Eftirsóknarverðustu einhleypu mennirnir

Kristófer Acox er einn af þeim sem lesendur Smartlands völdu ...
Kristófer Acox er einn af þeim sem lesendur Smartlands völdu sem eftirsóttasta einhleypa mann landsins. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Lesendur Smartlands völdu eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins. Þessir komust á lista en lesendur Smartlands völdu eftirfarandi menn í gegnum Instagram Smartlands Mörtu Maríu: 

Rúrik Gíslason

Rúrik er atvinnumaður í fótbolta og vakti heimsathygli á HM í Rússlandi í sumar. Rúrik þykir vera einn af myndarlegustu mönnum veraldar og svo kann hann líka að spila fótbolta. Hann er með 1,3 milljón fylgjendur á Instagram. Hann er töff týpa sem flýgur einungis á fyrsta farrými að mati lesenda.

Rúrik Gíslason er einn eftirsóknaverðasti maður í heimi.
Rúrik Gíslason er einn eftirsóknaverðasti maður í heimi. mbl.is / Skapti

Ásgeir Trausti

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á lausu. Hann hefur sigrað heiminn með tónlist sinni en síðustu ár hefur hann verið lítið á Íslandi því mestur af hans tíma hefur farið í að túra um heiminn. Hann er með æðislega rödd og heillar konur hvert sem hann kemur.

Ásgeir Trausti er með fallega rödd, góður og hlýr maður ...
Ásgeir Trausti er með fallega rödd, góður og hlýr maður að sögn lesenda. Ljósmyn/skjáskot Instagram

Aron Pálmarsson

Hanboltastjarnan Aron er á lausu. Hann skrifaði nýlega undir samning við Barcelona sem þykir gott í heimi íþróttanna. Hann er flottur strákur sem kann að njóta lífsins. Alltaf vel til fara og ber af hvert sem hann kemur að mati lesenda.

Aron Pálma kann að njóta lífsins. Hann hefur mikinn metnað ...
Aron Pálma kann að njóta lífsins. Hann hefur mikinn metnað er glaður og skemmtilegur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar kom sá og sigraði þegar hann var kynnir í Idol stjörnuleit ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni. Í dag rekur Sigmar Keiluhöllina og Shake&Pizza í Egilshöll. Hann þykir manna skemmtilegastur enda liggur honum alltaf mikið á hjarta. 

Sigmar er skemmtilegur og hress maður með góðan húmor.
Sigmar er skemmtilegur og hress maður með góðan húmor. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Bjarni Frímann Bjarnason

Bjarni er hljómsveitastjóri og tónlistamaður. Hann byrjaði að stunda tónlistanám einungis fjögurra ára að aldri og hefur allar götur síðan ljáð tónlistinni krafta sína.

Þrátt fyrir ungan aldur tók hann við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu ári. Sem slíkur gegnir hann veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar. Lesendur Smartlands segja hann einn með öllu. Fallegan, skemmtilegan og þroskaðan mann sem setur heiðarleika og kærleik inn í flest af því sem hann gerir. „Hún verður heppin sú sem hreppir þennan gullmola,“ skrifaði einn af lesendum Smartlands.

Bjarni Frímann er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér.
Bjarni Frímann er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. mbl.is

Eiður Smári Guðjonjonsen

Eiður Smári hefur lagt sitt af mörkum í knattspyrnu. Hann er með skemmtilega framkomu og hrókur alls fagnaðar hvert sem hann kemur. Lesendur Smartlands segja að hann haldi sér vel miðað við aldur og líkt og með aðra úr atvinnumesku þá noti hann það sem hann lærði í fótbolta á fleiri svið lífsins. 

Eiður Smári Guðjohnsen er í flottu formi þrátt fyrir aldur.
Eiður Smári Guðjohnsen er í flottu formi þrátt fyrir aldur. mbl.is/ Skapti

Björgólfur Takefusa

Björgólfur er hress og flottur strákur. Hann er alltaf brosandi og kemur öðrum í gott skap með sér. Hann er ótrúlega fallegur og vill öðrum vel að mati lesenda. Hann er flottur á myndum, en ómæ þegar þú sérð hann í kjötheimum. „Annar eins maður hefur ekki verið fæddur á þessari jörð,“ skrifaði lesandi.

Björgólfur Takefusa er flottur í lifanda lífi.
Björgólfur Takefusa er flottur í lifanda lífi. mbl/Arnþór Birkisson

Gunnlaugur Jónsson

Gunnlaugur er fagurkeri og fagmaður fram í fingurgóma að mati lesenda. Hann kann að segja nei og er fylginn sér. Smá prófessor en ekki leiðinlegur. Hann vill vita allt um hluti sem er sjarmerandi að mati lesenda. Það er eitthvað við þennan mann sem heillar.

Gunnlaugur Jónsson alltaf flottur á vellinum.
Gunnlaugur Jónsson alltaf flottur á vellinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theodór Ingi Pálmason

Theodor Ingi er enginn venjulegur endurskoðandi að mati lesenda. Hann er uppátækjasamur, en vill hafa öryggi í kringum sig. Klæðir sig einstaklega vel og er öðrum mönnum til fyrirmyndar með það að mati lesenda. „Hann á ekki eftir að vera lengi á lausu,“ skrifaði lesandi.

Theódór Ingi Pálmason endurskoðandi hjá KPMG kann að meta flottan ...
Theódór Ingi Pálmason endurskoðandi hjá KPMG kann að meta flottan fatnað í bland við smá glamúr.

Róbert Fannar Halldórsson

Róbert Fannar er nýja kynslóðin af frumkvöðli. Hann er opinn og skemmtilegur og þorir að koma fram eins og hann er klæddur. Hann er reyndar alltaf vel klæddur, en hann er ekki einn af þeim sem er að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Sætur og skemmtilegur segja lesendur Smartlands.

Róbert Fannar Halldórsson kann að njóta góðu stundanna í lífinu.
Róbert Fannar Halldórsson kann að njóta góðu stundanna í lífinu.

Elvar Orri Hreinsson

Elvar Orri er sérfræðingur í greningardeild hjá Íslandsbanka. Hann lifir á góðri hreyfingu og er mikill söngfugl í sturtunni en á góðri stund er hann rosalegur söngvari. Hann þykir búa yfir mörgun eftirsóknarverðum kostum eins og til dæmis að vera skapgóður og gefast aldrei upp. 

Jón Júlíus Karlsson

Jón Júlíus er einn ástsælasti golflýsandi þjóðarinnar, en hann er fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV og framkvæmdastjóri Aftureldingar. Hann fór mikinn þegar hann lýsti Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum og er mikill snyrtipinni. Þess má geta að Jón Júlíus býr í miðbænum og hefur sérstaklega gaman af íþróttum.

Jón Júlíus Karlsson kann að meta að vera úti í ...
Jón Júlíus Karlsson kann að meta að vera úti í náttúrunni.

Kristófer Acox

Íslenski landsliðsmaður­inn Kristó­fer Acox er eft­ir­sókna­verður um víða ver­öld þegar kem­ur að hæfni sinni í körfu­bolta. Hann hef­ur spilað með KR á síðustu leiktíð en hef­ur ný­verið gert samn­ing um að fara að spila í Frakklandi. Hann þykir metnaðarfull­ur, skemmti­leg­ur og fram­sýnn.  „Hann á frá­bæra mömmu og virðist hafa tekið úr upp­eld­inu fal­lega sýn á sterk­ar kon­ur,“ skrif­ar les­andi. 

Kristófer Acox er einstaklega metnaðarfullur ungur maður.
Kristófer Acox er einstaklega metnaðarfullur ungur maður. mbl.is/Bjarni Helgason

Þessir voru einnig nefndir: 

Snorri Björns ljósmyndari

Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarmaður og rithöfundur

Árni Sæberg ljósmyndari

Snorri Björn Sturluson lögmaður

Magnús Júlíusson, orkumiðlari og verkfræðingur

Jörundur Ragnarsson leikari

Arnór Pálmi Arnarsson leikstjóri

Hugleikur Dagsson grínteiknari

mbl.is

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »