„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Laugar Spa.
Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Laugar Spa. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbergsson

Hafdís Jónsdóttir eða Dísa eins og hún er oftast kölluð er samkvæmisdanskennari að mennt. Hún er einnig djassballettkennari og með hin ýmsu diploma kennsluréttindi í heilsuræktarhóptímum. Hún á og rekur World Class með eiginmanni sínum Birni Kr. Leifssyni. Stöðvarnar eru orðnar 14 talsins í dag. Dísa á tvö börn, þau Birgittu Líf 25 ára og Björn Boða 19 ára. Hún á einnig þau Tanyu og Tarzan sem eru tveir glaðir Chihuahua hundar sem gera lífið betra á degi hverjum. 

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum. Þar sem er mikil fjölbreytni af æfingatækjum og góðum hóptímum. Það skiptir mig máli að sem flestir hafi tækifæri til þess að bæta heilsu sína til þess að geta notið betra lífs.“

Hvað hefurðu hugfast sem móðir í dag?

„Að eiga góðar stundir með börnunum þó að þau séu orðin svona stór og vera dugleg að skapa minningar með þeim. Við gerum mikið af því að borða saman kvöldmat, spjalla og eiga góðar stundir.“

Hvaða ráð gefur þú börnum þínum?

„Ég segi þeim endalaust að þau geti allt. Að þau þurfa að vera dugleg að ganga á eftir því sem þau vilja og gefist ekki upp þó að hlutirnir gangi ekki upp í fyrstu eða annarri atrennu. Lífið er langhlaup ekki spretthlaup þó að það sé líka gott að taka stutta spretti í átt að langtímamarkmiðinu.“

Hvað er það dýrmætasta við að vera mamma?

„Nándin, kærleikurinn og gleðin að fylgjast með börnunum sínum þroskast og dafna.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég elska að slaka á í Baðstofunni Laugum og svo er ég líka dugleg að fara í nudd og andlitsböð í Laugar Spa.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Nike er í uppáhaldi, þeir ná að toppa sig reglulega og eru duglegir að koma með nýjungar á markaðinn.“

Hver er uppáhaldsmaturinn?

„Ég elska sushi, góðar nautasteikur og gott ítalskt pasta. Svo verður allt betra með vandaðri hvítri truffluolíu ofan á.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Ætli ég verði ekki að segja síminn þar sem hann er atvinnutæki hjá mér.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Body Mist í „sweet amber/patchouli“ frá Laugar Spa og Chanel varalitur.“

Hvað elskarðu mest að gera í lífinu?

„Það er svo margt sem ég elska. Til dæmis skíða- og golfferðir. Að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Að dansa, syngja og taka góða æfingu. Ég einfaldlega elska lífið og tilveruna.“

Hvert er uppáhalds tískumerkið þitt?

„Ég er ekki föst í neinum sérstökum merkjum. Heldur kaupi ég það sem mér finnst flott hverju sinni.“

Hvar er best að versla?

„Það er alltaf hægt að finna eitthvað flott í Kúltur, Evu, Sautján og Mathildu.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál