Hefði ekki gert neitt öðruvísi

Linda Pétursdóttir varð Ungfrú heimur fyrir 30 árum. Síðan þá ...
Linda Pétursdóttir varð Ungfrú heimur fyrir 30 árum. Síðan þá hefur hún verið viðriðin keppnina.

Linda Pétursdóttir varð Ungfrú heimur fyrir 30 árum og hefur nú tekið við keppninni á Íslandi. Hennar fyrsta verk var að velja Erlu Alexöndru Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslands en keppnin fer fram í Kína í nóvember. 

„Það kom reyndar afar óvænt upp í hendurnar á mér og ekki eitthvað sem ég hafði séð fyrir, hvað þá haft á dagskrá enda er ég á kafi í háskólanámi. Ég var önnum kafin við að læra um efnahagssamruna Evrópu og bandarísk stjórnmál þegar ég var beðin að taka við þessu! 

En Miss World fyrirtækið óskaði sumsé eftir samvinnu við mig, þau vita jú eðli máli samkvæmt að ég hef mikla þekkingu á þessu, beggja vegna borðsins, sem vinningshafi og auk þess hef ég starfað sem alþjóðlegur dómari fyrir keppnina til margra ára. Ætli þau hafi ekki bara treyst mér fyrir starfinu, en þau hafa unnið með mér og þekkt mig persónulega í 30 ár.

Auðvitað var ég til í að aðstoða svo Ísland hefði nú þátttakanda í keppninni, nú sem endra nær, enda farsæl þjóð í þessari keppni,“ segir Linda í samtali við Smartland. 

Í hverju felst starfið nákvæmlega? 

„Það er að mörgu að huga, sér í lagi með svona stuttum fyrirvara, að undirbúa fulltrúa okkar fyrir ferðalagið sem hún er á í heilan mánuð og hvers er ætlast til af henni þann tíma sem hún er í Kína. Auk þess eru samningar og töluverð pappírsvinna sem fylgir þessu en ég legg mikla áherslu á að vera til staðar fyrir Erlu og svara þeim spurningum sem upp koma hjá henni. Nú svo get ég gefið henni ágætisráð þegar kemur að viðtölum við dómara,“ segir Linda og hlær enda hefur hún sjálf verið í dómarasætinu. 

Hvað hefur Erla Alexandra fram að færa sem gæti komið henni á verðlaunapall? 

„Fyrst og fremst sá ég þarna glæsilega og ekki síður eldklára stúlku sem hefur margt til brunns að bera og ég taldi vera afburðafulltrúa lands og þjóðar og hún gæti sannarlega sómt sér vel sem andlit og talsmaður Miss World-fyrirtækisins.“

Hvað er svona spennandi við fegurðarsamkeppnalífið, fær fólk svona bakteríu sem það losnar ekki við? 

„Get nú ekki sagt að ég hafi nokkurn tímann fengið einhverja bakteríu er þessu viðkemur. Þetta er einn af þessum hlutum í lífinu sem varð hluti af mínu lífi án þess að ég hafi haft einhver markmið um að svo yrði og það hentar mér bara ágætlega. Ég tengist þessu fyrst og fremst út af minni eigin sögu, fólkinu á bak við keppnina sem ég hef átt í einstaklega góðum samskiptum við allt frá því er ég var Ungfrú heimur og síðast en ekki síst því ötula góðgerðarstarfi sem keppnin snýst um.

Mér finnst mikilvægt og gaman að geta stutt við fólk sem mér er annt um, og að geta verið brú út í heim fyrir stúlkur sem hafa áhuga á þessum geira, finnst mér bara alveg sjálfsagt. Þetta er því nokkurs konar „Pay it forward”-verkefni fyrir mig.“

Nú eru 30 ár síðan þú varst krýnd, hvað hefðir þú vilja vita um lífið þá sem þú veist núna?

„Ég held ég hefði ekki kosið að breyta neinu þar að lútandi, í raun ágætt að vera blautur á bak við eyrun og taka fagnandi á móti því ferðalagi sem fram undan var þá. Það sem skipti mestu máli og gerir enn í dag, er að hafa elskulegt og traust fólk í kringum sig. Það hef ég alltaf gert og met mikils.“

Linda var dómari í Ungfrú heimi.
Linda var dómari í Ungfrú heimi.
Linda mun þjálfa Erlu Alexöndru í að tala við dómarana ...
Linda mun þjálfa Erlu Alexöndru í að tala við dómarana í Ungfrú heimi.
mbl.is

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »