Fer lítið fyrir brúðgumanum á nýja konunglega stellinu

Eugenie af York og Jack Brooksbank ganga í það heilaga …
Eugenie af York og Jack Brooksbank ganga í það heilaga 12. október. AFP

Það er konunglegt brúðkaup á næsta leiti þó svo að ekki hafi verið eins mikið fjallað um það og brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle í vor. Eugenie prinsess af York og Jack Brooksbank munu ganga í það heilaga 12. október. Eugenie er dóttir Andrésar Bretaprins og Söruh Ferguson.

Samkvæmt venjum og hefðum konungsfjölskyldunnar hefur konunglegt testell verið hannað í tilefni af brúðkaupinu. Glöggir lesendur Smartlands muna ef til vill eftir stellinu sem var hannað fyrir brúðkaup Harrys og Meghan í maí, en stafir brúðhjónanna, H og M, voru í aðalhlutverki á því stelli. 

Hið nýja konunglega stell er einstaklega fallegt.
Hið nýja konunglega stell er einstaklega fallegt. mbl.is/Buckingham palace

Stellið sem tileinkað er Eugenie og Jack er fallegt og stílhreint í gylltum, bláum, grænum og bleikum tónum. Það sem vekur þó athygli er að stafur Eugenie prinsessu er aðeins í aðalhlutverki og lítið látið fara fyrir staf Jacks. Stafurinn E prýðir diska, undirskálar og bolla í settinu og þarf að skoða stellið til að sjá nafn Jacks. Ofan í tebollanum eru nöfn brúðhjónanna og dagsetning brúðkaupsins. Hægt er að panta stellið í vefverslun Buckingham-hallarinnar hér

Það þarf að kíkja ofan í bollann til að finna …
Það þarf að kíkja ofan í bollann til að finna nafn brúðgumans. mbl.is/Buckingham palace
Hér má sjá stellið sem var gefið út fyrir brúðkaup …
Hér má sjá stellið sem var gefið út fyrir brúðkaup Harry og Meghan Markle. mbl.is/Buckingham palace



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál