Eftirsóknarverðustu einhleypu mennirnir

Kristófer Acox er einn af þeim sem lesendur Smartlands völdu ...
Kristófer Acox er einn af þeim sem lesendur Smartlands völdu sem eftirsóttasta einhleypa mann landsins. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Lesendur Smartlands völdu eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins. Þessir komust á lista en lesendur Smartlands völdu eftirfarandi menn í gegnum Instagram Smartlands Mörtu Maríu: 

Rúrik Gíslason

Rúrik er atvinnumaður í fótbolta og vakti heimsathygli á HM í Rússlandi í sumar. Rúrik þykir vera einn af myndarlegustu mönnum veraldar og svo kann hann líka að spila fótbolta. Hann er með 1,3 milljón fylgjendur á Instagram. Hann er töff týpa sem flýgur einungis á fyrsta farrými að mati lesenda.

Rúrik Gíslason er einn eftirsóknaverðasti maður í heimi.
Rúrik Gíslason er einn eftirsóknaverðasti maður í heimi. mbl.is / Skapti

Ásgeir Trausti

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á lausu. Hann hefur sigrað heiminn með tónlist sinni en síðustu ár hefur hann verið lítið á Íslandi því mestur af hans tíma hefur farið í að túra um heiminn. Hann er með æðislega rödd og heillar konur hvert sem hann kemur.

Ásgeir Trausti er með fallega rödd, góður og hlýr maður ...
Ásgeir Trausti er með fallega rödd, góður og hlýr maður að sögn lesenda. Ljósmyn/skjáskot Instagram

Aron Pálmarsson

Hanboltastjarnan Aron er á lausu. Hann skrifaði nýlega undir samning við Barcelona sem þykir gott í heimi íþróttanna. Hann er flottur strákur sem kann að njóta lífsins. Alltaf vel til fara og ber af hvert sem hann kemur að mati lesenda.

Aron Pálma kann að njóta lífsins. Hann hefur mikinn metnað ...
Aron Pálma kann að njóta lífsins. Hann hefur mikinn metnað er glaður og skemmtilegur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar kom sá og sigraði þegar hann var kynnir í Idol stjörnuleit ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni. Í dag rekur Sigmar Keiluhöllina og Shake&Pizza í Egilshöll. Hann þykir manna skemmtilegastur enda liggur honum alltaf mikið á hjarta. 

Sigmar er skemmtilegur og hress maður með góðan húmor.
Sigmar er skemmtilegur og hress maður með góðan húmor. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Bjarni Frímann Bjarnason

Bjarni er hljómsveitastjóri og tónlistamaður. Hann byrjaði að stunda tónlistanám einungis fjögurra ára að aldri og hefur allar götur síðan ljáð tónlistinni krafta sína.

Þrátt fyrir ungan aldur tók hann við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu ári. Sem slíkur gegnir hann veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar. Lesendur Smartlands segja hann einn með öllu. Fallegan, skemmtilegan og þroskaðan mann sem setur heiðarleika og kærleik inn í flest af því sem hann gerir. „Hún verður heppin sú sem hreppir þennan gullmola,“ skrifaði einn af lesendum Smartlands.

Bjarni Frímann er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér.
Bjarni Frímann er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. mbl.is

Eiður Smári Guðjonjonsen

Eiður Smári hefur lagt sitt af mörkum í knattspyrnu. Hann er með skemmtilega framkomu og hrókur alls fagnaðar hvert sem hann kemur. Lesendur Smartlands segja að hann haldi sér vel miðað við aldur og líkt og með aðra úr atvinnumesku þá noti hann það sem hann lærði í fótbolta á fleiri svið lífsins. 

Eiður Smári Guðjohnsen er í flottu formi þrátt fyrir aldur.
Eiður Smári Guðjohnsen er í flottu formi þrátt fyrir aldur. mbl.is/ Skapti

Björgólfur Takefusa

Björgólfur er hress og flottur strákur. Hann er alltaf brosandi og kemur öðrum í gott skap með sér. Hann er ótrúlega fallegur og vill öðrum vel að mati lesenda. Hann er flottur á myndum, en ómæ þegar þú sérð hann í kjötheimum. „Annar eins maður hefur ekki verið fæddur á þessari jörð,“ skrifaði lesandi.

Björgólfur Takefusa er flottur í lifanda lífi.
Björgólfur Takefusa er flottur í lifanda lífi. mbl/Arnþór Birkisson

Gunnlaugur Jónsson

Gunnlaugur er fagurkeri og fagmaður fram í fingurgóma að mati lesenda. Hann kann að segja nei og er fylginn sér. Smá prófessor en ekki leiðinlegur. Hann vill vita allt um hluti sem er sjarmerandi að mati lesenda. Það er eitthvað við þennan mann sem heillar.

Gunnlaugur Jónsson alltaf flottur á vellinum.
Gunnlaugur Jónsson alltaf flottur á vellinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theodór Ingi Pálmason

Theodor Ingi er enginn venjulegur endurskoðandi að mati lesenda. Hann er uppátækjasamur, en vill hafa öryggi í kringum sig. Klæðir sig einstaklega vel og er öðrum mönnum til fyrirmyndar með það að mati lesenda. „Hann á ekki eftir að vera lengi á lausu,“ skrifaði lesandi.

Theódór Ingi Pálmason endurskoðandi hjá KPMG kann að meta flottan ...
Theódór Ingi Pálmason endurskoðandi hjá KPMG kann að meta flottan fatnað í bland við smá glamúr.

Róbert Fannar Halldórsson

Róbert Fannar er nýja kynslóðin af frumkvöðli. Hann er opinn og skemmtilegur og þorir að koma fram eins og hann er klæddur. Hann er reyndar alltaf vel klæddur, en hann er ekki einn af þeim sem er að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Sætur og skemmtilegur segja lesendur Smartlands.

Róbert Fannar Halldórsson kann að njóta góðu stundanna í lífinu.
Róbert Fannar Halldórsson kann að njóta góðu stundanna í lífinu.

Elvar Orri Hreinsson

Elvar Orri er sérfræðingur í greningardeild hjá Íslandsbanka. Hann lifir á góðri hreyfingu og er mikill söngfugl í sturtunni en á góðri stund er hann rosalegur söngvari. Hann þykir búa yfir mörgun eftirsóknarverðum kostum eins og til dæmis að vera skapgóður og gefast aldrei upp. 

Jón Júlíus Karlsson

Jón Júlíus er einn ástsælasti golflýsandi þjóðarinnar, en hann er fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV og framkvæmdastjóri Aftureldingar. Hann fór mikinn þegar hann lýsti Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum og er mikill snyrtipinni. Þess má geta að Jón Júlíus býr í miðbænum og hefur sérstaklega gaman af íþróttum.

Jón Júlíus Karlsson kann að meta að vera úti í ...
Jón Júlíus Karlsson kann að meta að vera úti í náttúrunni.

Kristófer Acox

Íslenski landsliðsmaður­inn Kristó­fer Acox er eft­ir­sókna­verður um víða ver­öld þegar kem­ur að hæfni sinni í körfu­bolta. Hann hef­ur spilað með KR á síðustu leiktíð en hef­ur ný­verið gert samn­ing um að fara að spila í Frakklandi. Hann þykir metnaðarfull­ur, skemmti­leg­ur og fram­sýnn.  „Hann á frá­bæra mömmu og virðist hafa tekið úr upp­eld­inu fal­lega sýn á sterk­ar kon­ur,“ skrif­ar les­andi. 

Kristófer Acox er einstaklega metnaðarfullur ungur maður.
Kristófer Acox er einstaklega metnaðarfullur ungur maður. mbl.is/Bjarni Helgason

Þessir voru einnig nefndir: 

Snorri Björns ljósmyndari

Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarmaður og rithöfundur

Árni Sæberg ljósmyndari

Snorri Björn Sturluson lögmaður

Magnús Júlíusson, orkumiðlari og verkfræðingur

Jörundur Ragnarsson leikari

Arnór Pálmi Arnarsson leikstjóri

Hugleikur Dagsson grínteiknari

mbl.is

Hræðileg kynlífsreynsla karla

05:00 Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

Í gær, 20:00 Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

Í gær, 17:00 Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

Í gær, 13:00 Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

Í gær, 09:00 Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

í gær Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

í fyrradag Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

í fyrradag „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

í fyrradag Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

í fyrradag Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

21.3. Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

20.3. Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

20.3. Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

20.3. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »