Þar sem við tengjum við upprunann

Ósk elskar að ferðast og kynna fyrir fólki menninguna í …
Ósk elskar að ferðast og kynna fyrir fólki menninguna í Marokkó. mbl.is/Aðsend

Ósk Vilhjálmsdóttir elskar að skipuleggja leiðangra utan venjubundinna slóða landslags og menningar.

Hvað heitir námskeiðið sem þú ert með í vetur og hvert er markmið þess?

„Námskeiðið heitir Handverk og menning í Marokkó. Markmiðið er að kynna þátttakendum land og þjóð og ekki síst magnaða hand-verksmenningu í Norður-Afríku. Námskeiðið gefur innsýn í merkilegan menningarheim.“

Það sem skiptir Ósk mestu máli í lífinu er fegurðin, …
Það sem skiptir Ósk mestu máli í lífinu er fegurðin, margbreytileikinn og gleði. mbl.is/Aðsend

Frábært námskeið fyrir forvitna

Hvernig fólk sjáið þið fyrir ykkur að hefði not/ánægju af námskeiðinu?

„Allir þeir sem eru forvitnir og áhugasamir um handverk og fornan menningarheim berba og araba. Það getur meðal annars verið liður í endurmenntun fyrir kennara á öllum skólastigum.“

Hvert er megininntak námskeiðsins og hvernig kennir þú?

„Við verðum tvær með námskeiðið í Marokkó, ég og Ragna Fróða, fata- og textílhönnuður sem auk þess er deildarstjóri textíldeildar Myndlistaskólans í Reykjavik.

„Við verðum tvær með námskeiðið í Marokkó, ég og Ragna …
„Við verðum tvær með námskeiðið í Marokkó, ég og Ragna Fróða, fata- og textílhönnuður sem auk þess er deildarstjóri textíldeildar Myndlistaskólans í Reykjavik.“ mbl.is

Áður en lagt er í leiðangurinn verður boðið upp á fyrirlestur sem Þórir Hraundal Mið-Austurlandafræðingur mun halda um merka sögu og menningu Marokkó, trúarbrögð og tengsl við Ísland. Auk þess munum við Ragna Fróða kynna handverk, byggingarlist og daglegt líf. Á vettvangi verða skilningarvitin virkjuð, við horfum, þefum og þreifum. Við fylgjumst með bygginu leirhúsa og fáum að taka til hendinni. Byggingaraðferðin er sú sama og á dögum Krists. Það gefst tækifæri til að snerta á leirkerasmíð og tadelakt sem er gömul aðferð við að gera yfirborð gljáandi og vatnshelt. Við fáum námskeið í fornri leturgerð með bambusfjöður og náttúrulegu bleki. Við kynnumst spunatækni og vefnaði. Heimsækjum heimamenn og upplifum heimilisiðnað sem lifir góðu lífi í Marokkó líkt og fyrir nokkrum öldum á Íslandi. Leiðangurinn liggur inn í annað tímabelti, við erum að tala um tímaflakk.“

Í ferðinni er fylgst með bygginu leirhúsa. Byggingaraðferðin er sú …
Í ferðinni er fylgst með bygginu leirhúsa. Byggingaraðferðin er sú sama og á dögum Krists. mbl.is/Aðsend

Litrík og skemmtileg menning

Hvað einkennir menninguna í Marokkó?

„Menningin er litrík og skemmtileg. Fólk er mjög vinalegt og forvitið, hefur áhuga á að spjalla við gesti. Marokkóar eru mjög gestrisnir og bjóða gjarnan til tedrykkju. Slíkt boð er vinarþel sem sjálfsagt er að þiggja. Þá skapast tækifæri við að ná sambandi við heimamenn og spjalla um alla heima og geima. Þetta er fjölskyldusamfélag þar sem fjölskyldan er grunnur og kjölfesta en gerir líka miklar kröfur um hvernig fólk hagar lífi sínu. Sumu ungu fólki sem ég hef hitt finnst það ráða litlu um sitt eigið líf. Fjölskyldurnar eru ólíkar, sumar strangtrúaðar, aðrar frjálslyndari. Þetta sér maður helst á klæðaburði fólks. Konungurinn er að vísu búinn að banna konum að hylja andlit sitt á almannafæri. Það ríkir talsvert meira frjálslyndi í borgunum, sérstaklega í hverfum þar sem efnaðra og betur menntað fólk býr.“

Í ferðalögum skapast tækifæri við að ná sambandi við heimamenn …
Í ferðalögum skapast tækifæri við að ná sambandi við heimamenn og spjalla um alla heima og geima. mbl.is/Aðsend

En handverk frá Marokkó?

„Litir, lykt, fegurð og fjölbreytileiki einkennir staðinn. Eins er mikið verið að vinna með höndunum. Alls staðar þar sem maður kemur er verið að spinna, vefa, sníða, sauma, smíða, súta, lita og verka leður. Allt er unnið frá grunni og aðferðirnar eru fornar og hafa lítið breyst í aldanna rás. Manni finnst eins og tíminn hafi staðið í stað.“

Allt handverk er unnið frá grunni og aðferðirnar eru fornar …
Allt handverk er unnið frá grunni og aðferðirnar eru fornar og hafa lítið breyst í aldanna rás. Manni finnst eins og tíminn hafi staðið í stað. mbl.is/Aðsend

Til að tengja aftur við upprunann

Hvað getur þú sagt mér um áhrif menningar og listar að þínu mati á líf fólks?

„Við sem lifum í nútímasamfélagi höfum kannski að einhverju leyti misst samband við það hvernig hlutirnir verða til. Úr hverju þeir eru, hvaðan þeir koma. Það er áhugavert og hugvíkkandi að heimsækja samfélag þar sem þetta samband hefur haldist óslitið frá örófi alda. Allt er búið til frá grunni, alls staðar verið að taka til hendinni.“

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Fegurðin, margbreytileikinn, gleðin.“

Eitthvað að lokum?

Námskeiðin verða tvö, annað í haustfríinu 13.-22. október og seinna námskeiðið 25. október-3. nóvember.

Svo er annað námskeið í undirbúningi næsta vor sem ég er að skipuleggja með Haraldi Jónssyni myndlistarmanni. Þá verðum við í norðrinu á slóðum hippa og beatnik-skálda með handverkshefðina yfir og allt um kring.“

Það er áhugavert og hugvíkkandi að heimsækja samfélag þar sem …
Það er áhugavert og hugvíkkandi að heimsækja samfélag þar sem tengingin við upprunann er til staðar. Allt er búið til frá grunni, alls staðar verið að taka til hendinni. mbl.is/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál