Mireya sýnir í Los Angeles

Mireya Samper sýnir verkin sín í Los Angeles í lok ...
Mireya Samper sýnir verkin sín í Los Angeles í lok mánaðarins. Hún er spennt að fara inn á nýtt markaðssvæði með verkið sem hún nefnir Vide et Plein. Ljósmynd/ Ómar Sverrisson.

Listakonan Mireya Samper er að setja upp sýninguna Vide et Plein í nýju galleríi  arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles. Sýningin á verkum Mireyu verður dagana 26. október til 8. desember næstkomandi.

Gulla Jonsdottir Atelier-galleríið er staðsett á besta stað á þessu nýja hóteli sem Gulla hannaði og fylgdi eftir í byggingu í ein fimm ár.

Gulla segir sannan heiður að fá tækifæri til að kynna það sem henni finnst fallegt hverju sinni í galleríinu. Fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að fjalla um nýja galleríið hennar Gullu, meðal annars California Home+Design sem lofuðu arkitektinn og hæfileika hennar nýlega og Surface tímaritið sem var með góða umfjöllun um galleríið.

„Ég hef fylgst lengi með Mireyu og finnst listaverkin hennar eiga erindi við íbúa Los Angeles,“ segir Gulla.

Mireya segir að eftir að hafa lokið meistaragráðu í myndlist í Frakklandi árið 1993 hafi leið hennar legið lengra út í veröldina.

„Ég hef sýnt myndlist ýmist á einkasýningum eða samsýningum, haldið fyrirlestra og tekið þátt í sýningarstjórnun í yfir 20 löndum. Ég er með heimili og vinnustofu í Kópavogi en vinn jöfnum höndum þar og erlendis á þeim stöðum sem ég sýni sem oft og tíðum eru mitt annað heimili líka.“ 

Mireya segist sjá list alls staðar enda sé það vinnan hennar en einnig aðaláhugamálið. 

Spurð um sýninguna í Los Angeles segir hún að titill sýningarinnar Vide et Plein (tómt og fullt) sé innblásinn af heimspekingnum og ljóðskáldinu Francois Cheng og vísar til þeirra hugmynda er liggja meðal annars að baki verkanna sem endurspegla tómarúm í tengslum við ljós og vatn.

„Sýningin samanstendur af pappírsverkum, skúlptúrum, innsetningu og videoverki sem er upptaka af innsetningu sem var unnin í Japan 2017 með tónlist eftir japanska tónlistarmanninn Tomoo Nagai. 

Mér finnst þetta mjög spennadi í alla staði og frábært tækifæri, það er tilhlökkunar efni að sjá hvernig tekst til. Þetta er nýtt gallerí sem Gulla er að opna og mikil áræðni sem hún sýnir með því. Hún er mjög þekkt af eigin verkum þannig að það er virðingarvert að hafa svo mikinn áhuga á list annara. Að leggja sig fram við að koma verkum þeirra á framfæri.

Ég hlakka líka til að nálgast myndlistarheiminn þarna en ég þekki hann ekki af eigin raun.

Eins er ég spennt fyrir þvi að dóttir mín Asra Rán Björt sem er 22 ára gömul skrifaði ljóð á ensku sérstaklega út frá listaverkunum mínum á sýningunni sem verður lesið upp og birt á sýninguni. Asra hefur skrifað í mörg ár og er að læra alþjóðlegar bókmenntir með áherslu á japanskar bókmenntir. Þetta er í fyrsta skiptið sem við tengjum listsköpun okkar saman.“

Á fyrstu hæð La Peer-hótelsins í Los Angeles rekur Gulla ...
Á fyrstu hæð La Peer-hótelsins í Los Angeles rekur Gulla Jónsdóttir arkitekt listagallerí þar sem hún mun sýna m.a. verk Mireya Samper í lok október. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »