Ástin sigrar alltaf allt

Eugenie prinsessa af York ásamt föður sínum, Andrési prins.
Eugenie prinsessa af York ásamt föður sínum, Andrési prins. mbl.is/AFP

Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband.

Í vor gekk Harry prins að eiga unnustu sína Meghan Markle og á síðasta föstudag gekk Eugenie prinsessa að eiga kærasta sinn, Jack Brooksbank, í Windsor-kastala. Eugenie er dóttir Andrésar prins, sem er bróðir Karls, krónprins Bretlands. Móðir Eugenie er Sara Ferguson. Þau voru mikið í fréttum þegar þau voru saman og ekki minnkaði áhugi almennings á hjónunum þegar þau ákváðu að skilja árið 1996.

Foreldrar brúðarinnar, Andrés prins og Sara Ferguson sátu saman.
Foreldrar brúðarinnar, Andrés prins og Sara Ferguson sátu saman. mbl.is/AFP

Nú virðast þau Sara Ferguson og Andrés prins hins vegar vera búin að grafa stríðsöxina og svo kærleiksrík voru þau hvort við annað í brúðkaupi dóttur sinnar að það komst í fréttir. Breska pressan spurði hvort þau væru ennþá ástfangin hvort af öðru. Við ætlum ekki að svara því hér en einhver sagði að lengi lifði í gömlum glæðum.

Eugenie prinsessa hefur verið í sviðsljósinu frá fæðingu og hefur pressan fylgst með hverju fótspori hennar. Fyrir brúðkaupið tók hún sig taki og undirbjó sig á svipaðan hátt og Harry frændi hennar gerði fyrir sitt brúðkaup. Hún fór til Gabrielu Peacock sem er þekktur næringarfræðingur í Bretlandi. Hún gerði prógramm fyrir prinsessuna til þess að halda blóðsykrinum jöfnum en auk þess mætti hún á klukkutíma æfingu daglega.

Á brúðkaupsdaginn klæddist Eugenie prinsessa brúðarkjól úr smiðju Peter Pi-lotto og Christoph-er De Vos. Kjóllinn var einstaklega vel sniðinn og klæðilegur en það sem vakti athygli var að hann var opinn í bakið þannig að stórt ör prinsessunnar sást. Prinsessan vildi hafa kjólinn opinn í bakið til að sýna ör sem hún fékk eftir skurðaðgerð sem hún undirgekkst þegar hún var tólf ára vegna mikillar hryggskekkju. Kjóllinn sem er fílabeinshvítur er klassískur í sniðinu en það vakti athygli að prinsessan var ekki með slör heldur einungis kórónu sem skreytt var eðalsteinum. Kórónuna fékk hún lánaða hjá ömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu.

Um kvöldið klæddist prinsessan öðrum kjól, ljósbleikum frá Zac Posen, sem er bandarískur hönnuður.

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa á brúðkaupsdaginn sinn.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/AFP
Hjónin ásamt fjölskyldu sinni.
Hjónin ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/AFP
Sara Ferguson móðir brúðarinnar.
Sara Ferguson móðir brúðarinnar. mbl.is/AFP
Liv Tyler og Dave Gardner.
Liv Tyler og Dave Gardner. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Sara Ferguson var með hala aftan á kjólnum.
Sara Ferguson var með hala aftan á kjólnum. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Brúðurin sýndi örið en hún fór í aðgerð þegar hún ...
Brúðurin sýndi örið en hún fór í aðgerð þegar hún var 12 ára vegna hryggskekkju. mbl.is/AFP
Cara Delevingne var á meðal gesta.
Cara Delevingne var á meðal gesta. mbl.is/AFP
Sara Ferguson og Beatrice prinsessa af York.
Sara Ferguson og Beatrice prinsessa af York. mbl.is/AFP
Vilhjálmur og Katrín og Harry og Meghan.
Vilhjálmur og Katrín og Harry og Meghan. mbl.is/AFP
Prinsessan skipti um föt og var í þessum kjól frá ...
Prinsessan skipti um föt og var í þessum kjól frá Zac Posen um kvöldið.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

05:00 Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í gær Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í gær „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í gær Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

í gær Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

í fyrradag Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »