Kristín er syngjandi tannlæknir

Kristín Stefánsdóttir tannlæknir lætur gamlan draum rætast.
Kristín Stefánsdóttir tannlæknir lætur gamlan draum rætast.

Kristín Stefánsdóttir, söngkona og tannlæknir, ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 19. október þar sem hún syngur bestu lög Burt Bacharach. Gestasöngvari er Hreimur Örn Heimisson og 17 manna stórhljómsveit svo þetta er stórt og metnaðarfullt verkefni hjá Kristínu.

„Ástríðan á söng hefur fylgt mér alla tíð, svo lengi sem ég man eftir mér. Ég var syngjandi sem barn og unglingur en ég var svo feimin að ég þorði ekki að koma fram opinberlega á þeim tíma. Ég söng þess í stað bara í einrúmi og það var algerlega óhugsandi að ég hefði komið fram á sviði. En með árunum jókst þörfin og fyrir rúmum tíu árum fór ég að þreifa fyrir mér. Ég tók flestöll námskeið sem voru í boði hérlendis og á endanum bar leitin mig til Danmerkur í skóla sem heitir  Complete Vocal Institute. Þar stundaði ég nám í samtals fjögur ár og þá er óhætt að segja að líf mitt hafi tekið aðra stefnu hvað sönginn varðar,” segir Kristín.

Hún tók einnig grunnnám í rytmiskum söng við Söngskóla Sigurðar Demenz og var í námi hjá tónlistarkonunum og söngkennurunum Þórhildi Örvarsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Margréti Eir.

Kristín fór á tónleika Burt Bacharach í Hörpunni fyrir nokkrum árum.

„Það var alveg magnað að sjá hann. Svo einlægur, hógvær og sannur í list sinni. Þegar hann söng og spilaði lagið Alfie flaug mér í hug hvað það væri nú gaman að halda tónleika með lögum hans. Hann er svo einstakur lagahöfundur og lögin hans eru svo mikill klassi. Við þekkjum öll lög á borð við What the world needs now og Say a little Prayer.  Á þessum tíma var þetta samt mjög fjarlægur draumur. Hann hélt þó áfram að blunda í mér og þegar ég söng svo lagið The Look of Love í brúðkaupi í Noregi í fyrrasumar ákvað ég að nú myndi ég loksins láta hann rætast.”

Tónleikarnir eru föstudaginn 19. október og hefjast þeir klukkan 19.30.
Tónleikarnir eru föstudaginn 19. október og hefjast þeir klukkan 19.30.

„Ég hafði samband við píanóleikarann minn Hlyn Þór Agnarsson og samþykkti hann að taka að sér útsetningar og hljómsveitarstjórn. Við urðum fljótlega sammála um að til þess að þessi lög fengju þá reisn sem þau ættu skilið þyrftum við að setja saman stórhljómsveit. Við fengum því til liðs við okkur úrvalslið tónlistarmanna; grunnband, bakraddir, strengi og blásara og Hreimur verður gestasöngvari. Við héldum þessa tónleika í vor við mjög góðar undirtektir og vorum við hvött til að halda aðra. Þetta eru stórglæsilegir tónleikar sem við viljum sem flestir fái að njóta.

Það sem rekur mig áfram er ástríða mín fyrir söng. Tónlistargyðjan er yndisleg en getur verið harður húsbóndi. Maður sleppur ekkert svo auðveldlega frá henni,” segir Kristín og brosir.  „Ég er bara svo uppfull af þakklæti að vera að sinna þessari ástríðu minni og hafa með mér þetta stórkostlega tónlistarfólk. Það er ekkert sem jafnast á við það. Tónlist er náttúrlega bara heilun og í starfi mínu sem tannlæknir stunda ég líka heilmikla heilun svo það er líklega það sem þessi störf eiga sameiginlegt,” segir hún.

„Ég á það einnig til að syngja yfir sjúklingunum og ég hef ekki fengið neinar kvartanir yfir því,” segir Kristín og hlær og bætir við: 

„Við hlökkum alveg óskaplega til þess að fá að flytja þessi fallegu lög aftur og lofum yndislegri kvöldstund,” segir hún enn fremur.

mbl.is

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

05:00 Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í gær Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í gær „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í gær Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

í gær Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

í fyrradag Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »