Laufey Johansen með Alberti fursta

Laufey Arnalds Johansen á snekkjusýningunni í Mónakó á dögunum ásamt …
Laufey Arnalds Johansen á snekkjusýningunni í Mónakó á dögunum ásamt flugmönnum úr „Royal Red Arrows“. Ljósmynd/Aðsend

Myndlistakonan Laufey Arnalds Johansen fékk köllun 27 ára að byrja að mála. Hún vissi að ef hún fylgdi þessari köllun myndi veröldin sjá um að koma verkunum á réttu staðina. Hún verður með 8 sýningar á erlendri grundu á 8 mánuðum og sýndi meðal annars á snekkjusýningunni í Mónakó á dögunum með Alberti fursta en hann  er verndari sýningarinnar og mætir árlega að safna fyrir góðgerðarmál.

Krónprinsinn Albert ásamt fríðu föruneyti á snekkjusýningunni í Mónakó.
Krónprinsinn Albert ásamt fríðu föruneyti á snekkjusýningunni í Mónakó. Ljósmynd/Aðsend

„Ég sýndi verk á vegum „Gallery Artifact New York“ sem er eina galleríið sem fékk inni á sýningunni að þessu sinni. Sýning er haldin í beinu framhaldi af „Save the Ocean Foundation event“ sem Prins Albert annar er í forsvari fyrir ásamt heimsfrægum erlendum listamönnum. Krónprinsinn er verndari sýningarinnar, enda er mikil fjáröflun í gangi á þessum viðburðum til að vernda sjóinn. Furstinn opnaði sýninguna að vanda og var tíður gestur alla dagana. Öll ríkisstjórn Mónakó mætti á sýninguna,“ segir hún.

Hvernig voru viðtökurnar við þínu verki?

„Viðtökurnar voru frábærar enda vakti svarta málverkið sem er 3,5 metrar að lengd og 2 metra hátt mikla athygli. Framkvæmdastjóri sýningarinnar hafði samband við eiganda Artifact og óskaði eftir því að ég kæmi aftur að ári og fengi sérstaka umfjöllun þar sem verkið hafði hlotið mikla athygli. Mér var jafnframt boðið að sýna í San Francisco. Ég er því mjög ánægð með viðtökurnar enda margt að koma út úr þessu.“

Verkið sem myndlistakonan Laufey Arnalds Johansen sýndi vakti mikla athygli.
Verkið sem myndlistakonan Laufey Arnalds Johansen sýndi vakti mikla athygli. Ljósmynd/Aðsend

Hvað tekur við á næstunni hjá þér?

„Næst er förinni heitið til New York þar sem ég opna einkasýningu í „Gallery ARTIFACT NY“ þann 31. október 2018. Jafnramt tek ég þátt í tveggja mánaða sýningu í Listasafninu, Haegeumgang Theme Museum í Suður-Kóreu sem opnar 1. nóvember og stendur yfir til 30. desember 2018. Síðan er förinni heitið á „ART BASIL MIAMI“ í desember en fram undan eru 8 sýningar erlendis á 8 mánuðum svo það er í mörgu að snúast þessa dagana.“

Hvað getur þú sagt mér um verkin þín? 

„Ég hef verið að mála svartar myndir og eru þær orðnar mitt „trade mark“ en þær eru hluti af „Vulcan“-myndverkinu. En jafnframt hef ég verið að vinna að öðru eins og myndverki sem ég kalla „Undur hafsins“ sem er heldur litríkari. En ég heillast af dulúð hafsins og því óráðna og hinu dulda. Ég er því að tengja mig hafinu og náttúru þess á meðan ég tengi mig við orku úr geimnum þegar ég mála svörtu myndirnar mínar. En þær eru mjög íslenskar og minna á hraun og svarta sanda og þess vegna held ég að þær veki mikla athygli sér í lagi þegar ég segist vera frá Íslandi. Ég vinn oft með lýsingu á svörtu verkin og nota marga rauða „filtera“ og þá virka myndirnar eins og glóandi hraun.“

Laufey segist hafa byrjað frekar seint að mála. 

„Þegar ég var 27 ára var eins og ég væri kölluð til þess að mála. Ég hafði aldrei haft áhuga á myndlist, en allt í einu fékk ég ekki frið innra með mér fyrr en ég fór af stað á mitt fyrsta námskeið og hef ég fylgt þessu eftir síðan.

Ég hef lesið víða um listamenn með svipaða köllun. Það er svona eins og tilgangur lífs míns hafi fundið mig en ekki öfugt. Ég vissi að ef ég myndi gefa eftir og fylgja þessu þá myndi veröldin sjá til þess að verkin færu á þá staði sem þau ættu að fara á.

Ég hef bara sleppt og treyst. En ég er mjög dulræn og vinn á því sviði í myndunum mínum. Ég miðla orku í svörtu verkunum mínum sem er umbreytingarorka sem hækkar tíðni okkar til þróunar. Þetta eru annars konar vísindi sem er ekkert of mikið talað um en vísindamenn út um allan heim skrifa um tíðnibreytingar á jörðinni.“ Laufey segir að fyrir marga kunni þetta að hljóma undarlega en á þeim tíma sem hún byrjaði að mála vissi hún að ef hún héldi áfram að mála myndu réttu dyrnar opnast fyrir hana inn á erlenda markaði. „Þegar maður stígur inn í hlutverkið sitt verður maður að trúa því og treysta að hlutirnir fari eins og þeir eigi að fara. Viðbrögðin hafa svo sannarlega verið meiri en mig hefði grunað. Allar dyr virðast standa mér opnar í dag og því ferðast ég með verkin mín og sýni víða um Bandaríkin, Asíu og Evrópu.“ 

Snekkjusýningin í Mónakó þykir einn stærsti viðburður staðarins ásamt Formúlu …
Snekkjusýningin í Mónakó þykir einn stærsti viðburður staðarins ásamt Formúlu 1. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál