„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Laugar Spa.
Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Laugar Spa. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbergsson

Hafdís Jónsdóttir eða Dísa eins og hún er oftast kölluð er samkvæmisdanskennari að mennt. Hún er einnig djassballettkennari og með hin ýmsu diploma kennsluréttindi í heilsuræktarhóptímum. Hún á og rekur World Class með eiginmanni sínum Birni Kr. Leifssyni. Stöðvarnar eru orðnar 14 talsins í dag. Dísa á tvö börn, þau Birgittu Líf 25 ára og Björn Boða 19 ára. Hún á einnig þau Tanyu og Tarzan sem eru tveir glaðir Chihuahua hundar sem gera lífið betra á degi hverjum. 

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum. Þar sem er mikil fjölbreytni af æfingatækjum og góðum hóptímum. Það skiptir mig máli að sem flestir hafi tækifæri til þess að bæta heilsu sína til þess að geta notið betra lífs.“

Hvað hefurðu hugfast sem móðir í dag?

„Að eiga góðar stundir með börnunum þó að þau séu orðin svona stór og vera dugleg að skapa minningar með þeim. Við gerum mikið af því að borða saman kvöldmat, spjalla og eiga góðar stundir.“

Hvaða ráð gefur þú börnum þínum?

„Ég segi þeim endalaust að þau geti allt. Að þau þurfa að vera dugleg að ganga á eftir því sem þau vilja og gefist ekki upp þó að hlutirnir gangi ekki upp í fyrstu eða annarri atrennu. Lífið er langhlaup ekki spretthlaup þó að það sé líka gott að taka stutta spretti í átt að langtímamarkmiðinu.“

Hvað er það dýrmætasta við að vera mamma?

„Nándin, kærleikurinn og gleðin að fylgjast með börnunum sínum þroskast og dafna.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég elska að slaka á í Baðstofunni Laugum og svo er ég líka dugleg að fara í nudd og andlitsböð í Laugar Spa.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Nike er í uppáhaldi, þeir ná að toppa sig reglulega og eru duglegir að koma með nýjungar á markaðinn.“

Hver er uppáhaldsmaturinn?

„Ég elska sushi, góðar nautasteikur og gott ítalskt pasta. Svo verður allt betra með vandaðri hvítri truffluolíu ofan á.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Ætli ég verði ekki að segja síminn þar sem hann er atvinnutæki hjá mér.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Body Mist í „sweet amber/patchouli“ frá Laugar Spa og Chanel varalitur.“

Hvað elskarðu mest að gera í lífinu?

„Það er svo margt sem ég elska. Til dæmis skíða- og golfferðir. Að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Að dansa, syngja og taka góða æfingu. Ég einfaldlega elska lífið og tilveruna.“

Hvert er uppáhalds tískumerkið þitt?

„Ég er ekki föst í neinum sérstökum merkjum. Heldur kaupi ég það sem mér finnst flott hverju sinni.“

Hvar er best að versla?

„Það er alltaf hægt að finna eitthvað flott í Kúltur, Evu, Sautján og Mathildu.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Heiðruðu Margréti með stæl

Í gær, 19:00 Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

Í gær, 15:27 Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

Í gær, 13:00 „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

Í gær, 10:25 „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

Í gær, 05:00 Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

í fyrradag Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

í fyrradag Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

í fyrradag Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

í fyrradag Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

í fyrradag Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »