Rúrik kom niðurbrotinn frá Belgíu

Rúrik Gíslason prýðir forsíðu Glamour.
Rúrik Gíslason prýðir forsíðu Glamour. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Rúrik Gíslason fótboltamaður prýðir forsíðu íslenska Glamour sem kemur út í dag. Í viðtalinu segir hann frá því þegar yfirgaf Ísland 15 ára gamall til þess að spila fótbolta í Belgíu. Í viðtalinu segir hann frá því að hann hafi snúið aftur heim niðurbrotinn. 

„Þegar ég hugsa til baka var þetta ekki góður tími. Af því að ég var svo ungur þurfti ég að búa inni á fjölskyldu og ég bjó hjá strangkaþólskri fjölskyldu. Það var smáskellur fyrir unglinginn sem átti kærustu og hún mátti varla koma í heimsókn,“ segir Rúrik. 

„Ég kom heim aftur gjörsamlega brotinn á líkama og sál, með brjósklos og heimþrá og lítill í mér.“

Hann braggaðist en fótboltastússið hafði áhrif á fjölskylduna því mamma hans og pabbi þurftu að taka lán til að koma drengnum aftur út í atvinnumennsku. 
„Svo ég gæti átt eitthvað til að lifa sómasamlegu lífi. Ég fékk ekki mikinn pening á þessum samningi og þau aðstoðuðu mig,“ segir hann.
Hann segir foreldra sína jafnframt vera sína stærstu stuðningsmenn. „Mamma hefur alltaf hvatt mig í öllu og hrósar mér eftir hvern einasta leik, sama hvað ég hef gert, á meðan pabbi hefur alltaf getað fundið eitthvað sem ég hefði getað gert betur. Haldið mér á jörðinni.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál