Kristófer Acox er einstaklega metnaðarfullur ungur maður. mbl.is/Bjarni Helgason

Þessir voru einnig nefndir: 

Snorri Björns ljósmyndari

Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarmaður og rithöfundur

Árni Sæberg ljósmyndari

Snorri Björn Sturluson lögmaður

Magnús Júlíusson, orkumiðlari og verkfræðingur

Jörundur Ragnarsson leikari

Arnór Pálmi Arnarsson leikstjóri

Hugleikur Dagsson grínteiknari

mbl.is

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

Í gær, 18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

Í gær, 15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

Í gær, 11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

Í gær, 09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

Í gær, 06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í fyrradag Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í fyrradag Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í fyrradag Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í fyrradag Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í fyrradag Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »